Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 7.–10. nóvember 2014
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
24 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Byssurnar upp á borðið
Aðalritarinn
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur
níu pólitísk líf. Það sást best á
flokksráðsfundi Sjálfstæðis
flokksins á dögunum þegar
hann lét kjósa sig ritara flokks
ins í óþökk Illuga Gunnarsson-
ar að ekki sé talað um Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur. Þau síð
artöldu ku hafa leitað logandi
ljósi að mótframbjóðanda gegn
Guðlaugi Þór en án árangurs. Á
nýju ári mun hann ferðast um
landið og safna atkvæðum fyr
ir landsfundinn þar sem hann
mun bjóða sig fram til varafor
mennsku og fella Hönnu Birnu
sem má muna fífil sinn fegurri
í pólitík.
Ólafur í fjölmiðlaleit
Hermt er að Ólafur Ólafsson,
kenndur við Samskip, hafi nú
áhuga á því að fjárfesta í fjöl
miðli á Íslandi og leiti að slíku
tækifæri. Hvort Ólafur mun
sjálfur verða skráður fyrir fjár
festingunni er svo annað mál.
Rekstur Samskipa gengur
ágætlega og hefur Ólafur getað
greitt sér út arð upp á um millj
arð út úr fyrirtækinu síðastliðin
tvö ár. Ólafur er svo auðvitað
sterkefnaður maður fyrir og get
ur hlutafé í litlum eða meðal
stórum fjölmiðli sennilega talist
vera hálfgert klink fyrir hann.
Enn hefur hins vegar ekki
komið fram hvernig leit Ólafs
gengur.
Bróðirinn í sjóðnum
Sparisjóðsstjórinn á Siglufirði,
Ólafur Jónsson, er bróðir Birkis
Jóns Jónssonar, fyrrverandi
þingmanns
Framsóknar
flokksins, en
DV greindi frá
því á þriðju
daginn að
sjóðurinn
hefði lánað
Framsóknar
flokknum tugi
milljóna króna árið 2007.
Birkir Jón var á þeim tíma
þingmaður Framsóknarflokks
ins og formaður fjárlaganefnd
ar. Lánið frá sparisjóðnum er á
tryggingabréfi sem er á öðrum
veðrétti í höfuðstöðvum Fram
sóknarflokksins við Hverfisgötu.
Skömmu eftir að lánið var
veitt sameinaðist sjóðurinn
Sparisjóði Skagafjarðar og úr
varð sameinaði sparisjóðurinn
AFL.
Hún lemur
barnið sitt
Hálfbróðir drengs sem er beittur ofbeldi hefur þungar áhyggjur. – DV
Þ
ví verður vart trúað að stjórn
völd í landinu ætli ekki að
gera hreint fyrir sínum dyrum
í kjölfar afhjúpunar DV á stór
felldum byssuinnflutningi frá Noregi
á vegum Landhelgisgæslunnar og
ríkislögreglustjóra og umræðna sem
spunnist hafa í kjölfarið.
Vandséð er hvernig yfirvöldum
lögreglumála er stætt á því að skilja
þetta mál eftir hangandi í lausu lofti,
með almenning klórandi sér í höfð
inu yfir stórfelldri viðbót og eðlis
breytingu í byssueign almennu
lögreglunnar í landinu og Land
helgisgæslunnar.
Enn hefur mörgum spurningum
sem vaknað hafa í málinu annað
hvort ekki verið svarað, eða þá svar
að með undanbrögðum, yfirklóri,
hálfsannleik, háði eða einfaldlega
hreinum ósannindum.
Það er til dæmis furðuleg staða að
horfa upp á að yfirlýsingar embætta
forsætisráðherra Íslands og norska
hersins skuli algjörlega hafa stangast
á í jafn alvarlegu máli og hér um ræð
ir. Enn merkilegra er þó að forsætis
ráðuneytið hafi að því er virðist ekki
hingað til séð ástæðu til þess að graf
ast fyrir um hið sanna í málinu.
Það stendur þannig ennþá upp
á forsætisráðuneytið að útskýra til
fulls misræmið í því sem talsmaður
norska hersins sagði fjölmiðlum, að
herinn hafi selt hríðskotabyssurnar
250 hingað til lands fyrir jafnvirði
tæpra 12 milljóna íslenskra króna
og þess sem Jóhannes Þór Skúlason,
aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar forsætisráðherra,
segist hafa haft eftir innanríkisráðu
neytinu, sem sé að byssurnar hafi
verið gjöf frá Norðmönnum og kostn
aðurinn við þau „kaup“ því enginn.
Hvort var það?
Það er reyndar kapítuli út af fyrir
sig að forsætis og dómsmálaráð
herra ákveði að veita einu svör sín í
þessu máli á Facebooksíðu sinni og
á síðu aðstoðarmannsins.
Það stendur líka enn upp á ráð
herra lögreglumála og Landhelgis
gæslunnar, þau Sigmund Davíð
Gunnlaugsson og Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, að útskýra þetta
sama misræmi.
En opnu spurningarnar eru miklu
fleiri. Ein þeirra lýtur að tollafgreiðslu
byssusendingarinnar. Þó svo að
byssusendingin
hafi skoðast sem gjöf hefur
í öllum tilfellum þurft að tollafgreiða
vopnin, verðmeta þau og greiða af
þeim aðflutningsgjöld. Það var ekki
gert þegar byssurnar komu til lands
ins í febrúar. Þegar málið komst
upp núna í október var rokið upp
til handa og fóta og byssurnar inn
siglaðar, að sögn Georgs Lárusson
ar, forstjóra Landhelgisgæslunnar,
vegna vafans um hvort um gjöf eða
sölu væri að ræða. Einnig var haft eft
ir Georg að ekki hafi unnist tími til
að tollafgreiða vopnin þótt tollurinn
hafi vitað af innflutningnum. Þetta
er ótrúverðug skýring. Ætlast er til að
við trúum því að 200–300 lögreglu
menn hafi um nokkurt skeið stund
að skotæfingar með ótollafgreiddum
hríðskota byssum með vitund tollyf
irvalda. Og af hverju var rúmt hálft ár
ekki nægilegur tími til að tollafgreiða
sendinguna? Þetta stenst varla nokkra
skoðun.
Eins standast ekki þau undan
brögð vegna spurninga um kostnað
sem
yfirvöld
hafa haft
uppi í málinu.
Ef innkaupakostn
aður vopnanna er
undanskilinn stend
ur eftir kostnaðurinn
sem óumdeilanlega hef
ur verið lagt í við þjálfun hundraða
lögreglumanna. Væntanlega hefur
þessi fjöldi þegið umtalaða helgar
þjálfun á hríðskotabyssurnar utan
venjulegra vakta, sem gefur til kynna
margra milljóna króna kostnað bara í
yfirvinnugreiðslur.
Í þriðja lagi stenst sú skýring
enga skoðun að um eðlilega endur
nýjun vopnabirgða lögreglunnar sé
að ræða. Um er að ræða nýja tegund
vopna sem ráðagerðir eru um að taka
í notkun innan almenna lögreglu
liðsins í landinu. Þær 150 hríðskota
byssur, sem lögreglan átti að fá úr
sendingunni eru auk þess mun fleiri
en byssurnar sem lögreglan átti fyr
ir. Hvaða gögn liggja fyrir sem styðja
þessar miklu breytingar?
Það er sjálfsögð krafa að öll saga
þessa máls, málatilbúnaður og skjöl
í tengslum við það séu dregin fram
í dagsljósið. Eins er það er löngu
tímabært að þeir tveir embættis
menn sem hæst hafa þagað um mál
ið, þær Hanna Birna Kristjánsdóttir
inanrikisráðherra og Sigríður Björk
Guðjónsdóttir, nýskipaður lögreglu
stjóri höfuðborgarsvæðisins, greini
frá sinni sýn á þessi mál öll. n
R
íkisstjórn Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks hefur 60%
sæta á þingi í krafti 51% at
kvæða kjósenda í kosn
ingunum 2013. Þær kosn
ingar hefðu að réttu lagi átt að vera
hinar síðustu, sem haldnar eru eft
ir gildandi kosningalögum, þar eð
2/3 hlutar kjósenda höfnuðu þessum
lögum með því að lýsa stuðningi við
jafnt vægi atkvæða í þjóðaratkvæða
greiðslu um nýja stjórnarskrá 2012.
Næstu alþingiskosningar munu orka
tvímælis, að ekki sé meira sagt, þar eð
þær verða haldnar skv. lögum, sem
kjósendur hafa hafnað. Gróft misvægi
atkvæða felur í sér mismunun og
mannréttindabrot, sem kjósendum
gafst í fyrsta sinn færi á að andæfa
milliliðalaust í þjóðaratkvæðagreiðsl
unni 2012.
Stjórnmálaflokkarnir virðast þó
ætla að reyna að fara sínu fram og
hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna að
engu. Þeir hegða sér eins og ríki í rík
inu eins og Ólafur Jóhannesson, síð
ar forsætisráðherra, lýsti í tímaritinu
Helgafell þegar árið 1945. Þeir færa
sig upp á skaftið, séu þeir ekki stöðv
aðir.
Alþingi leikur sér að eldi með því
að lítilsvirða lýðræðið. Nýkjörið Al
þingi nýtur trausts 13% kjósenda
skv. nýrri könnun MMR. Þar er við
stjórnmálaflokkana að sakast. Aðeins
bankakerfið býr við minna traust.
Bankarnir jusu lánsfé og styrkjum
í nafngreinda stjórnmálamenn og
flokka fyrir hrun svo sem fram kem
ur í skýrslu RNA um hrunið (sjá 2.
bindi, bls. 200–201, og 8. bindi, bls.
164–170). Ekkert hefur enn spurzt
um uppgjör þeirra viðskipta. Engum
þarf að koma á óvart, að 2/3 hlutar
Íslendinga telja spillingu útbreidda í
stjórnmálum og stjórnsýslu landsins
skv. nýlegri rannsókn Gallup.
Ill var þeirra fyrsta ganga
Eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar í
fyrra var að aflétta áður ákveðnum
veiðigjöldum af útgerðinni eins og til
að auglýsa, að nóg væri til af opin beru
fé. Seðlabankastjóri hafði áður stefnt
bankanum fyrir rétt vegna launadeilu
eins og til að auglýsa, að engin þörf
væri fyrir aðhald í launamálum. Á
hvorugum staðnum virtist vera til að
dreifa djúpum skilningi á viðkvæmri
stöðu efnahagsmálanna í hrundu
landi. Ríkisstjórnin bjóst síðan til að
draga umsókn um aðild að ESB til
baka í eitt skipti fyrir öll í stað þess að
láta sér duga að leggja hana til hlið
ar til að binda ekki hendur kjósenda
fram í tímann. Ríkisstjórnin hrökk
frá þessari ráðagerð vegna mótmæla
almennings á Austurvelli og undir
skrifta 22% atkvæðisbærra manna
undir áskorun til Alþingis um að falla
frá málinu. Skoðanakönnun Frétta
blaðsins sýndi, að 82% kjósenda vildu
þjóðaratkvæðagreiðslu um málið
eins og stjórnarflokkarnir höfðu lof
að.
Nú bíður framlagningar á Alþingi
frumvarp til nýrra fiskveiðistjórnar
laga þvert á ákvæðið um auðlindir í
þjóðareigu, sem 83% kjósenda lýstu
sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðsl
unni 2012. Þegar ríkisstjórnin legg
ur frumvarpið fram, verður fólkið í
landinu að rísa upp og stöðva gern
inginn. Þess myndi að sönnu ekki
gerast þörf, væri nýja stjórnarskráin
gengin í gildi, svo sem rétt og eðlilegt
hefði verið, þar eð þá hefði undirskrift
10% atkvæðisbærra manna dugað til
að vísa málinu í þjóðaratkvæði. En
úr því að Alþingi hefur stungið nýju
stjórnarskránni niður í neðstu skúffu
hjá LÍÚ, neyðist fólkið til að fara mót
mælaleiðina. Þúsundir manna sóttu
mótmælafundinn á Austurvelli á
mánudaginn var til að lýsa andúð
sinni á ríkisstjórninni og ýmsum
verkum hennar.
„Allir dauðöfunda okkur“
„Góðar fréttir af efnahagsmálum
þessa dagana … Við erum á réttri
leið,“ segir fjármálaráðherra. „ Allir
dauðöfunda okkur,“ segir seðla
bankastjóri. Það er eins og þeim komi
það ekki við, að læknar eru í verkfalli.
Læknaverkföll tíðkast hvergi á byggðu
bóli nema í Nígeríu og nokkrum slík
um löndum. Tónlistarkennarar eru
í verkfalli. Prófessorar stefna á verk
fall. Margt bendir til víðtækra verk
falla snemma á næsta ári, þegar
samningar ASÍ við Samtök atvinnu
lífsins losna. Margar helztu stofnanir
landsins berjast í bökkum: Landspít
alinn, Ríksútvarpið, Háskóli Íslands,
sveitarfélögin, tónlistarskólarnir
o.s.frv. Eyðilegging og upplausn blas
ir við hvert sem litið er.
Og bankarnir standa á brauðfót
um eins og sést á því, að Landsbank
inn virðist munu þurfa myndarlega
meðgjöf frá ríkinu til að geta staðið í
skilum, ákveði ríkisstjórnin að koma
í veg fyrir samning bankans við kröf
uhafa í þrotabú gamla Landsbank
ans. Auk þess bíður ágreiningur
inn um lögmæti verðtryggingar eins
og hún var framkvæmd lausnar fyrir
dómstólum. Eignastaða bankanna er
því óljós enn sem komið er. Lands
bankinn lætur það samt ekki aftra sér
frá að ætla að reisa sér nýjar höfuð
stöðvar við hliðina á Hörpu í hjarta
Reykjavíkur. n
Ríki í ríkinu
Þorvaldur Gylfason
skrifar
Kjallari „Stjórnmálaflokk-
arnir virðast þó
ætla að reyna að fara sínu
fram og hafa þjóðarat-
kvæðagreiðsluna að engu.
Mjög skrítin
tilfinning
Bergrún Íris skrifaði og myndskreytti bók um veðrið. – DV
Ég hef aldrei
haldið því fram
Læknir sem á dögunum birti launaseðil sinn á Facebook birti einungis hluta hans. – Vísir
Hallgrímur Thorsteinsson
hallgrimur@dv.is
Leiðari „Því verður vart
trúað að stjórnvöld
í landinu ætli ekki að gera
hreint fyrir sínum dyrum
í kjölfar afhjúpunar DV
á stórfelldum byssuinn-
flutningi frá Noregi á veg-
um Landhelgisgæslunnar
og ríkislögreglustjóra.