Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 80
Helgi Björnsson
FRÉTTABRÉF
Oddur Sigurðsson, ritari félagsins, annaðist útgáfu
Fréttabréfsins sem flutti ítarlegar frásagnir af starfi fé-
lagsins og atburðum í jöklum.
SKÁLAMÁL OG HÚSNÆÐI í
REYKJAVÍK
Skálar félagsins í Jökulheimum, Grímsfjalli og Esju-
fjöllum eru í mjög góðu lagi. Reyndar þarf að laga úti-
hurð og forstofu gamla skálans á Grímsfjalli og æski-
legt væri að hólfa af helming hans fyrir rannsókna-
stofu. I stóra skálanum þarf að laga forstofugólf og
hindra þakleka. Enn er rætt er um að bæta aðstöðu
á Grímsfjalli, leggja hitavatnslögn í stóra húsið, end-
urbæta frárennsli frá sturtu og salemisaðstöðu. Mála
þarf geymslur í Jökulheimum og endurbæta tengingar
við olíutanka, en frekari endurbætur bíða þess að fært
verði upp Tungnaárjökul og tekjur af skálum aukist.
I Kverkfjöllum þarf að bera á gólf og mála að utan
og smíða pall fyrir framan skálann svo að for ber-
ist ekki inn á gólf og skemmi það meir en orðið er.
Astand skálans í Goðahnúkum er ekki talið fullnægj-
andi og bera þarf á hann, þétta glugga og hurð. Félagar
í Hjálparsveit skáta í Reykjavík munu hafa tekið skál-
ann að Kirkjubóli í fóstur, en hann er talinn í góðu
lagi.
Húsnæðismál félagsins í Reykjavík eru nú í sama
lagi og fyrr í húsi Ferðafélags Islands. Þar leigjum við
fundarherbergi á efstu hæð og í kjallarageymslu eru
birgðir okkar af Jökli og ýmis gömul skjöl félagsins.
Auk þess höfum við aðgang að 60 manna sal með eld-
húsi í risi hússins. Alexander Ingimarsson er fulltrúi
félagsins í húsnefnd og eru félagar sem hafa áhuga á
að nýta sér húsnæði þar hvattir til þess að hafa sam-
band við hann.
BÍLAMÁL OG FARARTÆKI
Snemma á árinu 1997 var ráðist í að kaupa jöklajeppa,
Dodge Ram af árgerð 1990 og reyndist hann vel í
vorferð, bæði til fólks- og tækjaflutninga. Fyrirhug-
aðar eru enn frekari endurbætur á bílnum, að setja
á hann pallhús, farangursgeymslu, ljóskastara, útvarp
og bæta við olíutank. Enn er unnið að því að finna var-
anlegt geymsluhúsnæði fyrir bílinn í Reykjavík. Bfla-
mál félagsins eru nú talin í góðu lagi og stefnt er að
því að það losi sig við snjóbflana, Bombann og Jaka.
Loks vil ég geta þess að nefnd skipuð af stjórn félags-
ins gerði tillögur um notkun bflsins, sem síðan hefur
verið unnið eftir. Nokkrar tekjur hafði félagið á árinu
af bflnum með því að leigja hann til rannsóknaferða á
vegum Raunvísindastofnunar og Landsvirkjunar.
SUMARFERÐ
I framhaldi af fræðslufundi 29. apríl um Snæfellsnes
og Snæfellsjökul var efnt til skoðunarferðar umhverfis
jökulinn helgina 5-6. júlí. Fararstjóri var Haukur Jó-
hannesson, jarðfræðingur og núverandi forseti Ferða-
félags Islands, og fræddi hann 30 þátttakendur mikið
um nesið og jökulinn. Hallsteinn Haraldsson, bóndi í
Gröf, sem mælt hefur Hyrningsjökul í nær aldarfjórð-
ung, fylgdi hópnum upp á Jökulháls og fræddi hann
um sporðamælingar. Finnur Pálsson skipulagði ferð-
ina. Haustferðin í Jökulheima féll niður vegna lítillar
þátttöku.
STIKUFERÐ í JÖKULHEIMA
Um miðjan ágúst fóru 30 félagar inn í Jökulheima til
þess að lagfæra vegstikur. Einnig voru settir upp olíu-
tankar í báðum skálum í Jökulheimum.
ÁRSHÁTÍÐ
Arshátíð var haldin laugardag 16. nóvember. Að þessu
sinni sáu Bryndís Brandsdóttir, Jósef Hólmjárn, Garð-
ar Briem, Astvaldur Guðmundsson, Finnur Pálsson og
Þórdís Högnadóttir um undirbúning hátíðarinnar og
stjórnin þakkar þeim mjög vel unnin störf. Árshátíðin
hófst í nýjum húsakynnum jarðeðlisfræðistofu Raun-
vísindastofnunar í Haga og fór vel fram allt til loka.
MINNIN G ARORÐ
Á árinu 1997 lést Magnús Jóhannsson, 85 ára, einn
þeirra áhugamanna sem lögðu grundvöll að starfi
Jöklarannsóknafélags Island, stofnfélagi þess og heið-
ursfélagi. Magnús átti mikinn þátt í að skapa einstak-
an félagsanda meðal vísindamanna og áhugamanna
um jöklarannsóknir og leggja grunn að reglubundnum
78 JÖKULL No. 48