Jökull


Jökull - 01.11.1998, Síða 46

Jökull - 01.11.1998, Síða 46
Hollendingar komu með tvær tvíþekjur af orustu- vélategund úr fyrra stríði (Mynd 7) til landsins 23. ágúst 1932, og höfðu þær aðstöðu í Vatnsmýrinni. Gerðar voru mælingar á veðri og skýjum úr þessum vélum yfir Reykjavík jafnframt ýmsum athugunum á jörðu niðri, í samvinnu við Veðurstofu Islands. Önnur flugvélin skemmdist talsvert síðla í desember og fleiri frátafir urðu, en flogið var hér til ágústloka 1933. Farið var á loft 330 sinnum á 261 degi til mælinga, m.a. á hita- og rakastigi; náðu mælingamar í allflest skiptin meira en 5 km hæð (Cannegieter, 1933a, 1935; Cannegieter og Bleeker, 1938). Þetta munu hafa verið fyrstu landflugvélarnar sem hér var flogið á öllum árstíðum og stóðu þær sig með prýði þótt sumum virtust þær „litlar og léttar“ að sjá í fyrstu (Arngrímur Sigurðsson, 1974). Sendir voru upp 298 loftbelgir (og var fylgst með einum upp í 21 km hæð), auk 17 útvarpsbelgja. Hollenskt herskip sem hingað kom í maí 1933, sendi einnig upp loftbelgi á leiðinni. Niður- stöðumar veittu margháttaðar upplýsingar um skilyrðin 1 andrúmsloftinu hér, meðal annars um hæð veðra- hvarfanna (Cannegieter, 1933b, 1934; Douglas, 1933; Bleeker, 1936; Penndorf, 1939). Þýska skipið „Meteor“ var við hafrannsóknir (Thiel, 1934) og veðurathuganir norðan og norðaustan við landið síðsumars 1933, ,,....til að fullgera (vervollstandigen) þær syrpur mælinga sem framkvæmdar voru á land- svæðunum 1 kring meðan heimskautaárið stóð yfir“ (Schulz, 1934; Mynd 8) sem er þó líklega ofmælt. í þessari ferð voru m.a. sendir upp sex útvarpsbelgir. EFTIRMÁLI Leiðangrana hingað 1932-33 má telja mikil afrek hvað varðar skipulagningu og alla framkvæmd, við mjög erfiðar aðstæður. Eins og fleiri verkefni annars alþjóða heimskautaársins, urðu þeir eflaust til að auka þekkingu á veðurfræði og vísa veginn til frekari rann- sókna, tækjaþróunar og alþjóðasamstarfs á því sviði. Af þátttakendum í leiðangrinum á Snæfellsjökul kunnum við það að segja, að Poul la Cour vann ýmis verkfræðistörf í Danmörku til 1951, er hann gerðist iðnrekandi. P.-L. Mercanton var um langa hríð forystu- maður í jöklarannsóknum í Sviss og á alþjóðavett- vangi; hann lést 1963. Matti Ásbjörnsson fluttist til Keflavíkur og vann þar lengi sem skósmiður, en síðan sem starfsmaður verktakafyrirtækja. Skemmtilegt viðtal við hann birtist 1 Morgunblaðinu 16. ágúst 1992 í tilefni áttræðisafmælis: þar er frásögn hans af leið- angrinum 1932-33 og myndir. Húsið við Snæfellsjökul var ekki endingargott (e.t.v. að hluta vegna jarðhita undir því), og fauk haustið 1936 (skv. Arbók Ferða- félags íslands 1982) eða veturinn 1937-38 (Mercan- ton, 1941). Skýrsla um leiðangurinn á Snæfellsjökul og niður- stöður hans birtist ekki fyrr en átta árum eftir að honum lauk (Mercanton, 1941; Zingg 1941; Lugeon, 1941) og hefur það sjálfsagt dregið nokkuð úr gildi rannsókn- anna. Ekki er okkur ljóst hvort þær hafi mikið verið nýttar, til dæmis af aðilum í heimsstyrjöldinni. Ur- vinnsla rannsókna af öðrum stöðvum heimskautaársins tafðist einnig af völdum styrjaldarinnar, og sum gögn glötuðust. Dan la Cour lést haustið 1942, en starfi Heimskautaársnefndarinnar var samt haldið gangandi, og átti einna mestan þátt í því Magna Bruun de Neer- gaard í Kaupmannahöfn. Geta má þess að hún giftist manni af íslenskum ættum, Erling syni Jóns Svein- björnssonar konungsritara. Lokaskýrslu um starf nefndarinnar fylgdi mikil skrá um vísindaritsmíðar þær sem út voru þá komnar og byggðu á rannsóknum heimskautaársins (Laursen, 1951). Á 25 ára afmæli Annars alþjóða-heimskautaársins var efnt til nýs stórverkefnis í samstarfi jarðvísinda- manna (Fraser, 1957; N.N., 1957), er nefndist Alþjóða jarðeðlisfræðiárið (International Geophysical Year). Það stóð yfir frá 1. júlí 1957 til ársloka 1958 og er þess kannski helst minnst fyrir það að þá var fyrst skotið upp gervihnetti, nefnilega Sputnik I í október 1957. í þessu samstarfi tóku þátt 67 lönd, og varð það mjög árangursríkt, ekki síst vegna þess að þá voru sólbletta- virkni og segultruflanir með mesta móti. Þorbjörn Sigurgeirsson kom upp segulmælingastöð í Mosfells- sveit á árinu 1957, og hefur hún verið starfrækt sam- fellt síðan. Seinna var efnt til alþjóða-sólkyrrðarárs (IYQS) og margra annarra samstarfsverkefna af svipuðu tagi. Til gamans má að síðustu velta því fyrir sér, hvort leiðangurinn á Snæfellsnes 1932-33 endurómi að ein- hverju leyti í skáldverki Halldórs Laxness, „Kristni- hald undir Jökli“: í þeirri sögu koma fyrir hestaferðir 44 JOKULL, No. 46, 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.