Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 39
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 Sport 39 Galácticos leiddir til Glötunar n Illa farið með margar hollenskar stjörnur sem fengu síðar uppreisn æru n Aðrir ekki eins heppnir  Nicolas Anelka n Franski „fýlupúkinn“ státar af einum skrautlegasta félagaskiptaferli sögunnar. En alltaf hefur hann skorað mörk, nema kannski hjá Real Madrid. Eftir að hafa slegið í gegn sem unglingur hjá Arsenal varð hann einn dýrasti ungi leikmaður heims þegar Real keypti hann sumarið 1999 á 22,3 milljónir punda. Hann byrjaði ágætlega en lenti með hroka sínum, ósveigjanleika og fúllyndi fljótt upp á kant við stjóra liðsins, Vicente del Bosque, og stuðningsmenn. Hans fyrsta og eina tímabil hjá Real olli miklum vonbrigðum þó að hann hafi endað það ágætlega. Hann skoraði í báðum undan úrslitaleikjum Meist- aradeildar Evrópu og var í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum sem Real vann. Anelka hélt til PSG í Frakklandi árið 2000 og hefur síðan flakkað milli níu liða, þar á meðal fjögur ár hjá Chelsea þar sem hann vann nokkra titla. Dýru verði keypt Árangurinn er vanalega dýru verði keyptur þegar Real Madrid er annars vegar. Liðið kaupir reglulega dýrustu og bestu leikmenn veraldar en það hafa ekki allir slegið í gegn sem keyptir hafa verið á Santiago Bernabéu. MynD ReuteRs Hvað er Galácticos? Galácticos er stefna sem í seinni tíð er iðulega kennd við Florentino Pérez, núverandi for- seta Real Madrid, og fyrri stjórnartíð hans frá árinu 2000 til 2006. Þessi stefna gengur út á það, eins og nafnið gefur til kynna, að kaupa heimsþekktar stórstjörnur til liðsins, sama hvað þær kosta. Hugmyndin er að stórstjörnurnar borgi sig upp á skömmum tíma með treyjusölu og auglýsingatekjum. Galácticos-tímabilið hjá Perez beið að margra mati skipsbrot þar sem árangurinn var þrátt fyrir að hafa keypt Figo, Zidane, Ronaldo, Beckham og félaga, langt undir væntingum. Hugtakið hefur að vissu leyti snúist upp í andhverfu sína og er nú bæði notað í jákvæðri og neikvæðri merkingu. Fyrst var það til að undirstrika uppbyggingu á stjörnum prýddu heimsklassaliði en síðar tengt prímadonnum og til að hallmæla innkaupastefnu liða sem í krafti fjárhagslegra burða sinna soga til sín alla bestu leikmenn heims. Raunar má rekja uppruna Galácticos- stefnunnar aftur til sjötta áratugar síð- ustu aldar, til stjórnartíðar Santiagos Bernabéu Yeste, sem leikvangur Real er nefndur í höfuðið á. Þá voru leikmenn eins og Alfredo Di Stefano, Ferenec Puskás, Raymond Kopa og fleiri keyptir á gullaldartíma liðsins. Real Madrid hefur meira eða minna alltaf lagt sig fram við að fá bestu leikmenn í heimi.  Javier Saviola n Þú þarft hugrekki til að skipta úr Barcelona yfir í Real Madrid en það gerði argentínski framherjinn árið 2007. En það voru stuðningsmenn Barcelona sem á endanum hlógu dátt því Saviola náði aldrei að leika eftir afrek sín á Bernabéu. Á fyrstu þremur leiktíðum sínum með Barca skoraði Saviola 21, 20 og 19 mörk áður en honum sinnaðist við Frank Rijkaard. Var hann sendur á láni til Monaco og Sevilla áður en Real taldi sig hafa not fyrir hann. Þar fékk hann fá tækifæri og eftir aðeins 28 leiki og fimm mörk á tveimur árum var hann seldur til Benfica í Portúgal.  Wesley Sneijder n Þessi hæfileikaríki miðjumaður kom til Real í hollensku byltingunni árið 2007, ásamt Robben og Drenthe. Hann var keyptur frá Ajax á 27 milljónir evra og varð næstdýrasti Hollendingur sögunnar. Hann átti frábært fyrsta tímabil þegar Real vann deildina en missti verulega dampinn á sínu öðru tímabili og fékk aldrei tækifæri til að bæta þar úr. Hann var, líkt og Robben, seldur til að rýma fyrir Ronaldo og Kaká en Inter Milan keypti hann árið 2009 á 15 milljónir evra. Þvílíkur happafengur sem hann reyndist vera. Hann varð einn besti sóknarmiðjumaður Evrópu og var lykilmaður í Inter-liði Joses Mourinho sem vann þrennuna það tímabil. Real-menn nöguðu sig í handarbökin og reyndu meira að segja að kaupa hann aftur þegar Mourinho tók við Real árið 2010. Ekkert varð úr því. Sneijder lék með Inter til 2013 og er nú hjá Galatasaray í Tyrklandi. Hann stendur á þrítugu og hefur fjarað verulega undan ferli hans á undanförnum árum.  Michael Owen n Hann var einn besti framherji Evrópu hjá Liverpool, vann Ballon d'Or-verðlaunin 2001 og var markahæsti leikmaður liðsins sjö tímabil í röð. Eftir að hafa byrjað ungur þá glímdi Owen ávallt við meiðsli og var ekki lengur aðalmaðurinn hjá liðinu árið 2004 þegar Real Madrid fékk hann á útsöluverði, átta milljónir punda. En það er ekkert grín að keppa um eina framherjastöðu við leikmenn á borð við Raúl og hinn brasilíska Ronaldo. Owen mátti sætta sig við algjört aukahlut- verk á Bernabéu þrátt fyrir að skora nánast í hverjum leik sem hann kom inn á, þrátt fyrir að fá aðeins nokkrar mínútur. Skoraði hann heil þrettán mörk á sínu fyrsta og eina tímabili með Real sem er þar að auki besta hlutfall marka per mínútu í sögu félagsins! Real ákvað að losa sig við hann og seldi hann, aldrei þessu vant, með fínum hagnaði til Newcastle sumarið 2005. Allt til loka ferilsins plöguðu meiðsli þennan frábæra framherja en margir vilja meina að á þessu eina tímabili hafi Real tekist að eyðileggja einn besta enska framherja sögunnar. Við tökum þó ekki svo djúpt í árinni.  Klaas-Jan Huntelaar n Hann var hinn nýi Ruud van Nistelrooy og stjórar á borð við Louis Van Gaal hafa sagt hann besta leikmann heims í vítateig andstæðinganna. Einhverra hluta vegna voru stórlið Evrópu alltaf hikandi við að taka áhættuna og kaupa hann og lék Klaas með Ajax í heimalandinu þar til hann var 26 ára. Þá, í janúar 2009, keypti Real hann á 20 milljónir evra eftir að hann hafði raðað inn mörkum á öllum vígstöðvum í Hollandi. En Huntelaar entist ekki einu sinni heila leiktíð á Spáni og varð enn eitt fórnarlamb hollensku hreinsunarinnar hjá Real sumarið 2009. Þrátt fyrir að hafa skorað átta mörk í aðeins þrettán byrjunarliðsleikjum með Madrid var hann seldur til AC Milan. Þar lék hann eitt tímabil með sambærilegum árangri áður en hann hélt til Schalke í Þýskalandi þar sem hann hefur skorað 62 mörk í 107 leikjum síðan 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.