Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 52

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 52
✓ Guðrún A. Einarsdóttir iðjuþjálfi 50 ÖLDRUNARÞJÓNUSTA í HÁTEIGSKIRKJU Iðjuþjálfar koma víða við. Síðan í haust hef ég starfað í Öldrunarþjón- ustu Háteigskirkju. Blaðanefnd kom að máli við mig og bað mig að greina frá því starfi sem þarna fer fram, sem ég mun nú reyna að gera. Þessi þjónusta hefur verið starfrækt í sókninni síðan árið 1987. Nú eru tvær fullar stöðuheimildir, og erum við þrjár sem skiptum þeim, ein í fullu starfi og tvær í hlutastarfi. En hvers vegna slíkt starf innan kirkjunnar? Þjónustu og líknarstörf innan krist- innar kirkju, eru engin ný tíðindi og ná allt til frumkristni. Jesús Kristur flutti boðskap sem grundvallaðist á kærleika Guðs til allra manna sem endurspeglaðist í lífi Krists hér á jörðu. Boðun hans og líf eru sú fyrir- mynd sem kristin kirkja hefur og í henni felst hvatning til allra kristinna manna að reynast hver öðrum með- bræður og systur í hinu daglega lífi. I þjóðfélagi okkar í dag, hefur hið opinbera kerfi tekið við hinum ýmsu líknar- og þjónustustörfum. En kirkjan er nú samt þarna enn og verður von- andi alltaf. Því í gegnum tíðina hefur hún einmitt oft verið brautryðjandi í þessum málum og hið opinbera kerfi svo tekið við. T.d. voru það kvenfélög hinna ýmsu sókna sem höfðu for- göngu um fótsnyrtingu, hárgreiðslu og jafnvel leikfimi fyrir gamalt fólk í sóknum sínum, áður en farið var að bjóða upp á þessa þjónustu í þjón- ustumiðstöðvunum. Og enn í dag býður kirkjan þessa þjónustu þar sem ekki eru þjónustumiðstöðvar í grennd- inni. Það má því segja að það kemur í hlut kirkjunnar að leita uppi ný verkefni á hverjum tíma og reyna að mæta þeim þörfum sem brýnastar eru í það og það skiptið. Að mínu áliti er þetta einmitt í mikl- um samhljóm við boðun Krists sem sagðist vera kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. Eða eins og Hanna Þórarinsdóttir hjúkrunarfræð- ingur sem hóf starfið í Háteigskirkju kemst að orði í grein sinni um þessi mál: "Þrátt fyrir rnargs konar tilboð þjóðfélagsins hinum öldruðu til handa eru sumir innilokaðir á heimilum sínum ýmissa hluta vegna, vanmáttug- ir, einir og afskiptir, í fjötrum - áunn- um með eða án vilja. Kærleiksþjón- usta við þá hlýtur að vera meðal brýnni verkefna kirkjunnar." Tilhögun starfsins Frá byrjun starfsins í Háteigskirkju hefur þjónustan við hina öldruðu, nær eingöngu verið bundin við vitjanir í heimahús og er svo enn. Starfsvett- vangur okkar er sóknin öll og stór hluti íbúa hennar er einmitt aldrað fólk, það eru því næg verkefni. Hvern- ig við komumst í samband við skjól- stæðingana er eftir mismunandi leið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.