Jökull


Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 87

Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 87
Vorferð JORFI1998 Magnús Tumi Guðmundsson Raunvísindastofnun Háskólans, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík Vatnajökull er ekki samur og var fyrir gosið í Gjálp fyrir tæpum tveimur árum. Stór sprungin sigdæld, þakin ösku er enn á milli Grímsvatna og Bárðar- bungu. Frá sigdældinni liggur drag niður til Gríms- vatna og þar er íshellan nú sprungin og varasöm yfir- ferðar. Meðfram austanverðu Grímsfjalli liggur kröpp og sprungin rás þar sem farvegur jökulhlaupsins mikla lá niður undir Skeiðarárjökul. Jökullinn vinnur nú að því að lækna þessi sár og þau ferli sem eiga sér stað, ísskrið, jarðhiti, vatnsrennsli og fl. eiga sér ekki hlið- stæðu á síðari áratugum. Því er það að Jöklarann- sóknafélagið hefur staðið að mjög umfangsmiklum vorferðum, bæði í fyrra og nú í ár til að gefa vísinda- mönnum sem best tækifæri á að rannsaka afleiðingar goss og hlaups. Vorferðin stóð í 13 daga og var tvískipt. I fyrri hópnum voru 24 en 23 í þeim síðari. Nokkrir voru allan tímann og heildarfjöldi þátttakenda 37. Farar- stjóri var Magnús Tumi Guðmundsson en Sjöfn Sig- steinsdóttir og Þóra Karlsdóttir sáu um innkaup og birgðahald á mat. Farartæki voru snjóbíll Landsvirkj- unar, jeppar og vélsleðar. Föstudaginn 5. júní lagði leiðangurinn af stað úr Reykjavrk. Fyrstu nóttina var gist í Jöklaseli við Skálafellsjökul. Næsta dag var flutningi, mæli- tækjum, nesti, farangri og eldsneyti, umstaflað og end- urpakkað. Eins og oftast var það talsvert stúss og bras. Að lokum lagði lestin af stað upp jökulinn: Snjóbíll, fjórir jeppar og sex vélsleðar. Eftir nokkurra klukku- stunda ferð kom hópurinn á Grímsfjall. Þoka var, en að öðru leyti sæmilegasta veður. Næsta dag var veður orðið bjart og hélst svo að mestu ferðina á enda. Urðu því engar frátafir vegna veðurs sem kom sér vel enda verkefnin ærin. 1 Gjálp 8. júní. Myndin er tekin í gosgjánni, nokkur hundruð metrum sunnan við gíginn. Yfirbyggði sleð- inn hýsir íssjána. RANNSÓKNIR Viðamestu verkefnin tengdust umbrotunum í Vatna- jökli haustið 1996. Þeirra stærst var borun á þremur holum niður á botn jökulsins við Grímsvötn með heitavatnsbor. Við það verk unnu jafnan 3-5 manns og fleiri undir lokin þegar vaktir voru, einkum við að moka snjó í tunnu þar sem snjórinn var bræddur. Vatnið var síðan hitað og því dælt ofaní holuna til að bræða bornum leið niður gegnum ísinn. Var bræðslut- unnan æði þurftafrek og fékk viðurnefnið Gípa eftir söguhetjunni í ævintýrinu. Með þessum hætti var boruð 320 m djúp hola á milli Grímsvatnaskarðs og Grímsvatna og önnur hola í gegnum 280 m þykka ís- helluna á borstaðnum. í báðum holum var þrýstiskynj- urum komið fyrir á botni jökulsins og skrá þeir nú vatnshæð Grímsvatna og vatnsþrýsting við botninn á þröskuldinum. Vonast er til að þessar mælingar varpi nýju ljósi á eðli hlaupa úr Grímsvötnum. Þá voru JÖKULL No. 48 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.