Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 37

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 37
35 uppörva, fylgjast með framförum og breytingum til hins betra eða verra. Fyrir utan góða þekkingu á sjúkdóm- um og anatomi handarinnar er nauð- synlegt að handþjálfari hafi góða þekkingu á spelkumeðferð og smíði spelkna. Spelkur eru eitt af mikilvæg- ustu hjálpartækjunum við meðferð handskaða. Það er nauðsynlegt að þjálfarinn sé í góðu sambandi við lækninn sem veitir upplýsingar um ástand sjúklingsins, hvort eða hvenær eigi að hefja þjálfun og síðast en ekki síst hversu mikið álag höndin þolir. Áður en meðferð hefst eru gerðar nauðsynlegar mælingar á ástandi handarinnar. Nauðsynlegt er að fram- kvæma þetta mat með reglulegu milli- bili til að fylgjast með framförum og öðrum breytingum. Þegar þjálfarann grunar að ekki standi allt rétt til þarf að hafa samband við viðkomandi lækni áður en meðferð er haldið áfram. í handmati er alltaf lögð áhersla á aktífa hreyfigetu en passíf hreyfigeta getur eigi að síður veitt mikilvægar upplýsingar. Fyrir utan hreyfigetu þarf að skoða eymsli, bjúgmyndun, hugsanlegar breytingar á skynhrifum, örmyndanir og að sjálf- sögðu þá þætti í ADL sem skaðinn hefur áhrif á. Mælingar á handstyrk eru minna mikilvægar þar sem sjaldan er hægt að meta raunverulegan vöðvastyrk vegna ástands handarinnar. Sjúklingur má oft ekki, eða getur ekki framkallað fullan vöðvastyrk. Ég legg því alltaf fremur litla áherslu á æf- ingar til að auka styrk. Hann kemur oftast að sjálfu sé þegar viðkomandi fer að taka fullan þátt í athöfnum daglega lífsins. Meðferð Það er erfitt að staðla meðferð á handasjúklingum en þó eru nokkur grundvallaratriði sem hafa ber í huga: Reyna eftir megni að nota virkar æfingar og forðast passífar æfingar (frá þessu eru undantekningar) Gera æfingar með höndina í hástöðu til að mótverka bjúgmyndun Þjálfa ekki sársauka Forðast hitameðferð Hvetja sjúklinginn til að nota höndina við allar eðlilegar aðstæður Benda sjúklingi á að heimavinnan sé ein af mikilvægustu þáttum þjálfunarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.