Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 26
Helgarblað 7.–10. nóvember 201426 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonReddum bara meira fylgi Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Verður Fjármála- eftirlitið ekki bara látið skoða þetta? Þar eru hæg heima- tökin; stjórnarformaðurinn græddi jú tæpan milljarð á þessum viðskiptum …“ Þetta segir Einar Stein- grímsson, en DV hefur fjallað ítarlega um söluna á Skeljungi árið 2008. Íslandsbanki hefur hafið nýja skoðun á sölu olíufélags- ins Skeljungs árið 2008 í ljósi nýrra upplýsinga. 24 „Skömm að því að Síminn reynir ekki einu sinni að þykjast mótmæla þessari ritskoðun. Vona innilega að áskrifendur Símans sjái undirgefnina hjá þeim og færi sig yfir í annað símafyrirtæki. Lausnin að ólöglegu niðurhali er ekki að loka einhverjum síðum, það einungis opnar á þann möguleika að fleiri síðum verði lokað. Um leið og fordæmi eru fyrir því að einhverjum síðum á netinu sé lokað til verja hagsmuni félaga sem ekki eru tilbúin að taka slaginn í samkeppni með nútímatækni á netinu þá er opnað fyrir þann möguleika að aðrir geti látið loka síðum sem koma þeirra rekstri eða málstað illa. Þið sem standið á bak við lögbannið, dragið hausinn úr óæðri endanum á ykkur og reynið að átta ykkur á að leiðin til að draga úr ólöglegu niðurhali á netinu er að koma til móts við þarfir og óskir neytenda í stað þess að berjast á móti og reyna ritskoða netið. Ég skal lofa ykkur því að það kæmi ykkur virkilega á óvart hversu margir sem hlaða niður efni á þessum síðum myndu hverfa frá þeim ef til boða stæði almennileg þjónusta á sanngjörnu verði.“ Matthías Ingi Árnason er verulega ósáttur við Símann sem ætlar að loka á aðgang viðskiptavina sinna á síður þar sem höfundarvörðu efni er deilt. 13 „Ræstingakona: 230.000. Ræstingakona á atvinnuleysisbótum + verktakaræsting = 400.000?“ segir Jón Ragnarsson í athugasemd við frétt þar sem fjallað er um uppsagn- ir á ræstingakonum sem starfað hafa í stjórnarráðinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna gagnrýndi þetta harðlega á þingi á miðvikudag. 8 Þegar brennivíni er breytt í djús V andamál sem ÁTVR hefur átt við að glíma er þegar óprúttnir brennivínssal- ar reyna að stuðla að ung- lingadrykku með því að setja áfengi í sakleysislegar umbúðir, „gleði og gaman“, „brennivínið bara einsog djús krakkar“! Þessir sömu aðilar eða andleg skyldmenni þeirra beita svipuðum brögðum í auglýsingum með því að gera mörkin óljós á milli óáfengra og áfengra drykkja. Óáfengir drykkir eru settir í umbúðir áþekkar umbúðum áfengra drykkja og auglýstir þannig. Áhorfandi sjónvarpsauglýsinganna eða lesandi blaðaauglýsinganna sér hvergi agnarsmátt letrið á auglýs- ingunni sem segir að í reynd sé verið að auglýsa óáfengan drykk. Þannig er komist framhjá löggjöf sem bann- ar áfengisauglýsingar. Með blekkingum má þannig gera óáfengt öl áfengt og brennivín að djús. Söfnunarkassar verða að spilavítum Spurningin er svo hvort sjón- hverfingar af þessu tagi sé ekki að finna víðar. Því hefur verið haldið fram í mín eyru að í reynd hafi ver- ið farið á bak við lög sem banna fjár- hættuspil með því að innleiða spila- vélar sem í reynd séu ekkert annað en fjárhættuspil. Upphaflega hafi þær heitið söfnunarkassar sem var snjöll nafngift því hver hefur á móti því að safna fé til góðra málefna? Ekki nokkur maður, fremur en nokkur sé á móti því að unglingar drekki djús. Fram hafa komið lögspekingar sem telja að rekstur spilakassa standist ekki lög (sbr. t.d. grein Sigurgeirs Sigurjónssonar hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu 20 nóv. 1993). Ótraustur lagagrunnur Aðrir hafa fært rök fyrir því að laga- grundvöllur þessa reksturs sé í besta falli ótraustur þrátt fyrir að um hann hafi verið sett sérlög. Í lögfræðilegri álitsgerð sem unnin var fyrir Rauða krossinn, Slysavarnafélagið Lands- björg og SÁÁ á tíunda áratugnum, segir að leyfisveitingar stjórnvalda til þeirra sem reka spilakassa byggi ekki á skýrum og traustum lagagrund- velli. Í þessari álitsgerð var sérstak- lega vakin athygli á „þeirri niður- stöðu Hæstaréttar árið 1949 að telja rekstur einkaaðila á áþekkum spila- kössum refsivert fjárhættuspil. Þessi ákvæði hegningarlaga eru óbreytt.“ Ákært síðastliðið sumar Ég var að vonast til að á þetta myndi reyna þegar maður sem ánetjast hafði fjárhættuspilum setti fram kæru á hendur rekstraraðilum spila- kassa síðastliðið sumar. Þessi einstaklingur hefur tapað stórum hluta ævitekna sinna, tugum milljóna í fjárhættuspilakössum. Sál- fræðingur hans segir hann glíma „við langvarandi vanlíðan vegna þessa sem felur í sér áhyggjur og kvíða, en einkennist þó helst af vonleysi, þrá- látri depurð og neikvæðum hug- myndum um sjálfan sig og getu sína til að koma sér út úr núverandi stöðu.“ Í upphafi kæru mannsins seg- ir: „Frá átta ára aldri fór að þró- ast hjá mér spilafíkn sem hefur far- ið stigvaxandi síðan. Þessi spilafíkn hefur eingöngu þróast í spilaköss- um Happdrættis Háskóla Íslands og Rauða krossins og annarra sem aðild eiga að Íslandsspilum. Rekstraraðil- ar spilakassa og þar með ríkisvaldið hafa þannig virkjað sjúkdóm minn í ábataskyni fyrir þá sem hafa hagn- að af þessari starfsemi. Þetta hef- ur valdið mér ómældu tjóni og lagt líf mitt í rúst. Ég hef nú ákveðið að leggja fram formlega kæru á hend- ur íslenska ríkinu og rekstraraðilum spilakassa vegna þessara saka.“ Réttarfarsþróun spilarekendum í óhag Í kæru sem þessi einstaklingur setti fram hjá lögreglustjóranum í Reykja- vík í júní sl. var vísað í sérlögin sem lúta að rekstri spilakassa og færð rök fyrir því að framkvæmd þeirra standist ekki lagabókstafinn. Ekki síður veigamikið álitamál kom fram í kærunni en það snýr að rétti spilafíkla gagnvart þeim sem hagnast á fíkn þeirra. Um þetta seg- ir á ákærunni: „Nú er mér fullkunn- ugt um að sett hafa verið lög um rekstur happdrættiskassa, sem svo eru nefndir, en eru í reynd fjárhættu- spilavélar þrátt fyrir aðrar nafngiftir. Ég tel að ákæruvaldinu beri að horfa til réttarfarsþróunar á skyldum svið- um þar sem um er að ræða heimilaða en jafnframt skaðlega og heilsuspill- andi starfsemi. Í Bandaríkjunum hefur dómsvaldið þannig tekið af- stöðu með þeim sem orðið hafa fyrir heilsutjóni af völdum vöru eða þjón- ustu sem sannanlega er skaðvænleg … Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Vafasöm frávísun Embætti lögreglustjóra á höfuð- borgarsvæðinu vísaði þessari kæru frá og ríkissaksóknari tók undir á þeirri forsendu að enda þótt grund- vallarreglan væri sú að fjárhættu- spil væru ólögleg á Íslandi, þá væru spilakassar reknir á sérlögum sem gæfi þeim lögmæti. Mín skoðun er sú að vafasamt hafi verið af embætti lögreglustjóra og embætti ríkissaksóknara að af- greiða ívitnaða kæru út af borðinu og vísa ég í þær röksemdir sem hér hef- ur verið vísað til. Sérleyfisveitingin er skýrt afmörkuð og þyrfti dómstóll að kveða upp úr hvort farið er að laga- bókstafnum. Þá virðist þróunin er- lendis vera á þann veg að þessi mál rati í sívaxandi mæli inn í dómsali á þeim forsendum sem fram koma í kærunni. 206 milljarðar dollara Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða dollara í skaðabæt- ur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitund- ar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítis- véla og hugsanlega einnig löggjaf- ans skaðabætur á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Fregnir berast af því bæði vestan hafs og austan að lögfræðingar komi saman að bera saman bæk- ur sínar til undirbúnings atlögu að rekendum spilakassa og þá sérstak- lega netspilafyrirtækjunum. Réttur spilafíkna að vakna! Fróðlegt væri að vita hvað íslenskir lögfræðingar eru að hugsa í þessum efnum. Eflaust eru skoðanir skipt- ar en til hins hljóta þeir að horfa, að viðhorfin eru að breytast. Réttur þeirra sem rekendur spilakassa gera sérstaklega út á, fólksins sem hefur ekki stjórn á gerðum sínum frammi fyrir „söfnunarkössunum,“ virðist vera að vakna. n Ögmundur Jónsson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „Réttur þeirra sem rekendur spila- kassa gera sérstaklega út á, fólksins sem hefur ekki stjórn á gerðum sínum frammi fyrir „söfnunar- kössunum“, virðist vera að vakna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.