Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 62
jaðarurðum þeirra og einkum á það við fram af
Kvíárjökli milli Kambanna. Með tilliti til þessa mun
mega telja líkur til að stórgrýti þetta við Kvíárjökul
muni að nokkru (e.t.v. miklu) leyti vera frá þessu tíma-
bili, eða ekki löngu síðar.
GRÓÐUR Á JÖKLI
I Esjufjallarönd var gróðurtorfa, eða öllu réttar smá
torfur þétt saman, spölkom frá jökuljaðrinum hér um
bil upp frá miðjum Nýgræðum. Þarna var grjótjökull en
gmnnt á ísinn. Ekki er vitað með vissu hve lengi þessi
gróður hefur verið þama, eða hvenær fyrst hefur orðið
vart við hann, en stærst mun torfan hafa orðið og heilleg-
ust á árunum 1910-1920, og þá notuð til beitar á sumr-
um. Grasið var hávaxið og gróskumikið og grænkaði
snemma, enda notið áburðar frá svartbak, sem verpti
þar, en nægur raki úr jöklinum. Þama var skýlt og lá
vel við sól. Röndin var mjög há um miðju og óslétt.
Torfan var sunnan eða suðvestan í röndinni og því í
skjóli fyrir norðanátt, sem raunar gætir lítið á þessu
svæði þó hún sé oft hvöss vestar á sandinum. Austan-
áttar gætir lítið á þessum slóðum, þó henni fylgi oft
mikil rigning. Líklega hafa torfumar oftast verið innan
við 100 m á lengd og nokkm mjórri, þýfðar mjög eða
ójafnar á yfirborði og svo sem að líkum lætur breyting-
um háðar, ekki aðeins hvað lögun snerti, heldur og stærð
og legu. Héldust þær þó alllengi, enda mun svartbakur-
inn hafa átt sinn þátt í að græða þær upp á ný er einhver
hluti þeirra byltist um.
Er jökullinn fór að skríða fram á þessu svæði fyrir og
um 1929, fóru torfumar að tætast í sundur og hurfu
síðan er lónið fór að myndast við jökuljaðarinn. Gróð-
urinn var fábreyttur, aðaltegundin mun hafa verið fjalla-
sveifgras, en fleiri puntgrös munu hafa fundist þar,
einnig helluhnoðri og skammkrækill.
Þess má geta að 1933 var smá torfa (mun hafa verið
á annan fermetra) skammt framan við Esjufjöll á
röndinni.
HELSTU RIT SEM STUÐST ER VIÐ
Ahlmann, H. W. og Sigurður Þórarinsson. 1943. Vatnajökull.
Scientific results of the Swedish-Icelandic investigations
1936-37-38. Stockholm, ESSELTE.
Árni Magnússon. 1955. Chorographica Islandica. Safn til
sögu Islands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju.
Annar flokkur 1.2. Reykjavík, Hið íslenska bókmennta-
félag.
Bjöm Pálsson. 1953. Eg man þá tíð. Ileima er bezt, janúar
hefti.
Boulton, G. S., P. W. V. Harris og J. Jarvis. 1982. Stratigraphy
and stmcture of a coastal sediment wedge of glacial ori-
gin inferred from sparker measurements in glacial Lake
Jökulsárlón in southeastem Iceland. Jökull, 32,37-47.
Eggert Olafsson. 1981. Ferðabók Eggerts Olafssonar og
Bjarni Pálsson, um ferðir þeirra á Islandi árin 1752-
1757. Steindór Steindórsson íslenskaði. Bókaútgáfan Öm
og Örlygur hf.
Finnur Jónsson. 1914. Tvö heimildarit um byggð í Öræfum. I
Afmœlisrit til dr. phil. Kr. Kahmds bókavarðar við safn
Arna Magnússonar 19. ágúst 1914, bls. 34-47. Kaup-
mannahöfn, Hið íslenska fræðafélag.
Flosi Bjömsson. 1957. Gengið á Öræfajökul í slóð Sveins
Pálssonar. Jökull, 7, 37-39.
Flosi Bjömsson. 1965. Varða Sveins Pálssonar. Jökull, 15,
bls. 121.
Flosi Bjömsson. 1975. Varða Sveins Pálssonar í Kvískerja-
föllum. Arbók Hins ísl. fornleifafélags 1974,143-146.
Guðmundur G. Bárðarson. 1934. Islands Gletscher. Beitrdge
zur Kenntnis der Gletscherbewegungen und Schwankun-
gen auf Grund alter Quellenschriften und neuester
Forschung. Reykjavík, Vísindafélag Islendinga (Societas
Scientamm Islandica), XVIII.
Guttormur Sigbjamarson. 1970. On the recession of Vatna-
jökull. Jökull, 20,50-61.
Háskólinn í Glasgow. 1965. Kort af Breiðamerkurjökli í mæ-
likvarða 1:15.000. Department of Geography.
Henderson E. 1957. Ferðabók: frásagnir um ferðalög um
þvert og endilangt Island árin 1814 og 1815 með vetur-
setu í Reykjavík. Reykjavík, Snæbjöm Jónsson.
Holland E. T. 1862. Peaks, passes, and glaciers: being excur-
sions by members ofthe Alpine Chtb. London.
Howell, F. W. W. 1893. Icelandic pictures. London, The Re-
ligious Tract Society.
Isleifur Einarsson. 1918. Skrá frá 1712 um eyddar jarðir í
Öræfum. Blanda I. Reykjavík.
Lister, H. 1953. Report on glaciology at Breiðamerkurjökull
1951. Jökull, 3,23-31.
Nprlund, N. E. 1944. Islands Kortlœgning. En historiskfrem-
60
JOKULL, No. 46, 1998