Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 7.–10. nóvember 201432 Fólk Viðtal
Þ
að er skemmtilegt að upp-
lifa það, sem gamalt ein-
eltistilfelli, að ég ræð alveg
við þetta. Tuðið í einhverj-
um íhaldsköllum,“ segir
Svavar Knútur þegar blaðamað-
ur slær á þráðinn til hans og spyr
hvernig hann hafi það. Það er mik-
ill hiti í honum eftir mótmælin á
mánudaginn. Eðlilega, enda var
hann einn af skipuleggjendunum
og hafði fengið alveg nóg.
„Þetta er búin að vera hæg
og jöfn uppbygging af vondum
ákvörðunum og vondum sam-
skiptum þessarar ríkisstjórnar, með
hroka og yfirgangi. Það flæddi bara
yfir hjá mér. Mér fannst ég verða að
segja eitthvað.“ Og það var nákvæm-
lega það sem Svavar Knútur gerði.
Hann las ríkisstjórninni reiðipistil
við upphaf mótmælanna og líkti
þeim meðal annars við sóðalegan
gaur í partíi sem ber ekki virðingu
fyrir neinu. „Mér líður svolítið eins
og ríkisstjórnin sé þessi gaur sem
kemur í partí og skítur á gólfið hjá
þér. Og þegar þú bendir honum á
að þetta sé ekki beinlínis í lagi, þá
ælir hann yfir skítinn og segir: „ég
sé engan skít“,“ sagði Svavar Knútur
orðrétt í ræðu sinni.
Tekur ummælin ekki nærri sér
Þessi myndlíking fór fyrir brjóstið
á einhverjum, sem og orðbragð
Svavars Knúts í ræðunni. Til að
mynda Elliða Vignissyni, bæjar-
stjóra í Vestmannaeyjum, sem rit-
aði bloggfærslu og tók hann fyr-
ir. Sagði hann hafa sett leiðinlegan
blett á mótmælin. Þá ýjaði hann að
því að Svavar Knútur væri ókurteis
og hefði ekki efni á því boða siðbót.
Eins og upphafsorð Svavars Knúts
bera með sér þá lætur hann þessi
orð Elliða ekki á sig fá. Hann þol-
ir svona umtal. Enda orðinn sterk-
ari en þegar eineltið gekk yfir hann
í æsku. „Ég er hættur að taka svona
hluti nærri mér. Ég hefði gert það
áður en ég með allt annað sjálfs-
traust en ég var með áður,“ segir
hann hreinskilinn.
Unglingsárin voru honum erfið
vegna eineltisins og honum finnst
augljóslega hálf óþægilegt að rifja
upp þann tíma. „Það var ýmislegt
sem gerðist sem ég myndi ekki
óska neinum að lenda í. Ég lærði
samt mikið um sjálfan mig í gegn-
um það. Maður lærir líka að þekkja
svona eineltishegðun, þekkja þess-
ar týpur.“ Svavar Knútur segir ein-
eltið vissulega hafa mótað sig, eins
og flest önnur lífsreynsla. „En ég lét
allavega eineltið ekki gera mig að
fórnarlambi, svo mikið er víst. Ég er
ekki þolandi, ég er maður sem lifði
hlutina af,“ segir hann ákveðinn og
keikur.
„Ég þekki þessa gerendur. Ég
þekki blikið í augunum og tóninn
í talinu. Maður þekkir þetta rán-
dýrsútlit á þeim. Við sem höfum
lent í einelti, við þekkjum það al-
veg. En gettu hvað við erum orðin
fullorðin, við erum ekki lengur
litlu börnin sem níðst var á. Mitt
starf sem tónlistarmaður, blaða-
maður og margt fleira hefur gef-
ið mér sjálfstraust til að standa
svona dólgshátt af mér,“ segir hann
ákveðinn og lætur engan bilbug á
sér finna.
„Ég er bara gaur af götunni“
Svavar Knútur segist ekki trúa því
að Elliði hafi raunverulega móðg-
ast vegna kúkabrandarans sem
hann sagði á mótmælunum. Held-
ur sé um uppgerð að ræða. „Það er
engin alvara þarna á bak við, þetta
er bara svona Morfístæki,“ segir
hann og líkir þar með skrifum El-
liða við ræðu úr ræðukeppni fram-
haldsskólanna.
„Hrokinn og dólgshátturinn
í stjórnmálamönnunum heldur
bara áfram. Það er engin auðmýkt.
Það er bara rugl að ætla að krefj-
ast auðmýktar af mér. Ég er bara
gaur af götunni og er ekki að stýra
neinu. Ég er ekki með neitt umboð
til að ráða neinu í þessu landi. Það
er engin krafa á mig að vera kurteis.
Það fylgir líka mótmælum að fólk
segi sína skoðun umbúðalaust.“
Vill ekki vera reiður
Svavar Knútur biðst afsökunar á
því hvað hann sé reiður. Hann vill
ekki vera reiður, en kemst ekki
hjá því þegar hann talar um þessa
hluti. „Þetta er leiðinlegasta tilfinn-
ing sem ég veit um. Mig langaði til
að vera búinn með hana. Ég sjálfur
hef það gott og hef yfirleitt nóg fyrir
mig, en það gengur ekkert af. Ég á
góða konu og góða fjölskyldu en
ég horfi upp á fólkið í þessu landi
svelta. Það er níðst á þeirra mann-
réttindum.“ Hann hittir margt fólk
í gegnum starf sitt sem tónlistar-
maður og margir nálgast hann
persónulegum nótum. Hann veit
því töluvert um raunverulega hagi
samlanda sinna.
„Ég hef verið í ýmsum aðstæð-
um, ég finn reiði fólks, en ég hef
engan áhuga á því að vera stjórn-
málamaður. Ég vil að mér hæfara
fólk geri það. En akkúrat núna er
þetta fólk ekki að sýna fram á þá
hæfni.“
Að þeim orðum sögðum heyrast
skyndilega skruðningar í síman-
um og símtalið slitnar. Blaðamað-
ur reynir nokkrum sinnum að ná í
Svavar Knút aftur, án árangurs, en
honum tekst þó að hringja til baka
að lokum. „Það er örugglega verið
að hlera mann, maður er svo hættu-
legur þegar maður hefur skoðanir,“
segir Svavar Knútur í gríni og hlær.
Við erum þó bæði viss um að það sé
þó ekki raunin, heldur hafi símkerf-
ið frekar verið að stríða okkur. Alla-
vega þangað til annað kemur í ljós.
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson er skyndilega orðinn
alþýðuhetja eftir að hafa skipulagt mótmæli í vikunni gegn aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar. Hann er knúsaður úti á götu og fólk þakkar honum fyrir sitt fram-
lag. Á mótmælunum hélt hann þrumuræðu sem vakti mikla athygli. Hún fór
þó fyrir brjóstið á einhverjum sem hafa sagt Svavar Knút ókurteisan fyrir vikið.
Hann lætur þó gagnrýnina ekki á sig fá, enda mun sterkari í dag eftir að hafa
orðið fyrir miklu einelti í æsku. Það var alls ekki á döfinni hjá honum að skipu-
leggja mótmæli, enda er honum meinilla við að vera reiður maður. En hann
ákvað að kveikja í fyrsta kínverjanum, eins og hann orðar það, svo ætlar hann
að hverfa á braut og þá geta aðrir tekið við.
„Ég er
góður
kall en
líka mjög
hrjúfur“
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is „En ég lét allavega
eineltið ekki gera
mig að fórnar-
lambi, svo mikið er
víst. Ég er ekki þol-
andi, ég er maður
sem lifði hlutina af.