Jökull


Jökull - 01.12.1986, Page 96

Jökull - 01.12.1986, Page 96
við enn ijarskyldari aðila. En það er kortlagning norð- urhluta Langjökuls á síðastliðnu sumri. Jökulhvelið, sem allt fram á þessa öld hefur gengið undir nafninu Baldjökull er 120 metrum hærra en talið hefur verið á kortablöðunum, þ.e.a.s. 1420 m í stað 1300 m y.s. FRAMFARIR OG TÆKNI Dagana 26.-29. ágúst s.l. var haldin hér í Reykja- vík alþjóðleg ráðstefna um jöklamælingar og korta- gerð. Þátttakendur voru 102 frá 14 löndum, þar af 23 íslendingar. Haldin voru 40 erindi og 20 önnur verk- efni sýnd á veggspjöldum. Niðurstöður munu væntanlega verða birtar nú fyrir mitt ár í Annals of Glaciology Vol. 8, sem gefið er út í aðalstöðvum Alþjóðlega jöklarannsóknafélagsins í Cambridge í Englandi. Samtímis var haldin sýning í anddyri Norræna hússins á ritum, kortum, loftmynd- um og ljósmyndum úr sögu jöklarannsókna á íslandi. Að lokinni ráðstefnunni var farin þriggja daga ferð um Suðurland og þátttakendum sýndir jöklar, jökulár, jökulsandar og virkjanir. Hinn daglegi umsýslunar- maður ráðstefnunnar hér á landi var Helgi Björnsson. Ráðstefnan gaf íslendingum gott tækifæri til að kynnast og fylgjast með framförum á sviði mælitækni. Það er raunar aðeins skipulags- og kostnaðaratriði að hverfa frá núverandi jöklamælingum á jökulsporðum og taka upp myndtækni í staðinn. Einnig eru senni- lega allar langsniðsmælingar með gömlu fallmælinga- aðferðinni úr sögunni, í staðinn koma geoid-snið eða þá laser-snið eða radargeislar frá þyrlum eða gervi- hnöttum. En verum ekki með neinar grillur út í þessi atriði. Strax í næsta mánuði efnir Rannsóknaráð ríkis- ins til ráðstefnu um fjarkönnun með færum vísinda- mönnum, svo að innan hálfs mánaðar má gera ráð fyrir að margt verði ljósara, hvað viðkemur jöklarann- sóknum hér á landi í framtíðinni, bæði um tækni og kostnað. JÖKULL JÖKULL 35 ár (1985) kom út í september, þ.e.a.s. hann kom út á réttu ári, eins og gerst hafði einnig árið áður. Alls er hann 160 bls. greinar eru 25, þar af 8 á ensku. Helmingur ritsins er á íslensku. Þeim sem hafa harla lítil not af enskum greinum hættir til að draga það úr hömlu að leysa inn félags- gjalda gíróseðlana sína og fá því ekki ritið beint úr bókbandi prentsmiðjunnar. Þeir hinir sömu vissu það auðvitað ekki að ritið lá og beið með auðmeltan ís- lenskan fróðleik. Ritstjórarnir Helgi Björnsson og Leó Kristjánsson voru ákveðnir í að hætta ritstjóminni eftir útkomu blaðsins. Við hefur tekið Ólafur G. Flóvenz. Bak- við sig hefur hann 6 manna ritnefnd, þrjá frá Jökla- rannsóknafélaginu og þrjá frá Jarðfræðafélaginu. Frá Jöklarannsóknafélaginu eru þessir ritnefndarmenn: Helgi Björnsson Tómas Jóhannesson Magnús Hallgrímsson Jöklarannsóknafélagið þakkar fráfarandi ritstjórum mikið og gott starf. SKÁLAR Skálar félagsins eru 8 talsins eins og í upphafi árs. En skálanefnd hefur flutt þá tillögu og stjórn sam- þykkt að byggður verði nýr skáli á Grímsfjalli. Hug- mynda- og teiknismíðar eru í fullum gangi. Ætlast er til að skálinn hafi 24 svefnpláss, og að hann verði byggður 87. Formaður skálanefndar er Stefán Bjarna- son. Hlúð hefur verið að skálum, gluggar lagfærðir, mál- að og sitthvað fleira endurbætt eða lagað, það sem aflaga hefur farið, sjá Fréttabréfin t.d. nr. 10. Rafstöð og hitaveita. í vorferðinni til Grímsvatna var gert við rafstöðina. í fyrravetur (84/85) fraus þéttivatn í leiðslum og orsakaði gangtruflanir. Meira var gert. Það var lögð hitaveita í skálann. Á hana verður komin reynsla þegar nýi skálinn kemur upp. Nú er Jón Sveinsson orðinn bæði rafmagns- og hita- veitustjóri í Tungnaár- og Grímsvatnahreppi. INNRA STARF FÉLAGSINS Bókageymsla. Eins og kom fram á síðasta aðalfundi þurfti félagið að rýma herbergið að Hagamel 6, sem það hafði haft undir bókasafni sínu til fjölda ára. Fe- Iagið fékk inni í kjallara að Bakkagerði 9. Herbergið hefur ýmsa góða kosti, en er of lítið, þar verða þvi miður stjórnarfundir ekki haldnir. Félagsfundir. Á milli aðalfunda voru tveir félags- fundir haldnir hér að Hótel Hofi. Hinn fyrri var 18. apríl. Tómas Jóhannesson sagði frá og sýndi myndir af íshellum Suðurskautsins. Hinn síðari var 3. des. til- einkaður minningu um Guðmund Jónasson. Þórarinn Guðnason læknir flutti erindi sem hann nefndi Gaml- ar minningar. Árni Kjartansson og Pétur Þorleifsson sýndu myndir m.a. frá fyrstu ferðum félagsins. I lok fundar afhenti Ámi félaginu að gjöf kvikmyndaspólu með ferðunum og byggingu Jökulheima. Báðir fund- irnir voru vel sóttir, á þeim fyrri 70 manns en þeim síðari 100. Árshátíð var 26. október að Hverfisgötu 105. Rœðumaður kvöldsins var Sigurður Steinþórsson og veislustjóri Jón Sveinsson. Formaður skemmtinefndar er Gylfi Gunnarsson. 94

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.