Jökull


Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 75

Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 75
mælingar segja ekki alla söguna, en mega ekki gleymast þótt nýjar aðferðir uppgötvist við afkomu- mælingar. Greini sporðamælingar á við aðrar niðurstöður um afkomu jökuls eru minnstar líkur á að sporðurinn gefi villandi mynd. Framhlaup Tungnaárjökuls. Arið 1955 var byrjað að mæla sporð Tungnaárjökuls á vegum Jöklarannsóknafélagsins og hefur ekki fallið niður mæling þar eitt einasta ár síðan. Kunnugt var að jökuljaðarinn gekk hraustlega fram 1945-46 en frá því að mælingar félagsins hófust hefur þar einungis mælst hop þar til síðast liðið ár. Raunvísindastofnun Háskól- ans hefur fylgst með skriðhraða jökulsins síðan 1985.1 upphafi þeirra mælinga reyndist jökullinn skríða mjög hægt, raunar svo hægt að hann gat ekki skilað því sem þurfti ofan af hájöklinum niður til leysingar. Arið 1990 urðu menn varir við smá sprungur uppi á jöklinum sem þóttu merki um að hann væri að herða á sér. Þegar frá leið þótti sýnt að gangurinn myndi skila sér fram í jaðarinn veturinn 1994-95. Haustið 1994 mældist að jaðarinn hafði hörfað um 17 m, en þá var jökullinn allur orðinn hrikalega bólginn og sprunginn, enda hljóp hann fram næstu mánuðina á eftir og síðast liðið haust hafði hann náð 1175 m framar en árið á undan. Frá því jökullinn gekk síðast fram í stríðslok hafði hann hopað um 3 km og verður því að áætla að hann hafi rýmað nokkuð í heildina á þeim tíma sem leið milli framhlaupa. FUNDIR Að afloknum aðalfundarstörfum 28. febrúar sýndi Ragnar Th. Sigurðsson myndir frá jöklaferðum og framhlaupsjöklum, en Ari Trausti skýrði myndimar og sagði frá tilurð þeirra. Á vorfundi félagsins 25. apríl flutti Magnús Már Magnússon snjóflóðafræðingur fyrirlestur um snjóflóð og Jón Gunnar Egilsson tækni- fræðingur sýndi myndir af snjóflóðum. Haustfundur félagsins var haldinn 7. nóvember í sýningarsal Ferðafélags íslands, Mörkinni 6. Haukur Tómasson jarðfræðingur flutti erindi um Kötluhlaupið 1918. Ragnar Th. Sigurðsson og Ástvaldur Guðmunds- son sýndu myndir úr síðustu vorferð. ÚTGÁFA JÖKULS í ágúst kom út 43. árgangur Jökuls, 88 síður að stærð. Ritstjórar voru Helgi Bjömsson, Leó Kristjáns- son og Bryndís Brandsdóttir. Byndís sá jafnframt um umbrot á heftinu félaginu að kostnaðarlausu. Eins og fram kom á síðasta aðalfundi hafa verið til- nefndir ritstjórar að einstökum heftum, sem fjalla um valin efni. Freyr Þórarinsson ritstýrir hefti um jarðskorpu Islands, Tómas Jóhannesson um jökla- breytingar og Bryndís Brandsdóttir og Áslaug Geirs- dóttir um Kötlu. Nú er verið að vinna að útgáfu 44. árgangs, en borist hefur nægt aðsent efni í það hefti. Ritstjóri þess heftis er Áslaug Geirsdóttir. Vonir standa til að auk þessa heftis náist að koma út hefti um jarðskorpu Islands eða jöklabreytingar á þessu ári. FRÉTTABRÉF Oddur Sigurðsson, ritari félagsins, annaðist útgáfu Fréttabréfsins og kom það reglulega út. SKOÐUNARFERÐ AÐ TUNGNAÁRJÖKLI Vegna framhlaups Tungnaárjökuls efndi félagið til skoðunarferðar að Tungnaárjökli dagana 24. og 25. júní. Um 40 manns tóku þátt í ferðinni. Farið var í 5-6 klst. göngu inn með Jökulgrindum til að komast í snertingu við jökuljaðarinn. Veður var hið besta og var farið um Veiðivötn í bakaleiðinni. Fararstjóri var Helgi Björnsson. HAUSTFERÐ Haustferð félagsins í Jökulheima var dagana 15,- 17. september. Fyrri hluta laugardags var gengið inn með Jökulgrindum að Jökulkróki í Innri Tungnaár- botnum. Þar kom í Ijós djúpur farvegur með myndar- legum fossum sem skorist hafði niður í ölduna framan við jökuljaðarinn. Fyrir ofan hafði tæmst lón með fyrr- greindum afleiðingum. Seinnihluta dags var ekið inn Bláfjallaslóðina sem liggur að Sylgjujökli. Á sunnu- deginum var komið við í Veiðivötnum og Gjánni í JÖKULL, No. 46, 1998 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.