Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 79
Skýrsla stjórnar JÖRFI1998
jökla á Franz Jósefslandi. Alls taka jöklafræðingar frá
níu þjóðum þátt í þessu verkefni.
Könnun á afkomu og hreyfingu Vatnajökuls
Á árinu unnu félagar á Raunvísindastofnun og Lands-
virkjun áfram að mælingum á afkomu og hreyfingu
á Vatnajökli, allt frá Tungnaárjökli og Köldukvíslar-
jökli í vestri um Dyngjujökul, Brúarjökul og Eyja-
bakkajökul í norðri, en Breiðamerkurjökul í suðri. Af-
koma Vatnajökuls var hörmuleg vegna þess að saman
lögðust lítil snjókoma og mikil leysing. Safnsvæðið
var aðeins um 30-40% af flatarmáli jökulsins í stað
60% í meðalári og hjarnmörk um 200 m ofar en venja
er. Sé þetta það sem koma skal hverfur Vatnajök-
ull fyrir lok næstu aldar og Jöklarannsóknafélag ís-
lands myndi í auknum mæli beita sér á næstu ára-
tugum að könnun lands sem kemur undan jökli. Bæta
þyrfti örnefnanefnd við félagið. Stöðugt yrði erfiðara
að fara um jöklana vegna sprungna þar sem brydda fer
á fjallstoppum og jökulárnar yrðu enn varasamari en
nú er.
Könnun á Langjökli
Dagana 5. til 24. apríl var gerður rannsóknaleiðang-
ur á vegum Raunvísindastofnunar, Landsvirkjunar og
Hitaveitu Reykjavíkur á Langjökul til þess að kanna
landslag undir honum svo að unnt væri að gera kort af
yfirborði hans og botni og afmarka einstök vatnasvið.
Þar með tókst að ljúka kortagerð af öllum stórjöklum
landsins tuttugu árum eftir að frumgerð íssjárinnar var
smíðuð.
Rannsóknirnar á Lagngjökli vorur liður í viða-
miklum rannsóknum á aðrennsli grunnvatns til Þing-
vallavatns, Sogsvirkjana og Hengilsins. Jafnframt var
mæld afkoma og hreyfing jökulsins og á þessu ári er
fyrirhugað framhald á því verki.
Samtímis því að unnið var að íssjármælingum var
borað í Baldjökul undir stjórn Þorsteins Þorsteinsson-
ar, jöklafræðings sem dvaldist hálft ár við Raunvís-
indastofnun í leyfi frá störfum við Stofnun Alfreds
Wegeners í Þýskalandi. Landsvirkjun, Vísindasjóður
og Jöklarannsóknafélagið auk Raunvísindastofnunar
studdu þetta verk. Komst borinn niður á 70 m og er nú
unnið að könnun á borkjarnanum. Síðar er stefnt að
frekari djúpborun á Vatnajökli til þess að kanna ösku-
lög, afkomu jökulsins og kristalgerð hans.
Afkoma Hofsjökuls
Félagar á Orkustofnun, undir forystu Odds Sigurðs-
sonar, unnu að mælingum á afkomu Hofsjökuls með
svipuðu sniði og nokkur undanfarin ár.
FUNDIR
Að loknum aðalfundarstörfum 27. febrúar sýndi Helgi
Björnsson ýmsar myndir frá jöklum en á vorfundi
6. apríl flutti Guðrún Larsen erindi um gjóskulög í
Vatnajökli og gossögu eldstöðva undir jöklinum frá
því land byggðist. Rannsóknir á öskulögum í Vatna-
jökli, undir forystu Guðrúnar Larsen, hafa aukið vitn-
eskju um sögu gosa í Vatnajökli og um aldur íss í jökl-
inum. Þá sýndu Magnús Tumi Guðmundsson og Odd-
ur Sigurðsson myndir af Snæfellsnesi vegna væntan-
legrar sumarferðar félagsins um þær slóðir.
Á haustfundi 28. október flutti Þorsteinn Þor-
steinsson, jöklafræðingur, erindi sem hann nefndi Vítt
og breitt um Grænlandsjökul. Þar greindi hann frá
meginniðurstöðum djúpborunar á hæsta kolli Græn-
landsjökuls um loftslag veðurfar allt frá síðustu ís-
öld, sagði frá rannsóknaleiðöngrum um norðurhluta
Grænlandsjökuls sumurin 1993-1995 og tilgangi og
upphafi annarrar djúpborunar þar sumarið 1996. Sem
kunnugt er hafa nokkrir íslendingar tekið þátt í þessu
starfi. Þá greindi hann frá ýmsum rannsóknum á skrið-
jöklum Grænlands og sýndi myndir frá Bröttuhlíð í
suðri til Station Nord í norðri. Að kaffihléi loknu sýndi
Ástvaldur Guðmundsson myndir frá vorferð félagsins
1997 urn umbrotasvæðið á Vatnajökli.
ÚTGÁFA JÖKULS
Jökull kom ekki út á árinu en nú í vor hillir und-
ir útgáfu 45. árgangs. í þessu riti, sem Tómas Jó-
hannesson ritstýrir, verður greint frá jöklabreytingum
frá því reglubundnar sporðamælingar hófust á þriðja
áratug þessarar aldar, ferðum á Vatnajökul allt frá
landnámstíð og sagt frá mælingum á afkomu Vatna-
jökuls á fyrrihluta þessa áratugar. Þá vinnur Bryn-
dís Brandsdóttir ötullega að ritstjórn 46. árgangs, sem
flytur greinar um Kötlu. Loks vinnur Helgi Torfason
að öflun efnis um umbrotin í Vatnajökli og Gríms-
vatnahlaupið haustið 1996.
JÖKULL No. 48 77