Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 15
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 Fréttir 15 landi, er leyfishafi í öllum leyfunum fyrir hönd norska ríkisins. Norska stórþingið tók ákvörðun um þátt- töku í olíuleit á svæðinu 18. desem- ber 2012. Sú ákvörðun er í samræmi við samning milli Íslands og Noregs frá 1981, og viðbótarbókun í nóv- ember árið 2008 við sama samning, um landgrunnið á svæðinu milli Ís- lands og Jan Mayen. Auk norskra yf- irvalda koma Faroe Petroleum Norge AS, Íslenskt kolvetnis ehf., Ithaca Petroleum ehf. [áður Valiant Petr- oleum ehf.], Kolvetni ehf., CNOOC International Ltd. og Eykon Energy ehf. að sérleyfum vegna hugsanlegr- ar olíuvinnslu. Mæðir á Landhelgisgæslunni Verulega mæðir á Landhelgisgæsl- unni vegna leitar, rannsókna og vinnslu á olíu við Íslandsstrendur. Starfssvæði Landhelgisgæslunar er feikilega stórt og þekur hafið um- hverfis Ísland, þ.e. innsævið, land- helgina, efnahagslögsöguna og land- grunnið, auk úthafsins samkvæmt reglum þjóðaréttar. Landhelgis- gæslunni ber að hafa eftirlit á þessu svæði. Þá má benda á að leitar- og björgunarsvæði Íslands er 1,9 millj- ónir ferkílómetrar. Bæði olíuvinnslan og rannsókn- irnar auka á verkefni gæslunn- ar og álag. Það gerist á sama tíma og Landhelgisgæslan hefur tekið á sig mikinn niðurskurð undanfarin ár. Þannig hefur gæslan, samhliða auknum verkefnum, þurft að skera niður starfsemi sína um 40 prósent, samkvæmt árskýrslu gæslunnar. Þá hefur gæslan mætt minni fjárfram- lögum með auknum verkefnum er- lendis og er nú svo komið að útleiga og verktaka í verkefnum erlendis er mikilvæg tekjulind fyrir stofnunina. Það leiðir hins vegar til þess að nokk- ur hluti mannafla og tækja er ekki við störf hér á landi. Mengunarvarnir Árið 2007 setti Landhelgisgæslan saman minnisblað um verkefni og ábyrgð vegna leitar, rannsókna og vinnslu olíu og gass við Jan Mayen. Meðal hlutverka gæslunnar eru mengunarvarnir vegna olíuvinnsl- unnar en á þeim tíma sem minnis- blaðið er ritað var ekkert skipa gæsl- unnar búið mengunarvarnarbúnaði. Árið 2011 var gæslunni afhent varð- skipið Þór sem er búið meng- unarvarnarbúnaði, svo sem olíu- varnargirðingu og olíuskilju. Búast má við aukinni umferð skipa á Drekasvæðinu vegna vinnslu og raunar hefur umferðin aukist eitt- hvað undanfarin ár vegna leitar og rannsókna. Því fylgja óneitanlega auknar líkur á björgunarþörf. Þá fer gæslan með hlutverk þegar kem- ur að sjómælingum og kortagerð. Að auki sinnir Landhelgisgæslan rekstri tilkynningaskyldu um varnir gegn mengun hafs og stranda. Lög- um samkvæmt ber eigendum skipa, skipstjórnarmönnum eða rekstrar- aðilum vinnu- og borpalla á hafi úti að tilkynna stjórnstöð Landhelgis- gæslu Íslands um alla losun, varp Stjórnsýslan er fjarri því að vera undirbúin n Ekki tilbúin fyrir olíuvinnslu, segir í umsögn umhverfisráðuneytis n Mikið álag á Landhelgisgæsluna og mengun sem lögin ná til innan mengunarlögsögu Íslands. „Markmiðið með framangreind- um tilkynningum er fyrst og fremst að Landhelgisgæslan geti brugðist við með skjótari hætti ef mengunar- slys eða önnur slys verða í lögsögunni og hafi yfirsýn yfir þá umferð sem henni ber að hafa eftirlit með. Ef viða- mikil rannsóknarstarfsemi og jafn- vel vinnsla kolvetnis fer fram í meng- unarlögsögu Íslands verður skipa- og flugumferð á svæðinu að öllum lík- indum meiri en nú. Það kallar á auk- ið eftirlit,“ segir í minnisblaði gæsl- unnar. Sjúkraflug og læknaþjónusta Landhelgisgæslan telur ljóst að ef olíu- og gasvinnsla verður viða- mikil á svæðinu verði til staðar heilbrigðisþjónuta fyrir starfsfólk. „Vinnsluleyfishafa bæri að sjá til þess að hægt væri að flytja sjúklinga og slasaða á nærliggjandi sjúkrahús,“ segir í minnisblaðinu en bent er á að Landhelgisgæslan gæti tekið að sér sjúkraflug og aðstoð við læknaþjón- ustu. Sá háttur yrði þá á að leyfishafi- og vinnuveitandi starfsfólksins yrði að greiða fyrir þá þjónustu. „Í ná- grannalöndunum hafa verið gerð- ir svokallaðir SAR-samningar um björgun og sjúkraflug frá hafstöðv- um og gæti komið til greina að Land- helgisgæslan tæki að sér slík verkefni gegn greiðslu.“ Lagaleg óvissa Kristín Haraldsdóttir, forstöðukona Auðlindaréttar við Háskólann í Reykjavík, var frummælandi á fundi Samfylkingarinnar, um olíuleit á Íslandsmiðum sem haldinn var sunnudaginn 2. nóvember. Í erindi sínu sagði Kristín mörgum spurn- ingum enn ósvarað er varða lagalega hlið olíuleitar og mögulega vinnslu á Íslandsmiðum. Lögum samkvæmt er íslenska ríkið eigandi kolvetnisins sem finnst á íslensku yfirráðasvæði, utan netlaga. Iðnaðar ráðherra fer með eignarhaldið fyrir hönd yfir- valda. Kristín fjallaði sérstaklega um þá spurningu hver réttarstaða ís- lenskra stjórnvalda væri færi svo að stefnubreyting yrði gagnvart rann- sókn og vinnslu kolvetna. „Ef við gef- um okk ur það að það yrði stefnu- breyting stjórn valda og það væri áhugi fyr ir því að hrein lega ganga frá þessu réttarsambandi, þá blas ir það við að það þurfi að spyrja sig að því hvort það sé heim ilt,“ hefur Morgun- blaðið eftir Kristínu af fundinum. Hún benti á að ríkið verði að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi en að sama skapi hafi leyfishafar ráðist í nokkra starfsemi með tilheyrandi kostnaði. Kristín benti þó á að ef fram komi nýjar upplýsingar sem ekki lágu fyrir þegar samningur um vinnslu og rannsóknir var undirritaður megi færa rök fyrir því að íslensk yfirvöld séu í rétti til að hætta við vinnslu eða draga til baka leyfi. Hins vegar megi vænta þess að ríkið yrði bótaskylt fyrir útlögðum kostnaði en væntan- lega ekki skaðabótaskylt fyrir leyf- inu. „Hjá mann rétt inda dóm stól Evr- ópu hef ur eign ar hug takið líka verið túlkað rúmt. Þar erum við kom in inn á mjög flókið mat á lögmætum vænt ing um,“ seg ir Sigrún og seg- ir stóru spurn ing una þá vera hvort leyf is hafi hafi lög mæt ar vænt ing ar til að starfa sam kvæmt leyf inu þegar óviss an sem leyfið innifelur er þetta mik il. „Þá er verið að biðja viðkom- andi um að koma og vinna þessa at- vinnustarfsemi hér. Það get ur skipt máli þegar það er verið að fara í þetta hagsmunamat og meta hvaða vænt- ing ar viðkom andi höfðu,“ seg ir Sig- rún. Mismunandi mengun Olía er samheiti yfir margar gerðir náttúrulegra efna. Áhrif olíumeng- unar eru því nátengd tegund og eig- inleikum kolvetnasambandanna sem valda menguninni. Unnar olíuvörur líkt og bensín, terpent- ína og margvísleg leysiefni eru að miklu leyti gerð úr stuttum kolvetn- issamböndum. Seigari olíuefni svo sem svartolía, hráolía og tjara eru lengri kolvetnissambönd. Þessi gerð olíunnar ákveður eiginleika henn- ar og þar með hver áhrif hennar eru á lífríkið, komist hún í umhverfið. „Þegar olía dreifist í vatn verða ýmsar breytingar á henni sem stýra henni,“ segir í ítarlegri skýrslu iðnaðarráðu- neytisins um olíuleit á Drekasvæð- inu frá árinu 2007. Skýrslan er líklega viðamesta stjórnsýsluplagg um efna- hags- samfélags-, og umhverfisáhrif vegna mögulegrar olíuvinnslu. „Veðrun breytir eiginleikum olíunnar eftir að hún berst í sjó. Upp- gufun olíunnar er yfirleitt mikil- vægasti þáttur veðrunar. Léttari hluti olíunnar gufar hraðar upp og því verður olían seigari og þyngri eft- ir því sem á líður. Aðrir áhrifaþætt- ir á hegðun olíu í sjó eru sólar ljós sem brýtur olíuna niður, dreifing og blöndun sem eiga sér stað við hreyf- ingu sjávar sem hrærir upp olíuna í örfína olíudropa sem eiga auð- veldara með að blandast og dreif- ast um vatnið. Hið gagnstæða getur átt sér stað ef olían kekkjast, eink- um gömul olía. Olían límist síðan við setagnir, þang og aðrar lífverur og sekkur með því til botns. Á endan- um taka örverur til við að brjóta olí- una niður.“ Flótti undan reglum Áhrif olíumengunar stýrast fyrst of fremst af fimm þáttum; magni, gerð, staðsetningu mengunarinnar, veðri og setgerð. Landhelgisgæslan er, eins og áður segir, sú stofnun sem bregð- ast á við með beinum hætti verði mengunarslys vegna olíuvinnslu. „Þetta er ákaflega mikilsvert hlut- verk enda hefur reynslan sýnt að fyrirbyggjandi aðgerðir skila mestu. Eftirlitið er yfirleitt framkvæmt í tengslum við almennt eftirlit með hafsvæðinu umhverfis Ísland og fer að mestu leyti fram úr flugvél,“ segir í skýrslu iðnaðarráðuneytisins. Um- hverfisstofnun ber þó ábyrgð og stýr- ir aðgerðum vegna mengunar – komi til óhappa. „Á undanförnum árum hafa ríki beggja vegna Atlantshafsins hert eft- irlit með skipaumferð innan sinna umráðasvæða, beint olíuskipum frá ströndum sínum út á úthafið og hert viðurlög gegn ólögmætri losun olíu í hafið eða annarri mengun. Í slík- um tilfellum er hættan sú að skip leiti þangað sem minna eftirlit er haft með umferð, og minni hætta er á að upp komist ef reglur eru brotn- ar,“ segir einnig í skýrslunni. Atriði það er hér er nefnt getur skipt miklu máli fyrir ríkin sem liggja að norður- slóðum enda lífríki svæðisins afar viðkvæmt. Það er því afar mikilvægt að ekki verði reglugerðarflótti eða verulegt misvægi í öryggiskröfum milli þeirra landa sem að vinnslu koma enda gæti mengun í einni lög- sögu haft gríðarleg áhrif á aðra. Aðgerðaráætlun Umhverfisstofnun ber ábyrgð á við- brögðum yfirvalda komi til það sem kallað er „bráðamengunar óhapp“. Í skýrslu yfirvalda um hugsanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu er lögð áhersla á að ábyrgðarkeðjan sé skýr en ekki dreifð á margar hendur. Aug- ljóslega komi margar stofnanir og aðilar að málum en ábyrgðin er hjá Umhverfisstofnun sem dreifir og miðlar upplýsingum áfram. „Um- hverfisstofnun hefur umsjón með málaflokknum og ber stofnuninni að bregðast við og tryggja viðeigandi að- gerðir. Mengunarvaldur hefur jafn- framt skyldur til að draga sem kostur er úr menguninni og rétt til að sjá um aðgerðir. Umhverfisstofnun er í samstarfi við Siglingastofnun Íslands og Landhelgisgæslu Íslands um skipulag viðbragða og verkaskiptingu milli stofnananna ef hætta er á slík- um atburði.“ Mengunaróhöpp eru flokkuð í þrjá flokka til viðmiðunar og inniheld- ur hver flokkur reglur um hvers kon- ar viðbragð telst réttmætt og eðlilegt. Tiltölulega lítil og afmörkuð óhöpp skulu afgreidd og hreinsuð af leyfis- höfum „ef á annað borð telst ástæða til aðgerða.“ Miðlungsstór mengunar- slys kalla eftir aðstoð og búnaði sem flogið eða siglt er inn. „Vegna staðsetn- ingarinnar getur slík aðstoð komið frá tveimur áttum, annars vegar frá Ís- landi en einnig kemur vel til greina að hentugra væri að kalla eftir aðstoð frá Noregi.“ Í þeim tilfellum er mengun- in reynist umfangsmikil og útheimt- ir mikinn búnað og sérfræðiþekkingu er Umhverfisstofnun aðili að samstarfi Evrópuríkja vegna bráðamengunar. „Umhverfisstofnun getur óskað eftir búnaði og sérfræðiaðstoð eftir þörf- um,“ segir í skýrslu innanríkisráðu- neytisins. n Í þeirra höndum Ráðherrarnir sem mestu mun mæða á vegna málefna olíuvinnslu miðað við núverandi skipan mála eru þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Ragn- heiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkis- ráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Rannsóknarhol- ur verða sjálfkrafa vinnsluholur ef þær hitta á olíulind og þarf allur nauðsynlegur viðbúnaður fyrir slíkt að vera til staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.