Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Side 42

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Side 42
Hólmfríður Traustadóttir 40 HJÚKRUNARSTARF í SÓMALÍU Haustið 1992 fór ég til Sómalíu á veg- um Rauða Kross Islands. Þar dvaldi ég í sex mánuði við hjúkrunarstörf. Ég vann á sjúkrahúsi sem heitir Keysaney og er í Mogadishue. Keysaney tók til starfa í ársbyrjun 1992, byggingin var nýbyggt fangelsi með háum hvítum múrveggjum allt í kring. Það fylgdi því öryggi að vinna í "fangelsi" meðan stöðug skothríð var fyrir utan. Til okkar komu 15-30 sjúklingar dag hvern, flestir með fersk skotsár. Gerðar voru um 200 aðgerðir á viku. Keysaney var alltaf fullt en pláss var fyrir 160 sjúklinga, sem skiptist í fjórar deildir, tvær fyrir karl- menn, ein fyrir konur og börn og ein nokkurs konar gjörgæsla sem var blönduð deild fyrir veikustu sjúkling- ana. Auk þess var skurðstofa og mót- tökutjald. Ekki voru deildirnar líkar hvítskúruðu deildunum hér heima, þarna var þröngt, rétt hægt að komast á milli rúmanna. Rúmin voru smíðuð á staðnum eins og flest sem við þurft- um að nota. Ekki voru tæki til að- stoðar, enda ekki alltaf hægt að reiða sig á rafmagnið. Öll umönnun sjúkl- inganna gekk þó mjög vel og ekki saknaði ég allra þeirra tækja sem fylla stæði sjúklinganna hér heima. Sam- vinna við samstarfsfólk og sjúklinga var mjög ánægjuleg, þarna er fólk ekkert að flýta sér, gefur sér góðan tíma til að tala saman og snerting er mikilvægur þáttur í lífi þessa fólks. Stundum fékk ég mér gönguferð á múrnum í kringum Keysaney, á aðra hönd blasti við mér Indlandshafið og hvít sandströndin en á hina eyðilegg- ing vopnaskaks. Þarna sem áður var blómleg borg er nú allt í rúst. Ég furðaði mig stundum á þeirri lífsgleði og bjartsýni sem ríkti meðal fólksins sem þarna býr.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.