Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 82
lög fjarri byggð. Báðir hópar höfðu gagn og gaman
af. Hvergi í heiminum nema á Islandi gat slíkt félag
orðið til eftir miðja 20. öld. I öðrum löndum myndi
fólki aldrei hafa dottið stofnun slíks félags í hug. Þar
var ekkert ókannað land um miðja þessa öld, hvergi
unnt að kveikja brennandi áhuga til samvinnu fólks úr
ýmsum starfsstéttum um landkönnun, rannsóknir og
ferðalög um jökla, fræðslu og útgáfustarf. Ein systur-
stofnun okkar erlendis gæti verið Konunglega breska
landkönnunarfélagið, sem stofnað var á 18. öld. Eg
hef lagt mig fram við starf fyrir Jöklarannsóknafélag-
ið, einkum að ritstjórn og útgáfu Jökuls og með því
að tengja jöklarannsóknir mínar við Háskólann og er-
lendis við þetta félag og kynna þær félögum. Störf
mín og kynni af mörgum góðum jöklafélögum hafa
veitt mér mikla ánægju og þó að ég hverfi nú úr stjórn
er ekki ætlun mín að slíta tengsl við þá góðu félaga
sem ég hef kynnst í jöklaferðum og á félagsfundum.
Með þeim vil ég áfram starfa að ýmumjöklarannsókn-
um, sem ég reyndar hyggst sinna í auknum mæli með-
an færi gefst. Félögum öllum óska ég heilla og þeim
sem taka við stjórn félagsins góðs gengis við störf að
markmiðum þess.
Helgi Björnsson
Horft úr austri yíir Grímsfjall. í forgrunni má sjá sprungur í útfalli Grímsvatna sem mynduðust í stórhlaupinu í
nóvember 1996. Myndin er tekin 19. desember 1998. Aska úr gosmekkinum dreifist til suðausturs, yfir Gríms-
fjall. Ljósm.IPhoto Magnús Tumi Guðmundsson. The Grímsvötn eruption, December 19, 1998. Northwesterly
winds carry the tephra over Grímsfjall, the southern caldera rim.
80 JÖKULL No. 48