Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 34

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 34
32 einhverjar skorður og framkvæmda- kerfið sér um að framkvæma hana. Á námskeiðinu var lauslega farið yfir heildarhugtök líkansins og staðsetn- ingu þess, bæði í sögulegu samhengi og miðað við önnur líkön og kenning- ar í faginu. Megináhersla námskeiðs- ins var á notkun líkansins í starfi iðjuþjálfa. Farið var yfir nokkur sjúkl- ingstilfelli með aðstoð myndbands þar sem sýndar voru aðferðir til að meta einstaklinginn og til að skipuleggja meðferð hans. Með aðstoð mynd- bandsins var einnig farið í hvernig þróuð hafa verið iðjuþjálfunar- "prógröm" innan ákveðinna sérsviða, t.d. í starfsþjálfun, þar sem kenningum líkansins er fylgt. Kynnt voru ýmis próf, spurningalistar og viðtalsform (interviews) sem gerð hafa verið til að skoða undirkerfin þrjú og eru sum þessara verkfæra meðal best stöðluðu matsaðferða sem iðjuþjálfar hafa úr að velja í dag. Leiðarvísar fyrir þrjú möt voru skildir eftir í vörslu félags- ins, en það eru "Volitional Question- naire", "Self Assessment of Occupa- tional Functioning (SAOF)", og "The Worker Role Interview". Þessir leiðar- vísar verða varðveittir á bókasafni félagsins. Félagið hefur einnig nú þegar haft forgöngu um að panta frá "Clearinghouse" fleiri möt og lýsingar á meðferðar"prógrömmum" fyrir ein- staka sjúklingahópa sem þá bætist við á bókasafnið. Námskeiðið sóttu u.þ.b. 50 iðjuþjálfar og er það hæsta hlutfall af iðjuþjálf- um á landsvísu sem Kielhofner hefur hingað til haldið námskeið fyrir. Þetta ætti að gera okkur iðjuþjálfum hér á íslandi auðveldara fyrir hvað varðar að halda áfram að kynnast og notfæra okkur aðferðir þessa líkans. Clearing- house í Bandaríkjunum er starfrækt á alþjóðavísu og þangað getur hvaða iðjuþjálfi sem er skrifað og fengið upplýsingar og afrit af greinum og verkfærum sem tengjast líkaninu. Fyrir þessa þjónustu þarf aðeins að greiða sem samsvarar ljósritunar- og sendingarkostnaði. Þar sem að mati undirritaðrar greinir mest á milli þessa líkans og annarra kenninga innan iðjuþjálfunar er áherslan á vilja og venjur einstaklings- ins fram yfir áhersluna á færni hans. Sem dæmi má nefna að í bandarískri rannsókn á hversu líklegt fólk væri til að snúa aftur til vinnu að endur- hæfingu lokinni kom í ljós að þar höfðu vilja- og vanakerfið miklu meira forspárgildi en framkvæmdakerfið. I öllum þeim umræðum sem nú eiga sér stað um gæðaþróun í heilbrigðis- þjónustu þá er þetta svo sannarlega umhugsunar vert. Við sem iðjuþjálfar þurfum ef til vill að íhuga hvort við getum ekki breytt áherslum okkar og starfsaðferðum til að mæta betur vilja og þörfum skjólstæðinga okkar. Ann- ars nýtast kraftar okkar ekki sem skyldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.