Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 7.–10. nóvember 201420 Fréttir Íslendingum refsað fyrir að kaupa staðgöngumæðrun n Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni einungis leyfð n Eiga að segja barninu frá fyrir sex ára aldur F oreldrar barns sem fætt er af staðgöngumóður skulu skýra barni sínu frá því jafnskjótt og það hefur þroska til að það sé fætt af staðgöngumóður. Skal það að jafnaði gert eigi síðar en er barn nær sex ára aldri,“ segir með- al annars í drögum að frumvarpi um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sem DV hefur undir höndum. Frumvarpsdrögin verða kynnt í velferðarráðuneytinu í næstu viku en það er starfshópur undir forystu Lauf- eyjar Helgu Guðmundsdóttur sem unnið hefur drögin að frumvarpinu. Starfshópurinn var skipaður í byrj- un árs 2013, í tíð síðustu ríkisstjórn- ar. Gert er ráð fyrir því í drögunum að frumvarpinu að þau verði að lögum frá Alþingi í ársbyrjun 2016. Síðar í nóvember verður frum- varpið kynnt á vef velferðarráðuneyt- isins. Frumvarpið verður svo unnið áfram í ljósi athugasemda sem gerð- ar verða við það og er gert ráð fyrir að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráð- herra fái tilbúið frumvarp um efnið í byrjun næsta árs. Frumvarpsdrögin eru forvitnileg fyrir margra hluta sakir enda fjöl- mörg siðferðileg álitaefni sem koma upp þegar staðgöngumæðrun á í hlut, meðal annars það hvort segja eigi barninu sem staðgöngumóðir hefur gengið með frá þeirri staðreynd að móðir þess sé ekki líffræðileg móðir þess. Í frumvarpsdrögunum er hins vegar að finna ákvæði um slíka upplýsingaskyldu. Helstu álitaefnin um staðgöngumæðrun lúta þó að markaðslegum þáttum eins og þeim hvort heimila eigi greiðslur fyrir slíka þjónustu. Þar er frumvarpið mjög afgerandi í þá átt að því er ætlað að koma í veg fyrir markasvæðingu á slíkri þjónustu. Fyrst Norðurlandanna? Staðgöngumæðrun hefur ekki verið heimil á Íslandi hingað til en hefur hins vegar verið leyfð í mörgum öðr- um Vesturlöndum, til að mynda í Bret- landi, Hollandi og Belgíu. Sú gerð stað- göngumæðrunar sem er heimiluð er hins vegar eingöngu staðgöngumæðr- un án hagnaðarsjónarmiða. Ef Íslendingar heimla stað- göngumæðrun verður landið aftur á móti hið fyrsta af Norðurlöndunum til að taka þetta skref. Finnar gengu raunar svo langt árið 2007 að banna staðgöngumæðrun með lagasetn- ingu en staðgöngumæður höfðu þá alið börn fyrir aðra í einhverjum til- vikum án þess að slíkt væri heimilað. Um þetta fjallar Helga Finnsdóttir í nýlegri mastersritgerð sinni í mann- fræði við Háskóla Íslands. Hingað til hafa þeir Íslendingar sem nýtt hafa sér staðgöngumæðr- un þurft að fara til annarra landa eft- ir henni. Þar er þá um að ræða stað- göngumæðrun þar sem greitt er fyrir þjónustu konunnar sem gengur með barnið. Sagðar hafa verið af því frétt- ir hér á landi að Íslendingar hafi bæði leitað til Indlands og Bandaríkjanna eftir slíkri þjónustu og greitt fyrir hana, allt frá nokkrum milljónum króna og upp í 20 milljónir. Samkvæmt frum- varpinu verða slík viðskipti Íslendinga erlendis hins vegar bönnuð. Í velgjörðar- ekki hagnaðarskyni Í frumvarpinu er skýrt tekið fram að einungis sé um að ræða heimild til staðgöngumæðrunar í velgjörðar- skyni. Í drögunum er skilgreint hvað átt er við með „velgjörðarskyni“: „Þegar vilji staðgöngumóður stend- ur til þess að ganga með barn fyrir til- tekna væntanlega foreldra af fúsum og frjálsum vilja og án þess að þiggja peningagreiðslu eða aðra umbun að launum umfram endurgreiðslu á út- lögðum kostnaði hennar sem er í beinum tengslum við glasafrjóvgun, meðgöngu og fæðingu barnsins.“ Frumvarpið er því eingöngu fyrir þær konur sem vilja ganga með barn fyrir aðra á forsendum góðverka, það er að segja að gera eitthvað fyrir ann- an sem er umfram skyldu og án þess að þiggja nokkra greiðslu fyrir það. Með þessu er reynt að koma í veg fyrir að staðgöngumæðrun verði eins og hver annar iðnaður þar sem konur í fjárþröng ganga með börn fyrir fjársterkari aðila. Algengt er að Vesturlandabúar leiti til dæmis til landa í Asíu, eins og til dæmis Ind- lands, eftir staðgöngumæðrum og greiði dýru verði fyrir þá þjónustu, líkt og áður segir. Góð fjárhagsstaða skilyrði Þannig er „góð fjárhagsstaða“ stað- göngumóðurinnar gerð að skilyrði í frumvarpinu. Frumvarpið girðir því fyrir möguleikann á því að konur sem eru fjárþurfi gerist staðgöngumæður. Ekki nóg með að staðgöngumóðir- in megi ekki fá greitt fyrir þjónustuna heldur verður hún líka að búa við góða fjárhagsstöðu. Um þetta segir í frumvarps- drögunum: „Eigi má veita leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðar- skyni nema sýnt þyki eftir könnun á högum og aðstæðum staðgöngumóð- ur og maka hennar og væntanlegra foreldra að andleg og líkamleg heilsa, fjárhagsstaða og félagslegar aðstæður þeirra allra séu góðar og að ætla megi að barnið sem til verður muni búa við þroskavænleg uppeldisskilyrði.“ Sérstök nefnd vegur og metur Sá aðili sem vegur og metur stöðu væntanlega foreldra barnsins og eins staðgöngumóðurinnar á að vera þriggja manna nefnd sem heilbrigð- isráðherra skipar. Í nefndinni á að sitja einn lögfræðingur, einn læknir og einn sálfræðingur. Talsverð ábyrgð mun því hvíla á herðum þessarar nefndar þar sem hún þarf bæði að meta félagslega og líkamlega stöðu staðgöngumóðurinnar og eins hinna væntanlegu foreldra. Um þessa nefnd segir í frumvarp- inu: „Hlutverk nefndarinnar er að veita leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni. Nefndinni er jafn- framt skylt að tryggja þeim sem sækja um staðgöngumæðrun faglega ráð- gjöf sérfræðinga, svo sem lögfræðinga og félagsráðgjafa eða sálfræðinga. Nefndin úrskurðar jafnframt um foreldrastöðu barns sem fæðist í samræmi við erlend lög um stað- göngumæðrun skv. 25. gr. Ráðherra getur falið nefndinni fleiri verkefni, enda tengist þau staðgöngumæðrun. Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.“ Ýmiss konar skilyrði eru nefnd í frumvarpinu sem bæði stað- göngumóðirin og foreldrarnir vænt- anlegu þurfa að uppfylla. Þannig mega foreldrarnir ekki vera yngri en 25 ára og ekki eldri 45 ára og verður að liggja fyrir að þau geti ekki af læknisfræði- eða líffræðilegum ástæðum eignast barn sjálf. „Væntanlegir foreldrar geti ekki af læknisfræðilegum ástæðum tekist á við það álag sem fylgir með- göngu og fæðingu barns eða líffræði- legar ástæður útiloki meðgöngu. Miða skal við alvarleg, skaðleg áhrif meðgöngu og fæðingar með hliðsjón af almennum læknisfræðilegum og fæðingarfræðilegum viðmiðum.“ Bannað að leita annað Eitt í frumvarpinu vekur sérstaka athygli en það er að íslensk yfirvöld geti eftir atvikum refsað fólki sem leitar til annarra landa eftir stað- göngumæðrun gegn greiðslu. Í frum- varpinu er mjög skýrt bann við að greiða fyrir staðgöngumæðrun eða að auglýsa staðgöngumæðrun og frumvarpið mjög ómarkaðslegt að því leyti. Allt í frumvarpinu miðar að því staðgöngumæðrunin eigi sér stað á ómarkaðslegum forsendum. Í frumvarpinu er ákvæði sem seg- ir: „Óheimilt er leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laga þessara. Óheimilt er að hafa milligöngu um staðgöngumæðrun í útlöndum.“ Taldar eru upp refsingar, fjársektir og allt að þriggja ára fangelsi við broti á þessu ákvæði laganna. Þar sem öll markaðsvæðing stað- göngumæðrunar er bönnuð á Ís- landi samkvæmt frumvarpinu er ekki hægt að skilja þetta ákvæði lagafrum- varpsins með öðrum hætti en þeim að Íslendingar megi eingöngu nýta sér staðgöngumæðrun í velgjörðar- skyni í útlöndum en ekki greiða fyrir hana. Ljóst er þetta ákvæði mun vekja nokkra athygli og umtal þar sem ver- ið er að leggja bann við háttsemi Ís- lendinga erlendis með lagasetningu á Íslandi – líklegt má telja að bannið eigi bara við um Íslendinga sem bú- settir eru á Íslandi. Nýlega kom til dæmis upp um- ræða í Svíþjóð um hvort ríkisstjórn sósíaldemókratans Stefans Löfven gæti sett lög sem gerðu ríkisvaldinu þar í landi kleift að refsa sænskum ríkisborgurum fyrir vændiskaup í öðrum löndum – kaup á vændi eru bönnuð í Svíþjóð. Sú hugmynd var umdeild og voru margir stjórnmála- menn í Svíþjóð, til dæmis flestir í hægrimiðjuflokknum Moderaterna, á móti hugmyndinni. Líklegt má telja að hart verði tekist á um þetta ákvæði frumvarpsins áður en það verður samþkkt á Alþingi. Þröngur stakkur Staðgöngumæðrun er í frumvarp- inu sniðinn nokkur þröngur stakkur. Spyrja má að því hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til að kona ákveði að ganga með barn fyrir annað fólk án þess að bera nokkuð úr býtum fyrir það, þ.e.a.s. að gera það af góð- mennskunni einni. Ekki er hægt að fullyrða nokkuð um það en ljóst má telja að ekki hvaða kona sem er mun ganga með barn fyr- ir hvaða foreldra sem er. Í flestum til- fellum er líklegt að staðgöngumóðirin þekki foreldrana vel, sé jafnvel skyld þeim eða tengd, og vilji hjálpa þeim með því að gera fyrir þá góðverk. Slíkt góðverk verður varla unnið nema á grundvelli ástar eða mikillar væntum- þykkju og verður að teljast ólíklegt að algengt verði að staðgöngumæður á Íslandi verði með öllu ókunnugar því fólki sem það gengur með börn fyrir verði frumvarpið að lögum. Þá má ætla að hið sama gildi um staðgöngumæðrun á milli landa: Ólíklegt verður að teljast, eða að minnsta kosti verður það ekki al- gengt, að ókunnugar konur í öðrum löndum verði reiðubúnar að ganga með börn fyrir íslenska foreldra af góðmennskunni einni. Því má nánast fullyrða að staðgöngumæðrun á milli landa verði næsta engin ef frumvarp- ið verður að lögum hér á landi. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Óheimilt er leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laga þessara. Sagan um Gammy Sagan af Gammy, áströlsk- um dreng sem fæddist með Downs-heilkenni eftir að taí- lensk staðgöngumóðir gekk með hann fyrir ástralska foreldra, vakti mikla athygli fyrr á árinu. Ástralskir for- eldrar tóku bara heilbrigða tvíburasystur hans með sér heim en skildu Gammy eftir hjá staðgöngumóðurinni. MyNd ReuteRS Staðgöngumæðrun gegn greiðslu bönnuð Samkvæmt frumvarpsdrögum um staðgöngumæðrun, sem unnin eru fyrir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, verður Íslendingum bannað að greiða fyrir staðgöngumæðrun á Íslandi sem og erlendis. Smiðjuvegi 34 · Rauð gata · www.bilko.is · Sími 557-9110 BESTA VERÐIÐ Mundu eftir að finna áður en þú kaupir dekk! TILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.