Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Page 11

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Page 11
9 löndum sem vinnur við þetta. Stærsti hluti stofnunarinnar er sá sem sinnir kennslu/þjálfun hreyfihamlaðra barna. Börnin koma ung þangað, fyrir og um eins árs aldur. Þá koma þau með foreldrum og kennd eru rétt handtök t.d. við bleyjuskipti og möt- un. Foreldrar og börn koma reglulega í heimsókn til að byrja með en fara síðan í hóp með öðrum, s.k. mother/- baby group eða foreldrahóp. Þessir hópar eru tvisvar í viku tvo klukku- tíma í senn til að byrja með og eftir ákveðinn tíma koma þeir á hverjum degi. Mér leist mjög vel á þessa hjópa. Börnin fá mikla þjálfun frá ungma aldri, ef kalla má þetta þjálfun, og foreldrar læra rétt handtök og hvernig gott er að örva börnin. Ef þurfa þykir þá fara börnin í leik- skólahópa við þriggja ára aldur. For- eldrar eru ekki með þar. Það fer eftir ástandi barns hvort það er daglangt á stofnuninni, kemur hálfan daginn eða jafnvel tvisvar í viku. Sum barnanna voru í dagvistun á almennum leikskóla að hluta til, t.d. á morgnanna og komu svo þarna eftir hádegið. Við sáum hópa sem komu bara tvisvar í viku og það voru krakkar sem voru öll á fæti og í nokkuð góðu ástandi. Það er ailtaf reynt að koma börnunum inn á almenna leikskóla eins fljótt og hægt er og þá fyrst hluta úr degi og síðan að smáauka það. Þegar börnin hafa aldur til fara þau í skóla og þá innan stofnunarinnar ef þarf. Þá eru þau daglangt í pró- grömmum, sem ýmist eru hreyfi- prógrömm eða skólakennsla. Það er eins með þessa krakka og á leikskól- anum að þau eru send í almennan skóla ef hægt er. En börn verða að vera sjálfbjarga og án hjálpartækja til að komast í almennan skóla. Heimavist er starfrækt þarna fyrir þau börn sem eiga heimili langt frá Búda- pest eða ef þau geta ekki einhverra hluta vegna búið hjá foreldrum sínum. Þau sem geta fara heim um helgar eins oft og hægt er. Börnin á heima- vistinni sváfu á rimlabekkjunum sem notaðir eru í þjálfuninni (fengu reynd- ar dýnu undir sig) og ekki er hægt að neita því að það var hálfnöturlegt að sjá þau fara að sofa á bekkjunum. Þau börn sem fóru í almenna skóla fengu eftirfylgd frá stofnuninni og komu þangað reglulega í eftirlit. Það er ekki hægt að segja frá þessari ferð án þess að minnast á sjálfa borg- ina, Búdapest. Þetta er virkilega skemmtileg og falleg borg, mikið af fallegum byggingum, listasöfnum og leikhúsum svo eitthvað sé nefnt. Bíla- kosturinn erfornlegur, aðaluppistaðan eru trabantar og lödur, og mengunin er eftir því. Mannlífið er fjölbreytt og það er óhætt að mæla með þessari borg fyrir þá sem eru á faraldsfæti.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.