Jökull

Tölublað

Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 54

Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 54
sem byggð var 1911). Skammt þar fyrir austan mun jökullinn þá hafa legið fram undir eða fram á fremstu öldur, og mun svo hafa verið alllengi eftir það. Frá Kvískerjum að sjá bar Esjufjallarönd - og þar með fremsta tanga hennar hátt upp yfir aurana fram eftir árum, þar sem hún teygði sig út á sandinn. Frá bænum á Kvískerjum mun þó hábrún Borgarhafnar- fjalls og Hestgerðishnútu hafa sést bera yfir röndina, a.m.k. frá því skömmu eftir aldamótin að sögn, og eitthvað fram á annan tug aldarinnar. Það mun hafa verið eitthvað fyrir 1920 sem röndin hækkaði svo að hún skyggði alveg á fjallið, og svo var það með vissu 1925. Og þótt jökultanginn sjálfur væri lægri en rönd- in nokkru ofar, var hann engu að síður ójafn og hólótt- ur, einnig séður úr fjarlægð. 1929 var hann orðinn nokkru sléttari og farinn að lækka, nema helst fremst. Sáust þá aftur frá Kvískerjum efstu brúnir Borgar- hafnarfjalls bera yfir röndina. Um 1940 var röndin mjög farin að styttast og lækka frammi á sandinum, og áratug síðar var lítið orðið eftir af þeim hluta hennar, sem mest bar á frá bænum að sjá á fyrstu áratugum aldarinnar. [Árið 1926 var reist sæluhús á Nýgræðum, nokkru austar en hið fyrra, um 2 km vestur frá Jökulsá. Lá jök- ullinn þá allnærri fremstu öldum þar upp af nema að beint uppaf sæluhúsinu var allstórt lón norðan við öld- umar. Austan við það lá jökullinn fram á fremstu öldur austur að Jökulsá. Þetta lón minnkaði til 1937 og var þá orðið lítið, en fór þá að stækka, uns það náði framrás í Jökulsárlón bak við öldumar og tæmdist að mestu.] Um Jökulsá náði jökullinn hins vegar enn fram á öldumar 1929-30, og var dálítill gangur í honum þar næstu árin, sem náði þó skammt vestur fyrir útfall ár- innar, enda mun þá hvergi annars staðar hafa verið vart við framskrið í Breiðamerkurjökli, sem mun fremur hafa hopað. Þetta framskrið náði hámarki 1933, er jökullinn gekk lítið eitt fram yfir hábrún aldanna báðum megin við núverandi farveg Jökulsár, þó einkum austan við, án þess þó að bylta öldunum vemlega um. Eru þessar fremstu öldur, sem nú má sjá beggja vegna Jökulsár því að mestum hluta mun eldri, líklega frá 1907-9, en með vissu eldri en frá 1926-27. Samkvæmt nýrri kortum af Breiðamerkursandi munu þessar öldur nokkru framar en jökuljaðarinn 1903 (miðað við næstu þríhymingsmerki) og hefur því jökullinn skriðið þama dálítið fram síðan 1903, eða að því er virðist allt að 130 m, og orðið kyrrstæður um skeið. Eftir 1933 fór jökullinn mjög að hörfa og 1934-5 fór að myndast lón bak við öldumar, lítið í fyrstu, en fór ört stækkandi eftir 1937. Fram að þeim tíma var alloft farið með hesta yfir jökulinn, oft nokkuð langan veg. Jökulsá rann fram í tveimur álum frá jökli og var sá vestari allmiklu meiri, en um nokkur ár hélst allgóður jökulvegur eftir jökulröndinni fram með lóninu yfir hann. 1932 var því fenginn bátur á eystri álinn og mæst við hann, en hestar sundlagðir ef með þá var farið. 1938 hafði lónið stækkað mikið og varð þá ófært að komast á jökulinn nema að fara þvert yfir röndina og langt upp á jökul. Því var fenginn bátur á þann ál líka, en farið inn á lóninu. Við eystri álinn hafði einnig myndast lón, en jökullinn var mjög sprunginn upp af því og varð að fara langa leið til að komast fyrir þann klasa svo að yfir þann ál var ekki farið á jökli. En þó lónin stækkuðu ört hélst jökulhaft fram í ölduna milli þeirra fram til 1944, en eftir það var ferjað á lóninu yfir báða álana þar til sá eystri þornaði. Nokkrar dýptarmælingar vom gerðar í Jökulsár- lóni 1951 og næstu árin. Mesta dýpi sem þar mældist til 1970 var 110 m mælt 1958, um það bil 2 km NV af útfalli Jökulsár úr lóninu. Mestur hluti lónsins var þó grynnri (80-100 m). Síðan hefur breskur leiðangur mælt 150 m dýpi á bletti norðaustan til (Boulton og félagar, 1982). Þar sem nú er Jökulsárlón, hefur jökullinn grafið sig mun dýpra niður en annars staðar hefur komið í Ijós á sandinum, þar sem jökull hefur farið yfir. Spyrja mætti hversu langt hefði jökullinn skriðið fram þama hefði sú ekki orðið raunin. Frá Esjufjallarönd að Fjallsjökli A þessum kafla breyttist jökullinn lengi mjög lítið frá því sem sýnt er á kortinu 1904 (Nprlund 1944), þar til eftir 1920, mun þó heldur hafa hopað en mjög hægt, en mun örar eftir það. Þó töldu Hofsmenn, sem árlega smöluðu Breiðamerkurfjall, að 1929 hefði jökullinn mikið minnkað framan við fjallið. Er Sigurði Bjömssyni, sem þá fór með þeim til að vama því að sauðir rynnu á jökulinn fyrr en smölun væri lokið, minnisstætt að þeir töluðu um að ekki yrði langur jökulvegur í fjallið eftir 20 ár ef hann héldi áfram að minnka eins næstu 20 ár. 52 JOKULL, No. 46, 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.11.1998)
https://timarit.is/issue/387314

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.11.1998)

Aðgerðir: