Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 31
29
meðferðarstofnun eða í samvinnu
heilbrigðisstétta á fagfélagslegum
grundvelli.
Vinna með gæðaþróun gæti farið
fram í svokölluðum gæðahring.
Gæðahringun
- vel afmörkuð og skilgreind verk-
efni/vandamál
- litlir, gjarnan þverfaglegir hópar,
sjálfboðaliðar
- valinn hringstjórnandi
- ákveðin tímamörk
- reglulegir fundir í vinnutíma
- mætingarskylda
Sá sem innir starfíð af hendi
er sérfræðingurinn!!
GÆÐI í IÐJUÞJÁLFUN
Til að reka endahnútinn á umfjöllun
mína á námskeiðinu vil ég nefna þau
gæði sem einkenna iðjuþjálfun sem
fræðigrein:
- Iðjuþjálfun tekur mið af umhverfi
og daglegu lífi skjólstæðingsins.
- Skjólstæðingurinn er virkur í að
bæta eigin aðstæður.
- Skjólstæðingurinn þróar með sér
uppbyggilegt daglegt líf, með eða án
atvinnu, við fjölbreytilegar athafnir.
- Iðjuþjálfar stuðla að bættum að-
stæðum og skilyrðum í atvinnu-
umhverfi skjólstæðingsins, svo og í
nærumhverfi hans, með því markmiði
að hann verði virkari í daglegu lífi.
- Iðjuþjálfar miðla upplýsingum og
tengslum varðandi ýmsa þjónustu og
tilboð heilbrigðiskerfisins til athafna
og þjálfunar.
IÐJUÞJÁLFA
vantar til afleysingastarfa í 1 ár
frá og með október 1993 í
Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins
Iðjuþjálfar, þetta er tilvalið tækifæri til að
kynnast almennatryggingakerfinu.
Starfið felur aðallega í sér ráðgjöf varðandi
hjálpartæki, meta þörf fyrir hjálpartæki
(oft við heimilisathugun) og úthluta þeim
eftir reglum Tryggingastofnunar.
Við erum 7 starfsmenn starfandi við hjálpartækjamiðstöðina
í góðu og rúmu húsnæði.
Nánari upplýsingar veitir:
Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi
í síma 91 -74250