Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 7.–10. nóvember 201434 Neytendur Arsen í bArnAmAt Rúmlega helmingur vinsælla matvæla úr hrísgrjónum reyndist innihalda meira en ESB mun mæla með N ý rannsókn í Bretlandi hefur leitt í ljós að rúmlega helm- ingur vinsælla matvæla á borð við morgunkorn og barnamat, sem unnin eru úr hrísgrjónum, þar í landi inniheldur umtalsvert meira magn af arseni en væntanleg hámarksgildi Evrópusam- bandsins kveða á um. Sérfræðingur hjá Matvælastofnun segir að enn sem komið er séu engin hámarksgildi fyrir arsen í matvælum, hvorki á Íslandi né í Evrópusambandinu en mjög jákvætt sé ef þau verði sett svo hægt verði að bregðast við og stöðva dreifingu þeirra og sölu. Í nýlegri rannsókn á þungmálmum og steinefnum í barna- mat lýsti sænska matvælastofnun- in Livsmedelsverket yfir áhyggjum á skaðlegu magni arsens í hrísgrjónum og vörum framleiddum úr þeim. Helmingur yfir viðmiðum Það var breski fréttaskýringaþáttur- inn Dispatches á Channel 4 sem lét Institute for Global Food Security við Queen's-háskólann í Belfast gera rannsókn á 81 vöru þar sem magn arsens var mælt. Búist er við að Evrópusambandið (ESB) festi há- marksgildi arsens í matvælum í reglu- gerð næsta sumar, þar sem magn- ið mun miðast við 200 míkrógrömm á hvert kíló fyrir fullorðna, en 100 míkrógrömm á hvert kíló fyrir börn og ungbörn. Niðurstaða bresku rann- sóknarinnar var að 58 prósent þeirra matvæla sem skoðuð voru mældust með hærra magn en það sem búist er við að ESB muni miða við fyrir börn. Hið vinsæla morgunkorn frá Kell- oggs', Rice Krispies, var meðal þess sem rannsakað var auk barnamats frá Heinz og Kallo, svo eitthvað sé nefnt. Þó að til séu strangar takmarkanir á því magni arsens sem má vera til staðar í vatni þá eru nú, sem fyrr seg- ir engin hámarksgildi fyrir matvæli. Vísindamenn og sérfræðingar hafa áhyggjur af þessu og óttast langtíma- áhrif á heilsu fólks. Þó að arsen sé ekki álitið skaðlegt í smáum skömmt- un þá segja sérfræðingar að neysla á ólífrænu arseni í of miklu magni, til lengri tíma, kunni að vera krabba- meinsvaldandi og geti leitt til fleiri illvígra sjúkdóma. Falleinkunn fyrir morgunkorn Athygli vekur að í skoðun Dispatches sýndu niðurstöður ítrekaðra rann- sókna að morgunkorn frá Kallo Foods, sem samanstendur af lífræn- um sprengdum hrísgrjónum, mæld- ist með 323 míkrógrömm/kíló sem er 61,5% umfram ráðlagðan skammt fyr- ir fullorðna. Lífrænn heilkorna hrís- grjónagrautur fyrir ungbörn frá Org- anix mældist með 268 míkrógrömm/ kíló eða 168% umfram það sem ESB mun að óbreyttu mæla með fyrir börn. Lífrænar hrískökur fyrir börn frá Boots mældust með gildið 162 míkrógrömm/kíló. A rsen (As) er frumefni með sætistöluna 33 en fjallað er ít- arlega um það í svari við fyrir- spurn á Vísindavef Háskóla Ís- lands sem hér er vitnað í. Á nokkrum stöðum í heiminum má finna mikið af arseni í berggrunni og er grunn- vatn þar víða svo megnað að neysla þess er varasöm. Í Suðaustur Asíu finnast arsenmenguð svæði en þar er mesta hrísgrjónarækt í heiminum. Sú rækt er vatnsfrek og safnast arsen fyrir í grjónunum. Megnið af því arseni sem við fáum í okkur kemur úr fæðu, þó aðrar leiðir séu færar. Arsenríkasta fæðan sem við neytum eru sjávarafturðir en þar er það þó í lífrænum efnasamböndum, það er tengt kolefni. Líf- ræn arsensambönd eru miklu minna eitruð en þau ólífrænu. Hlutfalls- lega er meira af ólífrænu arseni í korni, eins og hrísgrjónum, og jarðá- vöxtum, en í sjávarfangi. Arsen safnast fyrir í hári, húð og nöglum en einnig að nokkru leyti í nýrum, hjarta, lifur og lungum. Það berst auðveldlega yfir fylgju til fósturs. Um eitrunaráhrif segir á vefnum: „Arsen er mjög eitrað efni. Það er þó háð því á hvaða formi það er. Þrígild arsensambönd eru að jafnaði eitraðri en þau fimmgildu. Líf- ræn arsensambönd eins og þau, sem finnast í sjávarafurðum eru miklu minna eitruð en þau ólífrænu. Um 100 mg af ólífrænu, þrígildu arseni nægja til þess að valda alvarlegri eða jafnvel banvænni eitrun.“ Eitrun við inntöku í minni skömmtum í langan tíma lýsir sér oft með þreytu slappleika, langvarandi magakveisu með uppköstum, niðurgangi og gulu auk fleiri kvilla. Arsen hefur verið tengd krabbameini í húð, lungum, lifur, nýrum og blöðru og er á lista yfir krabbameinsvalda hjá Alþjóðakrabbameins- stofnuninni (IARC). Lengi var talið að fullorðnum væri óhætt að neyta allt að 15 míkrógrömmum af arseni á hvert kíló af líkamsþunga á viku án skaðlegra áhrifa. Nýjar rannsóknir, einkum á krabbameinsvaldandi áhrifum þess, hafa þó fengið menn til að efast um réttmæti þeirra marka. Alþjóðastofnanir í heilbrigðismálum hafa unnið að endurmati á skaðsemi arsens í matvælum og drykkjarvatni. Heimild: visindaveFur.is. HöFundur: Jakob kristinsson, próFessor við læknadeild HÍ.* Hvað er arsen? Eitrað frumefni á lista yfir krabbameinsvalda hjá IARC sigurður mikael Jónsson mikael@dv.is Hlutfall arsens yfir hámarki ESB 61,5% 168% 88% 62% yfir ráðlögðu magni fyrir fullorðna af Kallo - Original Puffed Rice Cereal yfir ráðlögðu magni fyrir börn og ungbörn af Kell- ogg's - Rice Krispies yfir ráðlögðu magni fyrir börn og ungbörn af Boots - Baby Organic Rice Cakes yfir ráðlögðu magni fyrir börn og ungbörn af Organix - First Organic Whole- grain Baby Rice Rice Krispies innihélt 188 míkrógrömm/kíló eða 88% umfram það sem mælt er með fyrir börn. Svo eitthvað sé nefnt. Vísindamenn eru gagnrýnir á að ESB sé ekki að taka málið nægilega föstum tökum. „Þau hámarksgildi sem ESB ætl- ar að setja eru að mínu mati allt of há. Fyrir börn sérstaklega ætti há- marksgildið að vera helmingi lægra en 0,1 mg/kg. Svo virðist sem þetta hámark sé þjónkun við hrísgrjóna- iðnaðinn fremur en að tekið sé tillit til skaðlegra áhrifa á heilsu fólks,“ segir Andrew Meharg, prófessor í líffræði við Queen's-háskólann í Belfast í sam- tali við Dispatches vegna málsins. Er bent á í þessu samhengi að Bretar neyti nú fimmfalt meira af hrís- grjónum en þeir gerðu fyrir 40 árum. Fátt sem bændur geta gert DV bar málið undir Ingibjörgu Jóns- dóttur, sérfræðing hjá Matvælastofn- un, sem kveðst hafa séð þessar tillögur ESB um hámarksgildi fyrir arsen í mat- vælum og fagni því ef þau verði sett. „Það komu fyrst fram tillögur um hærra gildi eða 300µg/kg en í Kína er hámarksgildi á arsen í hrísgrjónum sett við 150µg/kg enda eru hrísgrjón uppistaðan í fæði kínversku þjóðar- innar. Niðurstaðan varð 200µg/kg en reynslan mun svo leiða í ljós hvort þörf er á að lækka það, og hvort það sé raunhæft, þar sem þetta er frum- efni sem er til staðar í jarðvegi og fátt sem bændur geta gert til að lækka það, nema hætta ræktun hrísgrjóna á þeim svæðum sem hafa meira magn arsens í jarðvegi.“ Aðspurð hvaða áhrif þetta kunni að hafa á þær vörur sem eru á markaði og hvort einhverjar þeirra komi til með að hverfa úr hillum mat- vöruverslana í kjölfarið þá efast Ingi- björg um það. Venjan hjá ESB sé að gefa framleiðendum ákveðinn að- lögunarfrest þannig að vörur sem framleiddar eru fyrir ákveðna dag- setningu megi selja þar til birgðir séu uppurnar. „Framleiðendur þeirra vara sem reynast innihalda of hátt innihald arsens munu síðan þurfa að leita að hrísgrjónum í framleiðslu sína sem hafa lægra innihald arsens.“ Aðspurð hvort einhverjar mæl- ingar á magni arsens í matvælum á íslenskum matvælum hafi verið gerð- ar segir Ingibjörg að fylgst hafi ver- ið með arseni í íslensku sjávarfangi og landbúnaðarvörum árum saman. „Niðurstöður þeirra mælinga eru inn- an þessa væntanlega hámarks og ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því, en arseninnihald í íslenskum jarðvegi er lágt.“ Áhyggjur af áhrifum á heilsu barna Sem fyrr segir gerði sænska mat- vælastofnunin Livsmedelsverket eigin rannsókn á 92 tegundum mat- væla þar sem magn þungmálma á borð við arsen, blý og kadmíum og nokkurra steinefna var mælt í mat- vælum sem sérstaklega eru ætluð börnum. Um var að ræða ungbarna- og stoðblöndur, korngraut og aðrar kornvörur ætlaðar ungbörnum, sér- fæði og ýmis almenn matvæli sem ætla má að ungbörn og smábörn neyti, t.d. soja-, hrís-, og hafradrykki sem sumir neyta í stað kúamjólkur. Leit sænska matvælastofnunin svo á að magn þungmálma og stein- efna væri svo mikið að það gæti leitt til neikvæðra áhrifa á heilsu barna, þrátt fyrir að magnið hafi ekki farið yfir hámarksgildi í reglugerð um að- skotaefni. Var niðurstaðan að mark- visst þyrfti að vinna að því að lækka magnið. Í umfjöllun um niðurstöð- urnar á heimasíðu Matvælastofnun- ar hér á landi segir að leggja beri ríka áherslu á fjölbreytt mataræði ung- og smábarna t.d. með því að breyta reglulega til í vali á korngrautum. Þannig megi forðast þungmálma og önnur óæskileg efni í matvælum. brugðist við niðurstöðunum Niðurstöður sænsku rannsóknar- innar urðu til þess að Matvælastofn- un og embætti landlæknis hér á landi sendu frá sér ráðleggingar til neytenda og heilbrigðisstarfsfólks eftir að sérfræðihópur hafði komist að þeirri niðurstöðu að ráðleggingar sænsku matvælastofnunarinn- ar ættu einnig við hér á landi. Þær ráðleggingar má finna hér á síð- unni og miða að því að vernda börn yngri en 6 ára fyrir skaðlegum áhrif- um arsens. Sem dæmi er nefnt að börn sem vega minna en 20 kíló og drekka um 500 ml af hrísgrjóna- drykk fái það mikið magn arsens að það geti haft neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Vakin er athygli á því að arsen finnist aðallega í hrísgrjón- um og vörum framleiddum úr þeim og arseninnihald sé óháð því hvort hrísgrjónin séu úr lífrænni ræktun eða ekki. Allar hrísgrjónavörurnar í sænsku rannsókninni innihéldu arsen, í mismiklu magni þó. Skoð- aðar voru vörur frá bæði evrópsk- um framleiðendum og frá öðrum heimshlutum. n Ráðleggingar til neytenda n Foreldrum er ráðlagt að tryggja fjöl- breytni í vali á ungbarnagraut með því að velja graut úr mismunandi korntegundum og breyta til á milli vörumerkja. Ekki er nauðsynlegt að útiloka graut úr hrísmjöli en einnig ætti að velja graut úr t.d. maís, hirsi eða bókhveiti sem fyrsta graut. Eftir sex mánaða aldur má byrja að gefa graut úr höfrum, byggi, hveiti eða rúgi. n Foreldrum er ráðlagt að gefa ekki börnum undir sex ára aldri drykki úr hrísgrjónum, t.d. hrísgrjónadrykk (e. rice drink) vegna arseninnihalds þeirra. n Foreldrum er ráðlagt að gefa þeim börnum undir 6 ára sem fá drykk úr jurtaríkinu ekki alltaf sams konar drykk heldur skipta á milli tegunda og vöru- merkja. Hér er átt við drykki úr höfrum, byggi, soja og fleiru. Rétt er að benda á að slíkir drykkir henta ekki börnum undir tveggja ára aldri, þeim á heldur að gefa sérstakar ungbarnablöndur. Sérstaklega ber að nefna að ef grunur leikur á að ung- eða smábarn sé með mjólkurofnæmi er foreldrum bent á að hafa samband við ung- og smábarna- vernd sem vísa ætti þeim til næringarráð- gjafa á sviði fæðuofnæmis áður en farið er að taka út matvæli. Börn á þessum aldri eru viðkvæmur hópur og eru mjólk- urvörur mikilvæg uppspretta orku- og annarra næringarefna. Því er mikilvægt að fara með næringarráðgjafa yfir hvað gæti komið í stað mjólkurvöru. Hér má sjá niðurstöður, fyrir nokkrar vörur sem rannsakaðar voru, settar fram á myndrænan hátt. 58% þeirra vara sem skoðaðar voru innihéldu arsenmagn umfram það sem ESB mun mæla með. vekur óhug á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.