Jökull


Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 65

Jökull - 01.06.2000, Blaðsíða 65
Jöklabreytingar 1930-1960, 1960-1990 og 1996-1997 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík YFIRLIT -— Sumarið 1997 var í hlýrra lagi um allt land og vetrarúrkoma lítil á jöklum rétt eins og árið á undan. Þegar þettafer saman segir þaðfljótt til sín við jökulsporðana. Margir þeir, sem á annað borð bregðast jafnt og þétt við breytingum á afkomu, en hafa ekki eðli framhlaupsjökla, hafa þegar hopað. Haldi afkoma jöklanna áfram að rýrna verða þeirflestir farnir að hopa innan eins til tveggja ára. Jöklamœlingamenn vitjuðu 43 staða við jökulsporða haustið 1997. Unnt reyndist að mæla á 38 stöðum og hafði jaðarinn hopað á 25 þeirra, gengið fram á 8, en staðið í stað á 3. A tveimur stöðum vantaði fyrri viðmiðun. Afþeim jöklum, sem ekki eru framhlaupsjöklar hopuðu 11 en 5 skriðu fram. A Virkisjökli varð að gangafrá án þess að mælt yrði vegna þess að aur huldi jökulsporðinn. Gamall snjór lá yflr sporði Snœfellsjökuls á Jökulhálsi, og einnig kom snjór í veg fyrir mœlingu á Gljúfurárjökli og Langjökli í Jökulkróki. Mikill gangur var enn í Drangajökli, nú mest ofan í Kaldalón þar sem sporðurinn gekkfram milli 600 og 700 m. Er þetta framhlaup orðið fjórfalt lengra en varð á árunum 1936-1940 er jökullinn gekk síðastfram. AFKOMUMÆLIN GAR Tölur um afkomu nokkurra jökla samkvæmt mæling- um Orkustofnunar og Raunvísindastofnunar Háskóla íslands eru í töflu 1 (Helgi Björnsson og fl., 1993, 1995a, 1995b og 1997; Oddur Sigurðsson, 1989,1991 og 1993; Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson 1998). Til samanburðar eru einnig í töflunni samsvar- andi tölur fyrri ára. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Drangajökull Indriði á Skjaldfönn lýsir framgangi Kaldalónsjökuls svo: „Kverkin er sneisafull af kargsprungnu, hrynj- andi jökulstáli sem er komið vel fram fyrir það sem ég tel að Kverkin hafi byrjað. Þar uppi á brúninni Lóns- eyrarmegin á Jökulholtunum veltur jökullinn líka ut- ar og utar fram af, yfir allnokkuð gróið land. Innri- Einangursá sem kemur í Mórillu um 2-3 km frá jökli var með skollit, en hefur verið hrein bergvatnsá nú lengi. Verulegur hluti Mórillu kom í sumar og haust fram undan jöklinum Armúla megin í tveimur kvísl- um, vatnsmiklum og dökkmórauðum með grjótkasti, en þarna hefur í nær tvo áratugi aðeins verið um lítil- fjörlegt bergvatnsseytl að ræða. Jafnframt þessu færist sprungusvæði og gangur í jökulsporðinum nær og nær Votubjörgum sunnan Lónbotnsins. Það verður að segjast að þegar maður hefur alist upp með hopandi jökulsporði og hafði líka lesið í bók Sigurjóns Rist Vatns er þörf „Hann er á hröðu und- anhaldi... Spurningin er: Lifir Drangajökull af næstu öld? “ þá kemur það hátterni hans að ganga fram með þessum ofstopa mér mjög í opna skjöldu. Arferði var með miklum ágætum, mest útsynning- ur hér vetrarmánuðina, stóð því upp á hlíðar og snjóa- kistustaði í Skjaldfannardal og fannir orðnar litlar í haust, enda var þær að leysa til októberloka. Skjald- fönn þó 3-4 m þá, þar sem hún var þykkust. Vorið var gott og áfallalaust, nógur spretturaki, kal nokkurt en greri að mestu, enda gróðrartíð dæmafá júlí og ágúst og heyfengur aldrei meiri, nær tvöfald- ur miðað við meðalár. Grasvöxtur í úthaga feykilegur og dilkar hér eftir því eða 20,6 kg að meðaltali. Berja- spretta þó heldur sein og misjöfn og krækiber ekki teljandi. Haustið einstaklega gott en votviðrasamt.“ JÖKULL No. 48 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.