Jökull


Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 81

Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 81
Skýrsla stjórnar JÖRFI1998 rannsóknaferðum á Vatnajökul. Hann kom að jökla- rannsóknum árið 1957 þegarreistur var skáli á Gríms- fjalli, starfaði síðan í ferða- og skálanefnd og var í nær áratug fararstjóri í jöklaferðum. Magnús skipu- lagði leiðangra af mikilli nákvæmni og þekking hans á fjarskiptum kom sér vel þegar eingöngu var unnt að ná sambandi við umheiminn um gömlu Vatnsenda- stöðina. Magnús var fararstjóri í ferðum sem könnuðu Grímsvötn viðjökulhlaupin 1960 og 1965, þegaraflað var gagna sem sýna að þá voru Grímsvötn mun stærri en síðar varð. Frá þeim tíma dró þar úr afli jarðhita uns gaus s. 1. haust. Magnús bar gæfu til að stjóma rannsóknaferðum við þessi þáttaskil í Grímsvötnum og greina frá þeim í tímaritinu Jökli. Kona hans var Hanna Brynjólfsdóttir, ljósmyndari, og var með þeim jafnræði. í Reykjavík vann Magnús mikið að nefnda- og fræðslufundum og skipulagði ýmsar sumarferðir fé- lagsins t. d. gönguferðir í Esjufjöll og hellaskoðunar- ferðir. Hann ferðaðist mikið um allt land, var glögg- ur náttúruskoðandi og kunnugur mörgum þáttum ís- lenskrar náttúru, grösum jafnt sem fuglum, jarðfræði, sögu og örnefnum. Kvikmyndir gerði hann á ferðum sínum, m. a. um jökla og íslenska örninn. Jöklarann- sóknafélagið stendur í mikilli þakkarskuld við þennan frumherja sinn. LOKAORÐ Tímamót eru nú að verða í þessu félagi. Fyrir tveimur árum hvarf úr stjórn Stefán Bjarnason, sem í þrjá ára- tugi hafði manna mest unnið að því að efla félagsanda í okkar röðum. I fyrra fór úr stjórninni Einar Gunn- laugsson, sem unnið hafði feykimikið að skipulags- málum félagsins, m. a. var hann frumkvöðull að frétta- bréfi. Nú hverfur úr stjórn Jón E. Isdal, gjaldkeri, sem unnið hefur þrekvirki fyrir þetta félag með því að afla fjár og virkja félaga til skálabygginga í Kverkfjöllum, í Kirkjubóli í Langjökli, á Goðabungu, í Esjufjöllum og Grímsvötnum. Jón og Erla Engilbertsdóttir, kona hans, héldu af mikilli rausn og gestrisni ár eftir ár uppi vinnubúðum á heimili sínu á Sunnuflöt í Garðabæ, þar sem skálar voru reistir og minningin um þá góðu daga verður þeim ætíð lífsfylling sem að því komu. Þess- um höfðingjum, Erlu og Jóni, á Jöklarannsóknafélag íslands mikið að þakka. En auk alls þessa starfaði Jón af sama skörungsskap og hiklausa áhuga í stjóm fé- lagsins að öllum málefnum þess. Sem formaður leyfi mér að þakka ykkur Jón og Erla fyrir mikil störf fyr- ir Jöklarannsóknafélag Islands. Sem almennur félagi þakka ég ykkur heilindi við mig frá fyrstu kynnum. Um leið og ég sé að baki þremur félögum úr stjóm, sem unnið hafa með mér árum saman að mál- um félagsins, hef ég ákveðið að hverfa einnig úr stjóm þess. Líf áhugamannafélags er að því leyti líkt mann- lífi að báðum er nauðsynlegt að endurnýjast. Þótt fé- lög jafnt sem menn safni eignum og auki þekkingu, sem afhenda má þeim sem við vilja taka á hverjum tíma, nær það ekki til reynslu. Hennar verður hver kynslóð að afla sér og í því felst jafnframt endumýj- unin. Endurnýjun, sem felst í því að átta sig, læra af reynslunni, einnig mistökum því að enginn þroskast án þeirra; en ungt fólk hefur ráð á þeim. Endurnýj- un félags er ekkert öðruvísi en mannlífsins að þessu leyti enda tilgangur þess ekki annar. Ný verkefni bíða hins vegar okkar sem hverfum úr stjórn og forða okk- ur vonandi frá stöðnun hinnar langvinnu reynslu. Við það bind ég vonir og til þess hlakka ég. Mín fyrstu afskipti af þessu félagi voru sumarið 1963 þegar stofnandi þess, Jón Eyþórsson, fékk mig til þess að sinna veðurathugunum sumarlangt í Jök- ulheimum. Fyrir áhrif frá Jóni og Sigurði Þórarins- syni fór ég síðan í nám erlendis og starfaði ekki með félaginu fyrr en eftir 1970. Þá voru jöklaferðir enn þrekvirki, margar jökulár óbrúaðar, engir vegir að jök- uljöðmm, snjóbflar vanmegnugir, leiðsögutæki eng- in nema áttaviti og vegalengdarmælir, ferðabúnaður allur óhentugur, skálar fáir og gista þurfti í tjöldum hvernig sem viðraði. Þá var orðið til tvítugt Jökla- rannsóknafélag íslands. Fólk með ólíkan bakgrunn, en sameiginlegan áhuga á ferðalögum um óbyggðir landsins hafði flykkst í það félag til sjálfboðastarfa að könnun jökla og uppbyggingu skála til þess að auð- velda rannsóknastörf og ferðalög. Þá var einungis far- ið um hálendið á vetrum í brýnustu neyð, leiðangr- ar á jökla í snjóbílum voru langir og fámennir. Þátt- taka í vorferðum Jöklarannsóknafélagsins var nánast eina tækifæri sem almenningi gafst til ferða um jökla. Vísindamenn komust þannig til rannsókna á fáförnum slóðum, en aðrir félagar sáu um flutninga og leystu hin margvíslegu vandamál sem upp komu við ferða- JÖKULL No. 48 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.