Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 42

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 42
Hólmfríður Traustadóttir 40 HJÚKRUNARSTARF í SÓMALÍU Haustið 1992 fór ég til Sómalíu á veg- um Rauða Kross Islands. Þar dvaldi ég í sex mánuði við hjúkrunarstörf. Ég vann á sjúkrahúsi sem heitir Keysaney og er í Mogadishue. Keysaney tók til starfa í ársbyrjun 1992, byggingin var nýbyggt fangelsi með háum hvítum múrveggjum allt í kring. Það fylgdi því öryggi að vinna í "fangelsi" meðan stöðug skothríð var fyrir utan. Til okkar komu 15-30 sjúklingar dag hvern, flestir með fersk skotsár. Gerðar voru um 200 aðgerðir á viku. Keysaney var alltaf fullt en pláss var fyrir 160 sjúklinga, sem skiptist í fjórar deildir, tvær fyrir karl- menn, ein fyrir konur og börn og ein nokkurs konar gjörgæsla sem var blönduð deild fyrir veikustu sjúkling- ana. Auk þess var skurðstofa og mót- tökutjald. Ekki voru deildirnar líkar hvítskúruðu deildunum hér heima, þarna var þröngt, rétt hægt að komast á milli rúmanna. Rúmin voru smíðuð á staðnum eins og flest sem við þurft- um að nota. Ekki voru tæki til að- stoðar, enda ekki alltaf hægt að reiða sig á rafmagnið. Öll umönnun sjúkl- inganna gekk þó mjög vel og ekki saknaði ég allra þeirra tækja sem fylla stæði sjúklinganna hér heima. Sam- vinna við samstarfsfólk og sjúklinga var mjög ánægjuleg, þarna er fólk ekkert að flýta sér, gefur sér góðan tíma til að tala saman og snerting er mikilvægur þáttur í lífi þessa fólks. Stundum fékk ég mér gönguferð á múrnum í kringum Keysaney, á aðra hönd blasti við mér Indlandshafið og hvít sandströndin en á hina eyðilegg- ing vopnaskaks. Þarna sem áður var blómleg borg er nú allt í rúst. Ég furðaði mig stundum á þeirri lífsgleði og bjartsýni sem ríkti meðal fólksins sem þarna býr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.