Jökull


Jökull - 01.11.1998, Page 40

Jökull - 01.11.1998, Page 40
tímann. Aðrir álitu jökulbungu Grænlands valda miklu um veðurfar norðurslóða, og voru því m.a. gerðar rann- sóknir á háloftavindum með loftbelgjum á Grænlandi og íslandi 1909 (de Quervain, 1913). Tilgátur voru uppi um að kuldaköst í Evrópu stöfuðu af „íitrásum" kalds lofts (Kálteausbriiche) frá heimskautssvæðinu, suður eftir Grænlandssundi og víðar (Exner, 1924; Georgi, 1928, 1932; Dannmeyer og Georgi, 1932, o.fl.). Alfred Wegener og Johannes Georgi við þýsku hafrannsóknastofnunina höfðu gert ýmsar rannsóknir á Islandi og Grænlandi til að kanna þetta, m.a. merkar athuganir á háloftavindum á Islandi sumrin 1926-27 (sjá Leó Kristjánsson, 1987); Georgi (1928, bls. 96) taldi þörf á að gera mun ítarlegri sam- tíma-veðurmælingar á Grænlandsjökli og Islandi í heilt ár. Um rannsóknir þeirra á Grænlandi til 1931 má m.a. lesa í ævisögu Wegeners (Schwarzbach, 1980). FLUGMÁL A þriðja áratugnum voru veðurathuganir á Norður- Atlantshafi og Islandi einnig orðnar mjög mikilvægar vegna áætlana um flug yfir hafið. Þýsk farskip hófu þar reglubundnar mælingar háloftavinda með loft- belgjum 1922 (sjá Heidke, 1932) og rannsóknaskip sigldu eftir flugleiðum loftskipa til Vesturheims (Seilkopf, 1928). Flogið var til íslands í fyrsta sinn 1924, og var „norður-leiðinni“ veitt sívaxandi athygli eftir það (Mynd 2). Til marks um mikinn áhuga á þessu svæði undir lok áratugarins má til dæmis nefna, að þýska hafrannsóknaskipið „Meteor“ var við mæl- ingar vestur og suðvestur af íslandi sumrin 1928-30 (sjá Georgi, 1930; Schulz, 1934). Minnast má einnig komu þýskra flugvéla og loftskips til landsins 1929- 31 (sjá Soltau, 1930; Baumann, 1933; o.fl.), og Georgi (1928) hafði stungið upp á að flutningar til og frá rannsóknastöð á Grænlandsjökli gætu farið fram héðan með loftskipi. Bretar sendu leiðangur með tvær flugvélar til Austur-Grænlands sumarið 1930 til rannsókna í heilt ár vegna fyrirhugaðra fastra flugferða til Kanada, sjá t.d. frásagnir í Arktis 4, 32-34,1931 og í Gerlands Beitrage 47, 229-230, 1936. Um þróun flugsamgangna og stjórnmál tengd henni er nánar fjallað m.a. í 1.-3. bindi „Annála íslenzkra flugmála" eftir Amgrím Sigurðsson, svo og í ritum Þórs White- head um millistríðsárin. UNDIRBÚNINGUR ALÞJÓÐA- HEIMSKAUTAÁRSINS 1932-33 J. Georgi mun hafa fyrstur manna lagt fram hug- myndir um nýtt heimskautaár í tilefni fimmtíu ára afmælis hins fyrsta, í stjórn þýsku hafrannsóknastofn- unarinnar haustið 1927. H. Dominik aðmíráll, forseti stofnunarinnar, kynnti þær síðan ötullega á alþjóða- vettvangi. Á árinu 1929 samþykkti alþjóða-veður- fræðistofnunin (IMO) formlega að efna til nýs heim- skautaárs 1932-33, og nefnd um þetta verkefni tók til starfa. Formaður hennar var danski eðlisfræðingurinn Dan B. la Cour, sem hafði ungur tekið þátt í norður- ljósaleiðangri Adams Paulsens til Akureyrar um alda- mótin (sjá Leó Kristjánsson, 1986) og var nú orðinn forstjóri dönsku veðurstofunnar. Luku menn miklu lofsorði á frábært starf hans við undirbúning heim- skautaársins (t.d. Patton, 1932). A.m.k. 44 þjóðir áttu formlega aðild að heimskautaárinu (Heidke, 1932; Laursen, 1982), þar af stóðu um 33 að einhverjum mælingum (Patton, 1932) og 20 settu upp nýjar stöðv- ar eða gerðu út leiðangra (Fleming, 1933). Skipulegt átak í segul- og rafmælingum fór fram á rúmlega 60 eldri stöðvum og tæplega 40 nýjar tíma- bundnar stöðvar störfuðu heimskautaárið, sem stóð í 13 mánuði frá 1. ág. 1932 (frá 1. jan. 1933 á Suðurskauts- landinu). í raun var „heimskauta“-nafnið vart viðeig- andi í þetta sinn, því að stöðvarnar hundrað voru dreifðar á allar breiddargráður frá 80°N til 61°S, og innan við 20 þeirra lágu norðan heimskautsbaugsins. I nágrenni íslands ráku Hollendingar rannsóknastöð í Angmagssalik á heimskautaárinu, Frakkar við Scores- bysund, Þjóðverjar á SV-Grænlandi (frá árslokum 1932), Austurríkismenn á Jan Mayen, Svíar á Sval- barða og Bretar í Tromsö. Vert er að minna á, að kreppu- ástand í alþjóðafjármálum stóð sem hæst um þessar mundir, og höfðu sér í lagi Þjóðverjar lítið svigrúm til framkvæmda vegna efnahagsöngþveitis. Aðstaða til reksturs mælistöðva hafði breyst veru- lega frá því 1882-83. Meðal annars gátu flestallar stöðvanna, þótt afskekktar væru, nú verið í síma- eða loftskeytasambandi við umheiminn. Tækjakostur hafði stórbatnað, var sjálfvirkari en áður (Nippoldt, 1933) og þoldi betur kulda. Áherslur í rannsóknum höfðu sömuleiðis verið að breytast, ekki síst vegna þeirrar miklu og hröðu upplýsingaöflunar um veður sem 38 JOKULL, No. 46, 1998

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.