Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 40

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 40
38 Hástaða: Það vill segja að distali hluti handar- innar er hærri en proximal hlutinn og proximal hlutinn er hærri en hjartað. Kreppuæfingan Að veifa fingrum gerir ekkert gagn. Ahrifaríkasta aðferðin er að lyfta báðum handleggjum hátt upp yfir höfuð og kreppa fingur kröftuglega um það bil 20 sinnum í röð helst einu sinni á klukkutíma fresti. Aðrar aðferðir sem hafa áhrif á bjúgmyndun eru: 1. Nudd distalt til proximalt. 2. Taktfastur þrýstingur t.d. blóð- þrýstingsmanchettur. 3. Vafningur með snæri: - Fingurnir og höndin vafin með snæri distalt til proximalt: - Höndin sett í hástöðu í um það bil 5 mínútur. Það er æskilegt að gera þessa meðferð 3 sinnum á dag ef hún á að hafa tilætluð áhrif. 4. Höndin vafin með teygjubindi í hvíldarstöðu. Er þá höndin fyllt með mjúku efni t.d. grisju. 5. Þrýstihanskar t.d. frá Jobst. 6. Gifsvafningar á einstaka fingur. Fingurinn er þá vafinn með mjóum gifsræmum. Skipt um daglega eða þegar sjúklingur getur auðveldlega tekið hólkinn af. 7. Ulnliðsspelka úr plasti. Spelkan fær úlnlið í dorsalstöðu og auðveldar kraftgrip. þjálfun sem hefst fljótt eftir skaðann er ætíð vænlegri til að koma í veg fyrir kreppur. Spelkur með aktífu togi hafa reynst vel í sainbandi við með- ferð á kreppum. Skurðaðgerðir eru sjaldan vænlegar til árangurs því allar aðgerðir á höndum auka örmyndun og geta gert illt verra. Síðast en ekki síst ber að nefna alvar- legan fylgikvilla eftir handskaða, en það er reflex sympathetic dystrophy. Helstu einkennin eru sársauki, bjúg- myndun, stirðleiki í liðum, breytingar á litarhætti handarinnar, beinþynning og atrofi. Þetta ástand er erfitt viður- eignar og langvinnt og getur leitt til varanlegrar örkumlunar þrátt fyrir meðferð. Meðferð við þetta ástand er áframhaldandi þjálfun. Hér reynist heimaþjálfun oft árangurslítil og þarf sjúklingur því iðulega að þjálfa undir daglegri leiðsögn. Meðferð eftir aðgerð á flexorisinu kemur oft til kasta handþjálfarans. Hér skal því að lokum lýst í stórum dráttum þeim atriðum sem eru mikil- vægust í meðferðinni. Slit á flexorsinu: Þegar um er að ræða aðgerðir vegna slita á vöðvasinum þarf að gæta tölu- verðrar varúðar og fylgja nákvæmri áætlun þar sem álag er aukið og með- ferð breytt eftir ákveðinni tímaskipt- ingu. KREPPUR eru algengt vandamál eftir handskaða. Kreppur geta þróast þó að ýtrustu varkárni sé gætt. Erfiðast viðfangs eru kreppur í fingurliðum og þá fyrst og fremst í PIP liðum. Öll Vika 1-4: Strax að aðgerð lokinni er lagt á svokallaða Kleinert tog. Það er spelka sem er sett dorsalt á hönd strax að lokinni aðgerð. Togið þarf að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.