Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.11.1998, Qupperneq 40

Jökull - 01.11.1998, Qupperneq 40
tímann. Aðrir álitu jökulbungu Grænlands valda miklu um veðurfar norðurslóða, og voru því m.a. gerðar rann- sóknir á háloftavindum með loftbelgjum á Grænlandi og íslandi 1909 (de Quervain, 1913). Tilgátur voru uppi um að kuldaköst í Evrópu stöfuðu af „íitrásum" kalds lofts (Kálteausbriiche) frá heimskautssvæðinu, suður eftir Grænlandssundi og víðar (Exner, 1924; Georgi, 1928, 1932; Dannmeyer og Georgi, 1932, o.fl.). Alfred Wegener og Johannes Georgi við þýsku hafrannsóknastofnunina höfðu gert ýmsar rannsóknir á Islandi og Grænlandi til að kanna þetta, m.a. merkar athuganir á háloftavindum á Islandi sumrin 1926-27 (sjá Leó Kristjánsson, 1987); Georgi (1928, bls. 96) taldi þörf á að gera mun ítarlegri sam- tíma-veðurmælingar á Grænlandsjökli og Islandi í heilt ár. Um rannsóknir þeirra á Grænlandi til 1931 má m.a. lesa í ævisögu Wegeners (Schwarzbach, 1980). FLUGMÁL A þriðja áratugnum voru veðurathuganir á Norður- Atlantshafi og Islandi einnig orðnar mjög mikilvægar vegna áætlana um flug yfir hafið. Þýsk farskip hófu þar reglubundnar mælingar háloftavinda með loft- belgjum 1922 (sjá Heidke, 1932) og rannsóknaskip sigldu eftir flugleiðum loftskipa til Vesturheims (Seilkopf, 1928). Flogið var til íslands í fyrsta sinn 1924, og var „norður-leiðinni“ veitt sívaxandi athygli eftir það (Mynd 2). Til marks um mikinn áhuga á þessu svæði undir lok áratugarins má til dæmis nefna, að þýska hafrannsóknaskipið „Meteor“ var við mæl- ingar vestur og suðvestur af íslandi sumrin 1928-30 (sjá Georgi, 1930; Schulz, 1934). Minnast má einnig komu þýskra flugvéla og loftskips til landsins 1929- 31 (sjá Soltau, 1930; Baumann, 1933; o.fl.), og Georgi (1928) hafði stungið upp á að flutningar til og frá rannsóknastöð á Grænlandsjökli gætu farið fram héðan með loftskipi. Bretar sendu leiðangur með tvær flugvélar til Austur-Grænlands sumarið 1930 til rannsókna í heilt ár vegna fyrirhugaðra fastra flugferða til Kanada, sjá t.d. frásagnir í Arktis 4, 32-34,1931 og í Gerlands Beitrage 47, 229-230, 1936. Um þróun flugsamgangna og stjórnmál tengd henni er nánar fjallað m.a. í 1.-3. bindi „Annála íslenzkra flugmála" eftir Amgrím Sigurðsson, svo og í ritum Þórs White- head um millistríðsárin. UNDIRBÚNINGUR ALÞJÓÐA- HEIMSKAUTAÁRSINS 1932-33 J. Georgi mun hafa fyrstur manna lagt fram hug- myndir um nýtt heimskautaár í tilefni fimmtíu ára afmælis hins fyrsta, í stjórn þýsku hafrannsóknastofn- unarinnar haustið 1927. H. Dominik aðmíráll, forseti stofnunarinnar, kynnti þær síðan ötullega á alþjóða- vettvangi. Á árinu 1929 samþykkti alþjóða-veður- fræðistofnunin (IMO) formlega að efna til nýs heim- skautaárs 1932-33, og nefnd um þetta verkefni tók til starfa. Formaður hennar var danski eðlisfræðingurinn Dan B. la Cour, sem hafði ungur tekið þátt í norður- ljósaleiðangri Adams Paulsens til Akureyrar um alda- mótin (sjá Leó Kristjánsson, 1986) og var nú orðinn forstjóri dönsku veðurstofunnar. Luku menn miklu lofsorði á frábært starf hans við undirbúning heim- skautaársins (t.d. Patton, 1932). A.m.k. 44 þjóðir áttu formlega aðild að heimskautaárinu (Heidke, 1932; Laursen, 1982), þar af stóðu um 33 að einhverjum mælingum (Patton, 1932) og 20 settu upp nýjar stöðv- ar eða gerðu út leiðangra (Fleming, 1933). Skipulegt átak í segul- og rafmælingum fór fram á rúmlega 60 eldri stöðvum og tæplega 40 nýjar tíma- bundnar stöðvar störfuðu heimskautaárið, sem stóð í 13 mánuði frá 1. ág. 1932 (frá 1. jan. 1933 á Suðurskauts- landinu). í raun var „heimskauta“-nafnið vart viðeig- andi í þetta sinn, því að stöðvarnar hundrað voru dreifðar á allar breiddargráður frá 80°N til 61°S, og innan við 20 þeirra lágu norðan heimskautsbaugsins. I nágrenni íslands ráku Hollendingar rannsóknastöð í Angmagssalik á heimskautaárinu, Frakkar við Scores- bysund, Þjóðverjar á SV-Grænlandi (frá árslokum 1932), Austurríkismenn á Jan Mayen, Svíar á Sval- barða og Bretar í Tromsö. Vert er að minna á, að kreppu- ástand í alþjóðafjármálum stóð sem hæst um þessar mundir, og höfðu sér í lagi Þjóðverjar lítið svigrúm til framkvæmda vegna efnahagsöngþveitis. Aðstaða til reksturs mælistöðva hafði breyst veru- lega frá því 1882-83. Meðal annars gátu flestallar stöðvanna, þótt afskekktar væru, nú verið í síma- eða loftskeytasambandi við umheiminn. Tækjakostur hafði stórbatnað, var sjálfvirkari en áður (Nippoldt, 1933) og þoldi betur kulda. Áherslur í rannsóknum höfðu sömuleiðis verið að breytast, ekki síst vegna þeirrar miklu og hröðu upplýsingaöflunar um veður sem 38 JOKULL, No. 46, 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.