Jökull


Jökull - 01.06.2000, Side 58

Jökull - 01.06.2000, Side 58
Leó Kristjánsson A A’ 1. mynd. Dæmigert Nicol-prisma, um 4 cm langt. í ljósinu sem kemur vinstra megin frá á neðri myndinni, eru sveiflur bæði í stefnur lóðrétt og lárétt (út-inn úr blaðinu). Fyrrnefndu sveiflurnar (e) komast beint í gegn, hinar (o) speglast til hliðar frá límefni í A’C. - Nicolprisni madefrom a crystal oflceland Spar. Light entering from the left is separated into two rays with orthogonal vibrations, one ofwhich is defiected to the side. síðan nefnd „Nicol-prismu“ höfundinum til heiðurs, þótt margskonar ný afbrigði í gerð þeirra kæmu fram síðar. Annað afrek Williams Nicol var að sýna fram á, hvernig slípa mætti svo þunnar sneiðar af ýmsum efn- um sem venjulega eru ógagnsæ, að ljós komist vel gegnum þau. Hann rannsakaði fyrst og fremst sneiðar af trjáviði og steingerðum trjám á þennan hátt. Sneiðar af bergi eins og blágrýti, verða á sama hátt gegnsæjar ef þær eru nógu þunnar, sjá næsta kafla. Silfurberg það sem Nicol notaði, hefur hann hugs- anlega fengið frá G.S. Mackenzie (1780-1848) eða öðrum ferðalöngum til íslands. Vinur Nicols og koll- ega í Edinborg, Alexander Bryson, vann einnig að þróun tækja þar sem Nicol-prismu voru notuð. Hann erfði síðan bæði bergsýni Mackenzies og tæki Nicols. Bryson ferðaðist til Islands 1862 og reit um það stutta ferðasögu. Á árinu 1847 sýndi William Nicol efnilegum skólapilti í Edinborg, að nafni J.C. Maxwell, silfur- bergsprismu sín og gaf honum síðan slík prismu. Maxwell notaði þau til að skrifa merkar vísindagrein- ar um breytingar á ljóseiginleikum efna þegar þau verða fyrir þrýstingi. Hann gerði það svo ekki enda- sleppt í ljósfræðinni, því að 1864 setti hann fyrst fram hina frægu kenningu sína um að ljós sé bylgja í raf- og segulsviði. Henry Clifton Sorby (1826-1908) H.C. Sorby, sem er almennt talinn faðir smásjárberg- fræðinnar (sjá Judd, 1908) bjó í Sheffield á Englandi. Hann hafði erft talsvert fé eftir foreldra sína, þannig að hann gat alla ævi starfað sjálfstætt að eigin áhuga- málum. Eitt þeirra var slípun þunnra bergsneiða og skoðun slíkra sneiða í smásjá. Slípunin var vandasamt verk, sem framkvæma þurfti í mörgum áföngum, en 56 JÖKULL No. 48

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.