Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 7.–10. nóvember 201422 Fréttir Erlent NiðurlægjaNdi ósigur n Obama „sendir Bandaríkjamönnum fingurinn“ n Sigur repúblikana líklega afgerandi Þ ó demókratar hafi beðið niðurlægjandi ósigur í kosningunum á þriðju- daginn eru stjórnmála- skýrendur í Bandaríkjunum ekki á einu máli um hversu afger- andi sigur repúblikana hafi verið. Útreið demókrata var vissulega jafn slæm, ef ekki töluvert verri, en svörtustu spár höfðu gert ráð fyrir. Ljóst er að repúblikanar unnu sjö sæti af demókrötum, átta ef Alaska er talið með, en endanlegri talningu atkvæða þar er ekki lokið. Að auki eru allar líkur á að þeir bæti við sig sæti í Louisiana, en kjósa þarf aftur á milli tveggja efstu frambjóðenda þar í desember. Þar með yrði meirihluti repúblikana orðinn 54 sæti. Sigurinn gæti þanist út enn frekar Meirihluti repúblikana gæti jafnvel átt eftir að stækka. Samvæmt heim- ildarmönnum dagblaðsins The Hill, hefur Mitch McConnell, sem verð- ur að öllum líkindum þingflokks- formaður repúblikana í öldunga- deildinni, verið að bera víurnar í Angus King, öldungadeildarþing- mann Maine, sem er utan flokka en hefur starfað með demókröt- um, og Joe Manchin, íhaldssam- an öldungadeildarþingmann demókrata frá Vestur-Virginíu. Auk stórsigra í öldungadeildinni bættu repúblikanar við sig 13–19 sætum í fulltrúadeildinni og tveim- ur fylkisstjórum. Er það sérstakt áfall fyrir demókrata, sem höfðu gert sér miklar vonir um að bæta við sig fylkisstjórastólum. Stórsigur en ekkert umboð? Þrátt fyrir þetta eru fæstir stjórn- málaskýrendur tilbúnir til að lýsa sigrum repúblikana sem „bylgju“, og benda á að kjósendur hafi ekki afhent flokknum skýrt um- boð til róttækra breytinga. Sigrar flokksins hafi allir verið í fremur eða mjög íhaldssömum fylkjum sem kusu demókrata við fremur óvenjulegar aðstæður 2008, þegar Obama sigldi til sigurs. Því sé ekki hægt að tala um nýja landvinn- inga repúblikana. Meira sé þó um vert að Repúblikanaflokkurinn setti ekki fram nein skýr stefnu- mál í kosningunum. Í fyrri kosning- um þar sem flokkurinn hafi unnið stórsigra í miðkjörtímabilskosning- um hafi hann farið fram með skýra stefnuskrá eða afgerandi loforð. Gott dæmi eru kosningarnar 2010 þegar Teboðshreyfingin bar flokk- inn til sigurs á loforði um að stöðva umbætur Obama á sjúkratrygginga- kerfinu og kosningarnar 1994 þegar Newt Gingrich leiddi flokkinn til sig- urs með metnaðarfullri kosninga- stefnuskrá, Contract With America. Engin skýr kosningaloforð Í aðdraganda kosninganna nú var hins vegar hins vegar enga skýra línu að finna í málflutningi flokks- ins. Fyrir utan, vitaskuld, andstöðu við Obama. Fyrir vikið geti repúblikanar ekki með réttu sagst hafa umboð til annars en að halda uppi ákafri stjórnarandstöðu og standa uppi í hárinu á Obama. Fjölmargir álits- gjafar á hægrivængnum hafa tek- ið undir þetta. Þeirra á meðal er út- varpsmaðurinn Rush Limbaugh, sem er af mörgum talinn ein áhrifa- ríkasta rödd grasrótar flokksins. Limbaugh hélt því fram á miðviku- dag að repúblikanar hefðu ekki ver- ið kosnir til að stjórna landinu eða koma einhverjum stórum stefnu- málum í gegn. Þeir hefðu aðeins eitt hlutverk: Að stöðva Barack Obama. Í aðdraganda kosninganna neit- aði Mitch McConnell að ræða við blaðamenn um hvaða stefnumál flokkurinn myndi setja á dagskrá að kosningum liðnum. Nú, eftir kosn- ingar, er forysta flokksins jafn þög- ul. Hins vegar hafa margir áhrifa- menn innan flokksins talað um að þeir muni neita allra tækifæra til átaka við forsetann. Markmiðið sé að neyða forsetann út í horn og draga upp skýrar línur fyrir kosningarnar 2016. Margir demókratar hafa hvatt Obama til að gefa ekkert eftir í við- skiptum við repúblikana. Þvert á móti eigi hann að láta sverfa til stáls. Framhald á nærri áratugar þrátefli Það er því ljóst að þrátefli það sem hefur ríkt í bandarískum stjórn- málum, allt síðan demókratar náðu meirihluta í báðum deildum þings- ins árið 2006, mun halda áfram. Síðustu tvö ár stjórnartíðar sinnar þurfti George W. Bush að takast á við stjórnarandstöðu demókrata. Demókratar misstu meirihlutann í þinginu 2010, en allt síðan 2008, þegar Obama var kjörinn, hafa repúblikanar haldið uppi árangurs- ríku málþófi í öldungadeildinni. Af- raksturinn hefur verið að þingið hef- ur orðið æ afkastaminna um leið og stjórnmálin hafa einkennst æ meir af átökum og viðvarandi þrátefli. Þó að repúblikanar hafi nú meirihluta í báðum deildum eru engar líkur á að það breytist. Þvert á móti eru all- ar líkur á að átökin muni harðna á næstu tveimur árum. Ríkislokun og landsdómur Repúblikanar hafa ýmis vopn sem þeir geta beitt gegn Obama. Repúblikanar hafa meðal annars gef- ið til kynna að þeir kunni að hengja umdeild lög við fjárlög. Obama verði þá annað hvort að samþykkja þau, eða beita neitunarvaldi á fjárlögin, sem myndi þá leiða til ríkislokunar (e. government shutdown). Samkvæmt lögum getur alríkið ekki haldið áfram fullri starfsemi nema ný fjárlög séu samþykkt fyrir lok fjárlagaársins. Loka þarf ríkis- stofnunum og senda alla starfsmenn sem ekki sinna bráðnauðsynleg- um störfum heim. Frægasta dæmið um slíka ríkislokun er frá 1995-1996 þegar repúblikanar, undir forystu Newts Gingrich, og Bill Clinton tók- ust á um hallalaus fjárlög. Margir í grasrót flokksins hafa kallað eftir því að landsdómur verði kvaddur saman. Kröfur um lands- dóm, (e.impeachment) eru sérstak- lega háværar innan Teboðshreyf- ingarinnar. Sérstaklega hefur hótun Obama um að grípa til einhliða að- gerða til umbóta í innflytjendamál- um, vakið sérstaka reiði. Á miðviku- daginn ítrekaði Obama í ræðu að hann hygðist gefa út forsetaúrskurð um innflytjendamál fyrir áramót, sem gefur til kynna að hann kunni að vilja neyða repúblikana til gera alvöru úr hótunum sínum. Erick Erickson, ritstjóri RedState. com, og einn áhrifamesti bloggar- inn á hægrivæng bandarískra stjórnmála, sagði að með yfirlýsing- um sínum í kjölfar sigurs repúblik- ana hefði Obama verið að senda þjóðinni fingurinn. n Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum Róttækir kristnir íhaldsmenn biðu afger- andi ósigur á þriðjudaginn í baráttunni um eitt umdeildasta stefnumál sitt, en kjósendur í Norður-Dakóta og Colorado, höfnuðu frumvörpum sem hefðu skil- greint frjóvguð egg sem fullburða einstak- linga. Þó að frambjóðendur repúblikana hafi unnið stórsigur í báðum fylkjum og Norður-Dakota sé eitt íhaldssamasta fylki Bandaríkjanna voru báðar tillögurnar felldar með tveimur þriðju hluta atkvæða. Lögin hefðu gert flestar tegundir getnað- arvarna ólöglegar, sömuleiðis tækni- frjóvganir auk þess sem fóstureyðingar yrðu meðhöndlaðar sem manndráp. Þetta er í fjórða og fimmta skiptið sem hinni svokölluðu „personhood“-hreyfingu mistekst að fá fóstur skilgreind sem einstaklinga sem njóti lagalegrar verndar. Sigurganga róttækra kristinna íhaldsmanna á enda? Andstæðingar fóstureyðinga unnu engu að síður mikilvæga sigra. Um leið og kjósendur Colorado höfnuðu tillögu um að skilgreina frjóvguð egg sem fullburða einstaklinga kusu þeir Cory Gardner á öldungadeild Bandaríkjaþings, en hann er eindreginn stuðningsmaður „person- hood“-hreyfingarinnar. Engu að síður telja margir stjórnmála- skýrendur að niðurstöður þriðjudagsins sýni að sigurganga andstæðinga fóstur- eyðinga kunni að vera komin á leiðarenda og séu skýr skilaboð til repúblikana um að kjósendur séu ekki tilbúnir til að ganga jafn langt og róttækasti armur kristinna afturhaldsmanna. Hærri lágmarkslaun, kannabis lögleitt Annað sem hefur vakið athygli stjórn- málaskýrenda er að kjósendur í fjórum fylkjum Bandaríkjanna, Alaska, Arkansas, Nebraska og Norður-Dakóta, samþykktu lög sem hækka lögbundin lágmarkslaun. Í öllum fylkjunum unnu frambjóðendur repúblikana afgerandi sigur. Þá hefur það vakið athygli að kjósendur í Alaska og Washington DC samþykktu að kannabis- neysla skyldi leyfð. Hafa margir túlkað þessar niðurstöður sem svo að þó að kjósendur hafi tryggt repúblikönum öruggan þingmeirihluta fari stuðningur við frjálslynd viðhorf vaxandi, nokkuð sem gæti nýst demókrötum að tveimur árum liðnum. Hvað skýrir ósigur demókrata? Enginn skortur er á skýringum á ósigri demókrata. Flestir beina sjónum að óvinsældum Obama – en skýringin er þó nokkuð flóknari. Það sem varð demókrötum að falli var að óvinsældir forsetans hafi orðið til þess að stór hluti kjósenda flokksins hafi einfaldlega setið heima. Um leið hafi þær orðið til þess að kosningaþátttaka í baklandi Repúblikanaflokksins hafi verið með besta móti. Alvarlegasta áfallið fyrir demókrata var að ungir kjósendur mættu ekki á kjör- stað. En síðan 2004 hafa demókratar haft forskot meðal þeirra. Í forsetakosn- ingunum 2008 og 2012 voru kjósendur yngri en 30 ára 18 og 19 prósent kjós- enda, en hátt hlutfall ungra kjósenda var ein mikilvægasta ástæða sigurs Obama. Nú var hlutfall ungra kjósenda hins vegar ekki nema 13 prósent. Á sama tíma var hlutfall kjósenda 60 ára og eldri, sem eru mun íhaldssamari en yngri kjósendur, 35% nú, en var ekki nema 23 prósent 2008. Vandi demókrata er að þó að þeir hafi enn forskot meðal yngri aldurshópanna, voru stuðningsmenn demókrata meðal þeirra mun ólíklegri til að mæta á kjör- stað en stuðningsmenn repúblikana. Þá hefur verið bent á að færri konur hafi kosið nú en 2012 og sömu leiðis færra fólk úr röðum minnihlutahópa. Bakland demókrata hafi einfaldlega kosið að sitja heima. Þversagnakenndar niðurstöður Í slæmri stöðu Erick Erickson, ritstjóri RedState. com, segir að með yfirlýsingum sínum í kjölfar sigurs repúblikana hafi Obama verið að senda þjóðinni fingurinn. „Ekki hægt að tala um nýja landvinninga repúblikana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.