Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014 Skrýtið Sakamál 37
R
étt fyrir áramót 1970/1980,
30. desember nánar tiltek-
ið, fannst lík 82 ára konu á
heimili hennar í Volusia-
sýslu í Florída í Bandaríkj-
unum. Líkið var af frú Bowdoin og
lá á gólfi svefnherbergis hennar.
Rannsóknarlögreglumaðurinn sem
var fyrstur á staðinn, Larry Lewis, sá
í hendi sér að Bowdoin hafði ekki
mætt dauða sínum með eðlilegum
hætti. Áverka var að sjá á framhand-
leggjum og undir öðru eyra, skrám-
ur á mjöðmum og storknað blóð
undir nefi hinnar öldruðu konu.
Grunur Lewis fékkst staðfestur
við líkskoðun; Bowdoin hafði verið
kyrkt. Frekari áverkar komu í ljós á
höfði hennar og talið að Bowdoin
hefði annaðhvort verið barin í höf-
uðið með hvössu áhaldi eða ein-
faldlega rekið höfuðið í borðbrún
við fall. En umfang áverkanna var
slíkt að þeir hefðu nægt til að svipta
Bowdoin meðvitund.
Kynferðisleg misnotkun
Konan aldraða hafði sætt kynferðis-
legu ofbeldi fyrir dauða sinn, en
ekki var hægt að fullyrða með vissu
hvort hún hefði verið með eða án
meðvitundar í þeim hörmungum.
Fingraför fundust við einn
glugga íbúðarinnar og lá nokk-
uð ljóst fyrir að árásarmaðurinn
hefði komið inn um hann. Fingra-
förin reyndust tilheyra Kenneth
nokkrum Quince sem bjó í tveggja
húsalengja fjarlægð og var hann
handtekinn á heimili sínu.
Kenneth var yfirheyrður og játaði
að hafa brotist inn hjá frú Bowdoin
í þeirri trú að enginn væri heima.
Hann hefði iðulega verið inni hjá
Bowdoin nokkrum árum áður, en
þá hefði hann oft slegið flötina fyrir
hana.
Til fárra fiska metið
Kenneth komst hins vegar fljót-
lega, þar sem hann snuðraði í íbúð-
inni, að því að hann var ekki einn.
Frú Bowdoin hafði greinilega heyrt
einhvern umgang því hún birtist
skyndilega í svefnherbergisdyrun-
um. Þegar hún sá hann reyndi hún
að loka að sér en Kenneth ruddist
inn í svefnherbergið og velti henni
um koll.
Bowdoin stóð upp og tók að
öskra og kalla hástöfum. Kenneth
hafði reynt að þagga niður í henni
með því að taka hana kverkataki og
hrista hana til. Síðan fleygði hann
gömlu konunni í gólfið.
Við yfirheyrsluna sagði Kenneth
að hann hefði síðan haldið áfram
leit að verðmætum. Af afrakstrin-
um mátti ráða að líf Bowdoin var
til fárra fiska metið. Kenneth hafði
upp úr krafsinu segulbandstæki, út-
varp og hring. Kenneth sagðist hafa
stigið á kvið Bowdoin þegar hann
hraðaði sér á brott. Um kynferðis-
legt ofbeldi hafði hann enga vit-
neskju og neitaði öllum ásökunum
um slíkt.
Kynferðisleg örvun
Við síðari yfirheyrslur dembdi lög-
reglan á Kenneth vísbendingum og
rannsóknargögnum og hann sá að
um var að ræða gjörsamlega tap-
að spil. Hann viðurkenndi að hafa
beitt Bowdoin kynferðislegu of-
beldi, en harðneitaði að lýsa því í
smáatriðum.
Enn síðar þegar sálfræðingar
ræddu við Kenneth lýsti hann því
hvernig náttsloppur Bowdoin hafði
færst upp þegar hann hrinti henni
í gólfið. Sýnin af fótleggjum hennar
og mjöðmum kveikti með Kenneth
svo mikla girnd að hann fékk ekki
við neitt ráðið og ákvað að nauðga
henni.
Svo mörg voru þau orð.
Kenneth Quince var dæmdur til
dauða 21. október, 1980, og bíður
fullnustu þess dóms á dauðadeild. n
Innbrot,
ofbeldI,
morð
„Af af-
rakstrin-
um mátti ráða
að líf Bowdoin
var til fárra
fiska metið
n Bowdoin átti sér einskis ills von n Hún þekkti morðinga sinn
Kenneth Quince Þegar hann sá fótleggi
frú Bowdoin fékk hann ekki við neitt ráðið.
Myrti
vændiskonur
Breskur bankamaður er sakaður
um að hafa orðið tveimur indó-
nesískum vændiskonum að bana
í íbúð sinni í Hong Kong. Mað-
urinn, Rurik Jutting, er sakaður
um að hafa myrt Seneng Muji-
asih, 29 ára, og Sumarti Ningsih,
25 ára. Lík hinnar síðarnefndu
fannst í ferðatösku á svölum
Juttings í Hong Kong. Maðurinn
verður að líkindum ákærður fyr-
ir grimmileg morð. Hann mun
hafa verið þekktur á vændishús-
um í Angeles á Filippseyjum þar
sem hann var reglulega gestur í
rauða hverfinu. Eigendur stað-
anna þar lýsa honum sem rausn-
arlegum og að hann hafi greitt
fyrir kynlíf og nektardansa. Hann
átti að auki í sambandi við eina
af nektardansmeyjunum. Upp
úr sambandinu slitnaði í ágúst á
þessu ári.
Hellti salernis-
hreinsi í börnin
Ung bandarísk móðir, Amelia
West, stendur nú frammi fyrir
ákæru fyrir tilraun til mann-
dráps og barnamisnotkun. Hún
er sökuð um að hafa síðastliðinn
sunnudag hellt salernishreinsi í
börn sín tvö, tveggja mánaða og
tveggja ára, áður en hún sturtaði
sjálf eiturefninu ofan í sig.
Lögreglumenn komu á vett-
vang vegna tilkynningar um sjálfs-
morðstilraun og varð það til þess
að konan sem og börn hennar
lifðu. Hegðun konunnar var væg-
ast sagt sérkennileg. Í aðdraganda
sjálfsmorðstilraunarinnar af-
klæddi hún börnin og stóð með
þau í bakgarði sínum drykklanga
stund áður en hún bankaði upp
á hjá nágranna sínum og spurði
hvort hann þekkti Jesú.
GLÆSILEGUR DÖMUFATNAÐUR
Seljum fallegan
dömufatnað í
stærðum 36-54
Bjóðum
þig hjartanlega
velkomna
Ný spennandi merki TÍSKA ER
OKKAR FAG
Í 40 ÁR