Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 7.–10. nóvember 201416 Fréttir
A
fsláttur frá vörugjöldum af
bifreiðum sem keyptar eru
af bílaleigum er nú þegar
orðinn meiri en allt árið í
fyrra. Þetta endurspeglar
mikil innkaup bílaleiga í landinu á
nýjum bílum þvert á það sem tals-
menn bílaleiga og Samtaka ferða-
þjónustunnar héldu fram árið 2012
þegar Alþingi áformaði að afnema
ríkisstyrki í formi lægri vörugjalda
fyrir bílaleigur með öllu. Þá var því
haldið fram að innkaupsverð nýrra
bíla myndi hækka um 17,4 prósent
og geta þeirra til að kaupa nýja bíla
myndi dragast saman um 49 prósent
eða um helming. Jafnframt var talið
að meðalútleiguverð á bifreið yrði að
hækka að jafnaði um 27 prósent.
Þveröfug niðurstaða
Reyndin er allt önnur. Í minnisblaði
efnahags- og fjármálaráðuneytis-
ins til fjárlaganefndar Alþingis kem-
ur fram að sala á nýjum bílum hafi
aukist um 34 prósent á fyrri hluta
þessa árs samkvæmt greiningu bíla-
umboðsins Brimborgar. „Aukning í
sölu til bílaleiga var hins vegar mun
meiri, eða 49%, á meðan aukning
í sölu fólksbíla án bílaleigubíla var
einungis tæp 12%.“ Athygli er vakin
á því að hlutfall lúxusbíla í innflutn-
ingi og kaupum bílaleiga er mun
hærra en meðal almennra bílakaup-
enda. Átt er við bíla á borð við dýr-
ari gerðir af BMW, Benz, Land Rover,
Lexus, Volvo og Porsche. „Sé tekið
mið að þessari þróun og hækkun há-
marksafsláttarins milli ára er allt út-
lit fyrir að heildarafsláttur eða hinn
svokallaði „ríkisstyrkur“ til bílaleiga
verði vel yfir 2 milljörðum króna á
árinu 2014,“ segir í minnisblaðinu.
Ríkisstyrkurinn hækkar
Þetta er athyglisvert í ljósi meðfylgj-
andi töflu um heildarafslátt bíla-
leiga frá vörugjöldum á undanförn-
um árum. Í dag er hámarksafsláttur
á hverja bifreið ein milljón króna;
gjöldin eru því hærri sem bílarnir
menga meira. Þessi upphæð nam
1.250 þúsund kónum á hverja bifreið
árin 2011 og 2012 en hafði í meðför-
um Alþingis verið lækkuð niður í
750 þúsund krónur árið 2013. Lækk-
unin á síðasta ári virðist ekki hafa
dregið úr kaupmætti bílaleiganna.
Þvert á móti, því nú áætlar skrifstofa
skattamála í efnahags- og fjármála-
ráðuneytinu að heildarafsláttur eða
hreinn ríkisstyrkur greinarinn verði
vel yfir tveimur milljörðum allt þetta
ár. Bílaleigur fá felld niður vörugjöld
af bílum að hluta til en að hámarki
eina milljón króna eins og áður
segir. Hægt er að selja bílana aftur
eftir fimmtán mánuði og þá þarf að
framvísa bílaleigusamningum við
sölu til að komast hjá því að endur-
greiða vörugjöldin. Á fjárlögum síð-
ustu ríkisstjórnar fyrir árið 2013 var
ráðgert að vörugjöld á ökutæki í eigu
bílaleiga yrðu hækkuð (afsláttur
felldur niður) í tveimur áföngum
árin 2013 og 2014. Áætlað var að árið
2013 myndi þetta eitt skila ríkissjóði
um hálfum milljarði króna aukalega.
Almenningur greiði ekki niður
bílaleigurekstur
Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins
fyrir árið 2013 sagði að ekki þætti
forsvaranlegt að viðhalda niðurfell-
ingu vörugjalda á bílaleigubíla „…
þegar litið væri til þess að eftirspurn
eftir bílaleigubílum hefði aukist,
kerfið er þungt í rekstri fyrir stjórn-
sýsluna, hin almenna skattlagning á
ökutæki gefur færi á að innkaupum
sé hagað með þeim hætti að skatt-
lagning sé takmörkuð, kerfið vinnur
gegn markmiðum um minni losun
koltvísýrings frá ökutækjum, hætta er
á misnotkun sem erfitt hefur reynst
að hafa eftirlit með auk þess sem al-
mennt þykir ekki forsvaranlegt að
almenningur niðurgreiði leiguverð
á bílaleigubílum.“ Líklegt verður að
telja að fjárlaganefnd Alþingis horfi
til minnisblaðsins í viðleitni sinni til
þess að afla nýrra tekna fyrir ríkissjóð
með afnámi ríkisstyrkja fyrir bílaleig-
ur landsins. Alþingi á enda erfitt með
að útvega fé til þess að halda innvið-
um þjófélagsins gangandi um þessar
mundir sökum fjárskorts.
Spá miðaðist við verstu
niðurstöðu
Bergþór Karlsson situr í stjórn
SAF og bílaleigunefnd samtak-
anna. Hann segir að þegar rætt hafi
verið í tvígang á þriggja ára tímabil
um breytingar á vörugjöldum hafi
stjórnvöld ætlað að afnema afslátt-
inn með öllu. „Niðurstaðan varð
hins vegar að taka helminginn
af afslættinum og hækka kostn-
að sem því nemur. Ef kostnaður
eykst verðum við að bregðast við
með einhverjum hætti. Spá okk-
ar byggðist á því að samdrátturinn
yrði meiri en raunin varð. Einnig
viljum við benda á að bílar eru okk-
ar atvinnutæki og atvinnutæki bera
almennt ekki vörugjöld. Þetta er
eina atvinnutækið sem ber vöru-
gjöld. Okkur finnst því samanburð-
urinn við einkabílinn ekki sann-
gjarn. Þannig mætti jafnvel snúa
þessu við og segja að við séum
þrátt fyrir allt að greiða vörugjöld
af atvinnutækjum í rekstri sem aðr-
ir gera ekki. Ísland er tiltölulega
dýrt land og bílaleigubílar einnig.
Þeir skipta afar miklu máli í ferða-
þjónustunni.“ Bergþór neitar því
að bílaleigur hagnist á endursölu
tiltölulega nýrra bíla sem bílaleig-
urnar hafa fengið afslátt af í gegn-
um vörugjöldin. „Á flestum bíl-
um er afsláttur frá vörugjaldi 200
til 300 þúsund krónur af hverjum
bíl eða langt undir milljónar króna
þakinu. En ég endurtek að spá okk-
ar (2012) byggðist á forsendum
sem ekki gengu eftir nema að hálfu
og höggið sem við fengum var þar
af leiðandi ekki eins stórt og við
ætluðum.“ n
Meira en
2 milljarðar 2014
Samkvæmt upplýsingum tollstjóra var
afsláttur bílaleiga frá fullum vörugjöld-
um eftirfarandi fyrir árin 2011–2013 og
fram í júní 2014:
2011 1.116 m.kr.
2012 1.943 m.kr.
2013 1.073 m.kr
2014 jan.–jún. 1.088 m.kr.
(áætl. meira en 2.000 m.kr.)
Bílaleigur og rök
þeirra fyrir ríkisstyrk
Á fundi 19. október með Samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi, SASS,
héldu fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar því fram að fyrirhuguð
hækkun vörugjalda á bílaleigubíla hefðu afar neikvæð áhrif á greinina:
n Innkaupsverð bílaleigubíla hækkar um 17,4% að meðaltali
n Kaupgeta bílaleiga á nýjum bílum minnkar um 48,9% (fækkun nýrra bíla)
n Stærsti rekstrarkostnaður bílaleiga „afföll“ hækkar á 15 mánuðum um 58%
n Meðalútleiguverð verður að hækka að jafnaði um 27% allt árið
n Engin breyting verður á endursöluverði bíla hjá bílaleigum
n Öll hækkun á innkaupsverði þeirra verður því að koma fram í
hærra leigugjaldi á bílaleigubílum
n Ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir bílgreinina á Íslandi
n Bílaumboð sem verið hafa í mjög erfiðri stöðu vegna hruns í bílasölu
á undanförnum árum sjá fram á annað hrun
n Tekjur ríkissjóðs munu dragast saman þegar heildaráhrif af
breytingunni eru metin
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Bílaleigur fá tveggja
n Njóta afsláttar við innkaup nýrra bíla n Bílakaup þeirra blómstra þrátt fyrir minni afslátt
milljarða ríkisstyrk
Stóraukin innkaup Bergþór Karlsson hjá
Samtökum ferðaþjónustunnar færði fram marg-
vísleg rök gegn afnámi afsláttar á vörugjöldum.
Þrátt fyrir lækkun eru bílainnkaup bílaleiga með
miklum blóma þvert gegn því sem bílaleigurnar
spáðu. Mynd ÞoRMAR VigniR gunnARSSon
„Spá okkar
byggðist á
því að samdráttur-
inn yrði meiri en
raunin varð