Jökull


Jökull - 01.06.2000, Page 73

Jökull - 01.06.2000, Page 73
byrjun 1958 og hafði mörg merk rannsóknaverkefni á prjónunum. Aðstæður voru þó allar harla erfið- ar miðað við það sem nú er: fátt raunvísindamennt- að fólk í landinu, fjárveitingar og styrkir af skom- um skammti, tækjakostur lítill, gjaldeyrishöft o.s.frv. Fundum þeirra Eggerts V. Briem bar saman á því ári, og varð þeim vel til vina. Eggert V. Briem lagði Eðlisfræðistofnuninni ó- metanlegt lið með rausnarlegum gjöfum, bæði á frum- býlingsárum hennar og eftir að hún varð hluti Raun- vísindastofnunar Háskólans 1966. Samkvæmt skrá Þorbjörns í fómm okkar var þar fyrst að telja vand- aða sveiflusjá (oscilloscope), sem nýttist um árarað- ir við mælingar, tækjasmíð, og viðgerðir. Er hún enn í góðu lagi, og jók Eggert síðar við myndavél til myndatöku af skjá hennar. Þá gaf Eggert sterk- byggða fólksbifreið af Plymouth-gerð, sem hann hafði átt sjálfur, og kom hún að góðu gagni við mæl- ingar og sýnasöfnun stofnunarinnar vítt um land- ið. Þegar Þorbjörn smíðaði nýja tegund segulsviðs- mæla (Móða) og hóf skipulegar mælingar á segul- sviði úr flugvél yfir öllu landinu 1968, bættust við ná- kvæmur tíðnimælir, fjarskiptaritvél (Telex) og sjálf- virkur tölvustrimlagatari, sendi- og móttökutæki, og rafhlöðudrifin sveiflusjá 1972. Rúbidíum sveifluvaki sem Eggert gaf einnig, var undirstaða verulegra endur- bóta (um 1972) á staðsetningar-búnaði fyrir flugmæl- ingarnar. Áhugi Eggerts á afstæðiskenningunni tengdist frekari gjöfum hans til stofnunarinnar á árinu 1971 og síðar, sem vora tækjabúnaður til svonefndra Möss- bauer-mælinga á einni samsætu járns. I þeim búnaði var geislagjafi, mælitæki, fjölrásagreinir, reiknivél og kælibúnaður. Þessi tæki hafa verið notuð til merkra rannsókna á járnsamböndum í bergi og öðrum efn- um við Eðlisfræðistofu stofnunarinnar. Eggert styrkti og fyrstu tilraunir stofunnar með örtölvur og forritun þeirra. Sú reynsla varð undirstaða í þróun rafeinda- voga sem síðan byltu hér starfsháttum í fiskvinnslu og lögðu grundvöll að fyrirtækinu Marel hf. I Heimaeyjargosinu 1973 dvaldist Þorbjörn Sigur- geirsson lengst af úti í Eyjum eins og alþjóð var kunn- ugt, og fann Eggert V. Briem sér þá nýtt áhugamál, sem voru jöklarannsóknir og virkjun jökulfljóta. Rit- aði hann grein í 26. árgang Jökuls, þar sem hann m.a. veltir fyrir sér möguleikum á jarðhitavirkjun í Gríms- vötnum og að auki vatnsaflsvirkjun með 1000 m falli þaðan, sem eyddi hættu á Skeiðarárhlaupum. Endur- speglar hún eins og fyrri greinar hans, bæði frumleg- ar hugmyndir og mikinn áhuga hans á að nýta kosti landsins sem best fyrir þjóðina. Síðan styrkti Eggert mjög rausnarlega rannsóknaverkefni á því sviði við Raunvísindastofnun Háskólans. Meðal annars kostaði hann 1977-79 frumsmíði íssjár til mælinga á þykkt jökulíssins, sem síðan hefur verið notuð til kortlagn- ingar á landslagi undir meginjöklum landsins. Hann kostaði einnig smíði gufubors til djúpborunar í jökla, borun eftir gufu og uppsetningu hitaveitu og rafstöðv- ar af einstæðri gerð á Grímsfjalli í Vatnajökli árið 1982. Smíðaði hann sjálfur hluti í rafstöðina. Sama ár gaf Eggert Raunvísindastofnun öfluga jeppabifreið sem jafnframt varð að miklum notum við aðrar rann- sóknir, ekki síst rekstur víðfeðms nets jarðskjálfta- mæla. Einnig gaf hann Loran-staðsetningartæki fyr- ir bifreiðina, og árið 1979 tvo vélsleða. Eggert lagði einnig fram fé til byggingar sendimasturs á Gríms- fjalli sem komið var upp 1981 til gagnasendinga til Raunvísindastofnunar frá veðurstöð og jarðskjálfta- mæli. Birtist mynd af því í 31. árgangi Jökuls og er Eggert með á myndinni, enda vflaði hann ekki fyrir sér jöklaferðir fram yfir nírætt. Jarðskjálftamælirinn á Grímsfjalli hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki við skjálftavöktun og viðvaranir um upphaf eldgosa og jökulhlaupa í Vatnajökli. Eggert var kjörinn heiðurs- félagi í Jöklarannsóknafélagi íslands árið 1980. Eftir að Eggert flutti heim til íslands alkominn, ár- ið 1975, var hann í yfir tvo áratugi tíður gestur á Raun- vísindastofnun. Þar sökkti hann sér niður í vísindarit og ræddi við menn um nýjungar í fræðunum, rann- sóknaverkefnin, og hugmyndir sínar í vísindunum. Hann var einnig vinsæll þátttakandi í samkomum og sumarferðum starfsfólks stofnunarinnar. Ferðabúnað- ur hans var um margt sérstakur. Tjaldið var lítið, varla mannlengd, hringlaga með einni miðsúlu. Svefnpok- inn hans var þó enn merkilegri, en hann höfðu systur hans gert árið 1921 úr æðardúni og lambsull frá prest- setrinu á Staðarstað. Sá poki fylgdi Eggerti einnig í öllum jöklaferðum hans. Þótti honum betra að sofa í jöklatjaldi á brún Grímsfjalls en í margmenninu í skál- anum. JÖKULLNo. 48 71

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.