Jökull


Jökull - 01.11.1998, Síða 43

Jökull - 01.11.1998, Síða 43
Cour vildi þó ekki láta deigan síga: hann skrifaði þann 18. maí, að Danir og Svisslendingar muni koma stöðinni á Snæfellsjökli upp og fjármagna hana, smíði húss sé langt komin og búið að kaupa vistir fyrir tvo menn í 13 mánuði. Þorkell kynnti sér notkun segulmæla í Kaup- mannahöfn um vorið (eins og margir aðrir sem ætluðu að nota þessi dönsku tæki) og fékk styrk úr Menn- ingarsjóði til starfrækslu þeirra í Reykjavík á heim- skautaárinu. Hann fékk síðan senda segulmæla frá la Cour og auk þess litrófssjá til norðurljósaathugana; Nippoldt (1933) nefnir að Þjóðverjar láti gera norður- ljósarannsóknir á Islandi, og er þar e.t.v. um sama tæki að ræða. Um þetta leyti sendu tuttugu veðurathugunar- stöðvar á íslandi skeyti til Veðurstofunnar, flestar tvisvar á dag. í grein eftir Jón Eyþórsson (1932) kemur fram að brýn þörf sé á bættu loftskeytasam- bandi Veðurstofunnar við skip og útlönd til að bæta nákvæmni veðurspáa. Þeir erlendu aðilar sem skipu- lögðu leiðangurinn á Snæfellsjökul, voru líklega mest að vonast til að geta aukið almenna þekkingu á veður- fræðilegum þáttum og á dreifingu útvarpsbylgja, en þeir hafa haft minni áhuga á hagnýtum vandamálum eins og þessu, þótt aðkallandi væri. LEIÐANGUR 7'IL ÍSLANDS - STÖÐ VIÐ SNÆFELLSJÖKUL KOMIÐ UPP Hinn 6. ágúst 1932 lagði leiðangur upp frá Kaup- mannahöfn með m/s Dronning Alexandrine. Einn leið- angursmanna, J. Egedal veðurfræðingur, átti að setja upp segulmælingastöðina í Reykjavík, en hinir að búa vetrarlangt „paa Toppen af Snefjeldet Jpkull i over 1300 Meters H0jde“ eins og Ekstrabladet orðar það í frétt af verkefninu. Þeir voru Poul Fritz la Cour, sonur Dans la Cour, dr. Th. Zingg veður- og jarðfræðingur frá Sviss, P.-L. Mercanton sem fyrr var nefndur, og Daninn P.J. Jensen loftskeytamaður (Mynd 3a). La Cour sem var þá nýorðinn tæknifræðingur, átti að stýra húsbyggingunni, en Zingg síðan mælingunum sjálf- um. Farangurinn vóg 8 smálestir. Við komu til Reykjavíkur var honum umskipað yfir í m/s Esju og hann svo selfluttur í land í Ólafsvík hinn 16. ágúst. Þegar leiðangursmenn höfðu fengið þar inni með gistingu og eini vörubíll staðarins komið farangrinum í hús, var farið að huga að staðsetningu stöðvarinnar. Leigðir voru menn með 10 hesta (Mynd 3b) til að flytja búnaðinn upp að jöklinum, en rigningar töfðu það verk. Varð fljótlega ljóst, að óvinnandi vegur yrði að reisa stöðina á jöklinum sjálfum svo síðla sumars, enda var hann bæði sprunginn og sleipur neðantil. Var því ákveðið að hafa hana rétt austan eða norðaustan við jökulröndina á hálsinum milli Ólafsvíkur og Arnar- stapa, í 820 m hæð (Mynd 4). Með miklu harðfylgi tókst að reisa húsið þar þann 7. september, og um það leyti hvarf prófessor Mercanton aftur til Sviss. Þá var enn eftir að flytja margt upp eftir, m.a. rafstöð; nokkrir kraftamenn úr Ólafsvík skiptust á að bera stærsta stykkið úr henni alla leið. Hinar ýmsu mælingar hófust smátt og smátt síðari hluta septembermánaðar, og Jensen náði sambandi við útlönd með stuttbylgju- senditækjum sínum hinn 2. október (Zingg, 1941). RANNSÓKNIRNAR UM VETURINN 1932-33 Meðan á flutningunum upp að jökli stóð, gaf sig á tal við leiðangursmenn ungur sjómaður úr Ólafsvík, Matti Ó. Ásbjömsson. Hann var þeim síðan til aðstoð- N Mynd 6. Vindstefnur á Snæfellsjökli 1932-33, úrZingg (1941) - Rose diagram ofwind directions. JÖKULL, No. 46, 1998 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.