Jökull


Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 74

Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 74
krónur. Það er nokkuð ljóst að á næstu árum mun verða erfíðleikum bundið að sækja meira fé í ríkissjóð. Aðrir tekjustofnar svo sem félagsgjöld, skálagjöld og sala á tímaritinu Jökli erlendis hafa á síðustu árum staðið meir og meir undir rekstri félagsins og koma til með að gera það á næstu árum. RANNSÓKNIR Rannsóknir á vegum félagsins s.l. ár beindust eins og undanfarin ár að Grímsvötnum og mælingum á jöklabreytingum. Arleg rcinnsóknaferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul var farin dagana 9. til 16. júní. Ferðatilhög- un var í þetta sinn nokkuð önnur en áður því nú var farið austur um sveitir og frá Skálafellsjökli í Gríms- vötn. Einnig má telja til tíðinda að enginn snjóbfll var með í för, farið var á 7 jeppum og 5 vélsleðum. Þátttak- endur voru 21, en þar af fóru 3 til byggða á þriðju- deginum 13. júní. Fararstjóri í ferðinni var Magnús Tumi Guðmundsson. Unnið var að eftirtöldum verk- efnum: 1. Vatnsborð Grímsvatna mældist 1442 m y. s. þann 14. júní. Hafði vatnsborðið risið uml5-17 metra á einu ári og vantaði um 8 metra á að það hafi náð sömu hæð og fyrir hlaupið 1991. Ef að líkum lætur má búast við Grímsvatnahlaupi í vetur eða vor. 2. Vetrarákoman var mæld á borstaðnum á miðri íshellu Grímsvatna. Arlagið reyndist 4,71 m þykkt og vatnsgildi þess 2550 mm sem er nærri meðallagi. 3. Ekið var um Grímsvötn með GPS GIS tæki og mæld nokkur samfelld hæðarsnið. Verða þau notuð til að gera kort af yfirborði íshellunnar en það breytist með hækkandi vatnshæð. 4. A Grímsfjalli var komið fyrir nýrri sjálvirkri veðurstöð. Mælir hún hita- og rakastig, vind- hraða og vindstefnu auk sólgeislunar yfir sum- armánuðina. Er stöðin sömu gerðar og sú sem verið hefur á Brúarjökli í sumar og fyrrasumar á vegum Landsvirkjunar. 5. Vegna jarðskjálftamælinga á Vatnajökli á veg- um Raunvísindastofnunar og erlendra aðila var steypt undirstaða fyrir skjálftamæli við vestur- gafl gamla skálans. 6. Vetrarákoman var mæld á sléttunni milli Hvannadalshnjúks og Hnappa. Boruð var 10,8 m djúp hola og reyndist árlagið 10,2 m og vatnsgildi þess 5750 mm. Er þetta dálitlu minna en mælst hefur á þessum stað undanfarin tvö ár. Sett var niður stika til að fylgjast með sumarafkomunni. 7. Vitjað var um stikur sem settar voru upp á Brúarjökli, Dyngjujökli og Köldukvíslarjökli í byrjun maí af Landsvirkjun og Raunvísinda- stofnun. Voru þær staðsettar með GPS tækjum og verða staðsetningamar notaðar til að reikna skriðhraða jöklanna. 8. Vitjað var um veðurstöðvar Landsvirkjunar á Brúarjökli og Skálafellsjökli og lesið af þeim. Ferðin tókst með ágætum og sýndi að hægt er að fara í vorferðir í Grímsvötn án atbeina snjóbfla. Hinu er ekki að leyna að reynt var að haga skipulagningu ferðarinnar með hliðsjón af takmarkaðri flutningsgetu. Eldsneytisbirgðir á Grímsfjalli voru kláraðar að mestu. Erfitt mundi hafa reynst að ljúka öllum verkefnum leiðangursins hefði birgðanna ekki notið við enda færi á jöklinum þungt lengst af. Engin þung rannsóknartæki eins og íssjá, jarðskjálftamælar eða bræðslubor voru með að þessu sinni. Augljóst er að snjóbfl þarf til flutn- inga þegar farið verður í vorferð með slík tæki. Mælingar á jökulsporðum Mælingar á jökulsporðum er eitt af megin rann- sóknaverkefnum félagsins og hefur það verið unnið undir stjóm Odds Sigurðssonar undanfarin ár. Á árinu var mælt framskrið og hop á um 45 jökulsporðum víðs- vegar um land. Sú vinna er ólaunað sjálfboðastarf, en félagið greiðir styrk vegna eldsneytiskostnaðar. Að undanfömu hefur verið bætt við mælistöðum við Kötlujökul og Grímslandsjökul á Flateyjardalsheiði. Teknar hafa verið að nýju upp mælingar við Bægis- árjökul og nokkra jökla í Suðursveit og Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu sem legið hafa niðri um árabil. Víða úti í heimi fækkar þeim óðum sem vilja standa fyrir langtíma verkefnum sem þessu. Staða jaðars margra jökla er sönnust lýsing á afkomu þeirra og er vandfundin aðferð sem tekur fram mælingu með mál- bandi hvað kostnað og nákvæmni varðar. Þessar 72 JOKULL, No. 46, 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.