Jökull - 01.11.1998, Side 38
afgangi við skipulagningu og voru tilviljanakenndar
(N.N., 1831; Barr, 1985).
Einn fyrsti vísir að fjölþjóðlegu samstarfi jarðvís-
indamanna varð til snemma á nítjándu öld, þegar Þjóð-
verjinn Alexander von Humboldt og aðrir komu á fót
tengslum milli segulmælingastöðva. Þetta samstarf var
meðal annars virkjað við rannsóknir Gaimard-leiðang-
ursins á Islandi, því að þá voru gerðar samtíma segul-
sviðsmælingar hér og í Evrópu (Reich, 1836). A
ýmsum öðrum sviðum jarðvísinda gekk hinsvegar
hægar að koma á slíku samstarfi (Corby, 1982), enda
óhægt um vik meðan fjarskiptatækni var frumstæð.
G. Neumayer forstjóri þýsku hafrannsóknastofnun-
arinnar stakk upp á því í erindi 1874, að föstum jarð-
eðlisfræði-rannsóknastöðvum yrði komið upp á heim-
skautasvæðunum (Heidke, 1932). Carl Weyprecht for-
ingi í austurrísk-ungverska sjóhemum viðraði svipaðar
hugmyndir á tveim ráðstefnum árið 1875. Hann hafði
m.a. tekið þátt í leiðangrinum sem fann Franz Jósefs-
land norðan Síberíu, en sannfærðist þá um að rekstur
skipulegs mælingastarfs og náin alþjóðleg samvinna
væru bráðnauðsynleg til að ná árangri við skilning á
hnattrænum ferlum. Við veðurspár og veðurfarsrann-
sóknir sem og könnun hafstrauma, norðurljósa og jarð-
segulsviðsins, kæmu reglubundnar mælingar (For-
schungswarten) að meira gagni en stakir leiðangrar
(Forschungsfahrten).
HEIMSKAUTAÁRIÐ 1882-83 OG
ÁRANGUR AF ÞVÍ
Hugmyndir Weyprechts fengu góðar undirtektir, og
er ekki að orðlengja að haldin var fjölþjóðleg heimskauta-
ráðstefna í Hamborg á árinu 1879. Sérstök heimskauta-
nefnd vísindamanna skipulagði síðan margþætt sam-
ræmd mælingaverkefni, sem framkvæma átti á tíma-
bilinu l.ág. 1882 til 31. ág. 1883 (N.N., 1882). Vorutólf
fastar mælistöðvar dreifðar yfir norðurheimskautssvæðið
og tvær á Suðurskautslandinu. Stöð var á Jan Mayen, en
engin á Islandi; hinsvegar má geta þess, að Sophus
Tromholt sem sá um viðbótarstöð í Noregi til norðurljósa-
athugana þennan vetur, hélt þeim áfram á Islandi
ARRTIS
VIERTELJ AHRSSCHRIFT DER INTER-
NATIONALEN GESELLSCHAFT ZUR ERFOR-
SCHUNG DER ARKTIS MIT LUFTFAHRZEUGEN
UNTER MITWIRKUNG VON LOUIS A. BAUER-WASHING-
TON, LEONID BREITFUSS-BERLIN, E. VON DRY-
GALSKI-MÚNCHEN, E. VAN EVERDINGEN- UTRECHT,
L. GAÍN-PARIS, P. S. MERCANTON-LAUSANNE, HUGH
R. MILL-LONDON,. O. NORDENSKJÖLD-GÖTEBORGf,
R. SAMOILÖVITCH-LENINGRAD, VILHJALMUR
STÉFANSSON-NEW YORK, H. U. SVERDRUP-BERGEN,
I. TOLMACHOFF-PITTSB U RGH (PA.), A. WEGENER-GRAZ
HERAUSGEGEBEN VON
FRIDTJOF NANSEN
Mynd 2. Hinn almenni áhugi vísindamanna á flugferðum yfir heimskautasvæðin og rannsóknum þar sést vel á titilsíðu þessa
tímarits, sem kom út 1928-31.
- The list of distinguished scientists collaborating in the publication ofthis journal (1928-31) reflects a growing interest in
Arctic travel and research.
36
JOKULL, No. 46, 1998