Jökull


Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 73

Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 73
byrjun 1958 og hafði mörg merk rannsóknaverkefni á prjónunum. Aðstæður voru þó allar harla erfið- ar miðað við það sem nú er: fátt raunvísindamennt- að fólk í landinu, fjárveitingar og styrkir af skom- um skammti, tækjakostur lítill, gjaldeyrishöft o.s.frv. Fundum þeirra Eggerts V. Briem bar saman á því ári, og varð þeim vel til vina. Eggert V. Briem lagði Eðlisfræðistofnuninni ó- metanlegt lið með rausnarlegum gjöfum, bæði á frum- býlingsárum hennar og eftir að hún varð hluti Raun- vísindastofnunar Háskólans 1966. Samkvæmt skrá Þorbjörns í fómm okkar var þar fyrst að telja vand- aða sveiflusjá (oscilloscope), sem nýttist um árarað- ir við mælingar, tækjasmíð, og viðgerðir. Er hún enn í góðu lagi, og jók Eggert síðar við myndavél til myndatöku af skjá hennar. Þá gaf Eggert sterk- byggða fólksbifreið af Plymouth-gerð, sem hann hafði átt sjálfur, og kom hún að góðu gagni við mæl- ingar og sýnasöfnun stofnunarinnar vítt um land- ið. Þegar Þorbjörn smíðaði nýja tegund segulsviðs- mæla (Móða) og hóf skipulegar mælingar á segul- sviði úr flugvél yfir öllu landinu 1968, bættust við ná- kvæmur tíðnimælir, fjarskiptaritvél (Telex) og sjálf- virkur tölvustrimlagatari, sendi- og móttökutæki, og rafhlöðudrifin sveiflusjá 1972. Rúbidíum sveifluvaki sem Eggert gaf einnig, var undirstaða verulegra endur- bóta (um 1972) á staðsetningar-búnaði fyrir flugmæl- ingarnar. Áhugi Eggerts á afstæðiskenningunni tengdist frekari gjöfum hans til stofnunarinnar á árinu 1971 og síðar, sem vora tækjabúnaður til svonefndra Möss- bauer-mælinga á einni samsætu járns. I þeim búnaði var geislagjafi, mælitæki, fjölrásagreinir, reiknivél og kælibúnaður. Þessi tæki hafa verið notuð til merkra rannsókna á járnsamböndum í bergi og öðrum efn- um við Eðlisfræðistofu stofnunarinnar. Eggert styrkti og fyrstu tilraunir stofunnar með örtölvur og forritun þeirra. Sú reynsla varð undirstaða í þróun rafeinda- voga sem síðan byltu hér starfsháttum í fiskvinnslu og lögðu grundvöll að fyrirtækinu Marel hf. I Heimaeyjargosinu 1973 dvaldist Þorbjörn Sigur- geirsson lengst af úti í Eyjum eins og alþjóð var kunn- ugt, og fann Eggert V. Briem sér þá nýtt áhugamál, sem voru jöklarannsóknir og virkjun jökulfljóta. Rit- aði hann grein í 26. árgang Jökuls, þar sem hann m.a. veltir fyrir sér möguleikum á jarðhitavirkjun í Gríms- vötnum og að auki vatnsaflsvirkjun með 1000 m falli þaðan, sem eyddi hættu á Skeiðarárhlaupum. Endur- speglar hún eins og fyrri greinar hans, bæði frumleg- ar hugmyndir og mikinn áhuga hans á að nýta kosti landsins sem best fyrir þjóðina. Síðan styrkti Eggert mjög rausnarlega rannsóknaverkefni á því sviði við Raunvísindastofnun Háskólans. Meðal annars kostaði hann 1977-79 frumsmíði íssjár til mælinga á þykkt jökulíssins, sem síðan hefur verið notuð til kortlagn- ingar á landslagi undir meginjöklum landsins. Hann kostaði einnig smíði gufubors til djúpborunar í jökla, borun eftir gufu og uppsetningu hitaveitu og rafstöðv- ar af einstæðri gerð á Grímsfjalli í Vatnajökli árið 1982. Smíðaði hann sjálfur hluti í rafstöðina. Sama ár gaf Eggert Raunvísindastofnun öfluga jeppabifreið sem jafnframt varð að miklum notum við aðrar rann- sóknir, ekki síst rekstur víðfeðms nets jarðskjálfta- mæla. Einnig gaf hann Loran-staðsetningartæki fyr- ir bifreiðina, og árið 1979 tvo vélsleða. Eggert lagði einnig fram fé til byggingar sendimasturs á Gríms- fjalli sem komið var upp 1981 til gagnasendinga til Raunvísindastofnunar frá veðurstöð og jarðskjálfta- mæli. Birtist mynd af því í 31. árgangi Jökuls og er Eggert með á myndinni, enda vflaði hann ekki fyrir sér jöklaferðir fram yfir nírætt. Jarðskjálftamælirinn á Grímsfjalli hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki við skjálftavöktun og viðvaranir um upphaf eldgosa og jökulhlaupa í Vatnajökli. Eggert var kjörinn heiðurs- félagi í Jöklarannsóknafélagi íslands árið 1980. Eftir að Eggert flutti heim til íslands alkominn, ár- ið 1975, var hann í yfir tvo áratugi tíður gestur á Raun- vísindastofnun. Þar sökkti hann sér niður í vísindarit og ræddi við menn um nýjungar í fræðunum, rann- sóknaverkefnin, og hugmyndir sínar í vísindunum. Hann var einnig vinsæll þátttakandi í samkomum og sumarferðum starfsfólks stofnunarinnar. Ferðabúnað- ur hans var um margt sérstakur. Tjaldið var lítið, varla mannlengd, hringlaga með einni miðsúlu. Svefnpok- inn hans var þó enn merkilegri, en hann höfðu systur hans gert árið 1921 úr æðardúni og lambsull frá prest- setrinu á Staðarstað. Sá poki fylgdi Eggerti einnig í öllum jöklaferðum hans. Þótti honum betra að sofa í jöklatjaldi á brún Grímsfjalls en í margmenninu í skál- anum. JÖKULLNo. 48 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.