Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 55
Á þessu svæði minnkaði jökullinn nokkuð ört meðan
hann seig fram við Jökulsá.
I vikinu, þar sem Fjalls- og Breiðamerkurjöklar
mættust fram undan Breiðamerkurfjalli, svonefndum
Króki, lá jökullinn enn fram á fremstu öldumar um
1893-4, líkt og hann hafði gert um 1880. Spottakomi
austar lá jökuljaðarinn lítið eitt innan við fremstu öld-
umar, víst nokkum veginn kyrrstæður.
Hálfdanaralda heitir hæsta aldan í fremstu öldu-
röðinni fram undan Máfabyggðaröndinni. Hún er
kennd við Hálfdan Jónsson frá Smyrlabjörgum, sem
dmkknaði í lóni er var bak við ölduna, sumarið 1903 er
hann var á máfsungaveiðum. (Ártalið er ekki rétt í
Jökli 1951, né í skýringum við Ferðabók Þorvaldar
Thoroddsens, 2. útg., 1959). Lón þetta var lítið um-
máls, 5 m djúpt, en að því náði jökullinn. Sumarið
1909 rann Breiðá þar austur um og fyllti það upp,
ásamt fleiri smá lónurn austar bak við öldurnar.
Nokkru austar, eða um hálfum km austur af farvegi
Nýgræðnakvísla var jökuljaðarinn þetta ár (1909)
rúma 300 m frá ystu ölduröðinni, (á öldu ofan við
breiða sléttu, að því er þá þótti).
Þess skal getið í sambandi við hæð jökulbrúnarinn-
ar, að frá veginum eins og hann er sýndur á kortinu
1903-4 (Nprlund 1944), sáust Máfabyggðir vel frá
Breiðáraurum, en Esjufjöll hinsvegar ekki, né frá Ný-
græðum og ekki heldur frá fjömnni út af Nýgræðum.
Þau munu hafa farið að sjást austast frá Nýgræðum um
1936-7, og frá Jökulsá 1940.
Ekki mun víða vera vitað um nákvæm mið á hæð
skriðjökla frá því um aldamót og jafnvel ekki frá fyrri
hluta þessarar aldar. Eins og kemur fram hér að
framan, var jökullinn það hár framan við Esjufjöll
fyrstu áratugi þessarar aldar að þau sáust ekki af sand-
inum vestan Jökulsár. Ástæða er þó til að ætla að
jökullinn hafi verið enn hærri austan fjallanna, og hafa
ICE CONES ON THE BREITHAMERKR JÖKULL.
h mynd. Esjufjallarönd á Breiðamerkurjökli (Howell, 1893).
- The medial moraine Esjufjallarönd on the Breiðamerkurjökull outlet glacier.
JÖKULL, No. 46, 1998
53