Jökull


Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 58

Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 58
Leó Kristjánsson A A’ 1. mynd. Dæmigert Nicol-prisma, um 4 cm langt. í ljósinu sem kemur vinstra megin frá á neðri myndinni, eru sveiflur bæði í stefnur lóðrétt og lárétt (út-inn úr blaðinu). Fyrrnefndu sveiflurnar (e) komast beint í gegn, hinar (o) speglast til hliðar frá límefni í A’C. - Nicolprisni madefrom a crystal oflceland Spar. Light entering from the left is separated into two rays with orthogonal vibrations, one ofwhich is defiected to the side. síðan nefnd „Nicol-prismu“ höfundinum til heiðurs, þótt margskonar ný afbrigði í gerð þeirra kæmu fram síðar. Annað afrek Williams Nicol var að sýna fram á, hvernig slípa mætti svo þunnar sneiðar af ýmsum efn- um sem venjulega eru ógagnsæ, að ljós komist vel gegnum þau. Hann rannsakaði fyrst og fremst sneiðar af trjáviði og steingerðum trjám á þennan hátt. Sneiðar af bergi eins og blágrýti, verða á sama hátt gegnsæjar ef þær eru nógu þunnar, sjá næsta kafla. Silfurberg það sem Nicol notaði, hefur hann hugs- anlega fengið frá G.S. Mackenzie (1780-1848) eða öðrum ferðalöngum til íslands. Vinur Nicols og koll- ega í Edinborg, Alexander Bryson, vann einnig að þróun tækja þar sem Nicol-prismu voru notuð. Hann erfði síðan bæði bergsýni Mackenzies og tæki Nicols. Bryson ferðaðist til Islands 1862 og reit um það stutta ferðasögu. Á árinu 1847 sýndi William Nicol efnilegum skólapilti í Edinborg, að nafni J.C. Maxwell, silfur- bergsprismu sín og gaf honum síðan slík prismu. Maxwell notaði þau til að skrifa merkar vísindagrein- ar um breytingar á ljóseiginleikum efna þegar þau verða fyrir þrýstingi. Hann gerði það svo ekki enda- sleppt í ljósfræðinni, því að 1864 setti hann fyrst fram hina frægu kenningu sína um að ljós sé bylgja í raf- og segulsviði. Henry Clifton Sorby (1826-1908) H.C. Sorby, sem er almennt talinn faðir smásjárberg- fræðinnar (sjá Judd, 1908) bjó í Sheffield á Englandi. Hann hafði erft talsvert fé eftir foreldra sína, þannig að hann gat alla ævi starfað sjálfstætt að eigin áhuga- málum. Eitt þeirra var slípun þunnra bergsneiða og skoðun slíkra sneiða í smásjá. Slípunin var vandasamt verk, sem framkvæma þurfti í mörgum áföngum, en 56 JÖKULL No. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.