Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 44

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 44
I 42 OPIÐ HÚS á vegum Háskóla íslands 21. mars 1993 ✓ x A vegum Iðjuþjálfafélags Islands voru í kynningarnefnd: Sigrún Olafsdóttir Þóra Leósdóttir Unnur Jóhannesdóttir Hlín Guðjónsdóttir Gunnhildur Gísladóttir Dorothea Schultzer Magnús Guðmundsson deildarstjóri upplýsingadeildar HÍ hafði samband við Hope bréfleiðis í janúar, og bauð II að taka þátt í kynningu á menntun á háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu. Ofangreindir iðjuþjálfar hittust síðan á sínum fyrsta fúndi í byrjun febrúar. Fundahöld voru meira og minna vikulega fram að kynningardeginum. Fyrstu fundir fóru í umræður um hvernig að þessu skyldi staðið, skil- greina markhópinn, ræða reynslu frá í fyrra og hvaða kynningarefni væri til í fórum félagsins. Verkum var skipt á milli hópmeðlima. Hope hafði viðrað við sjúkraþjálfara að við gætum verið í samfloti með þeim. Við byrjuðum á að hafa sam- band við Maríu Þorsteinsdóttur náms- brautarstjóra sjúkraþjálfunar. Einnig var haft samband við upplýsinga- deildina og þátttaka okkar staðfest. Úr varð að iðjuþjálfun yrði kynnt í Læknagarði ásamt sjúkraþjálfun, læknisfræði, tannlækningum, tann- smíði o.fl. Við fengum svo að segja að velja staðsetninguna í húsinu. Völdum við "anddyri" á þriðju hæð, í alfaraleið beint á móti lyftum hússins og við kaffisöluna. Við reiknuðum því með að við sæjumst örugglega. Samkvæmt reynslu síðasta árs þótti mikilvægast að kynna námið sem slíkt. Hafa greinagóðar upplýsingar um námsgreinar, inngönguskilyrði, vegg- spjöld yrðu auðskilin, almenns eðlis en ekki miklar upplýsingar um sér- hæfð starfssvið. Einnig að hafa lista yfir skóla og úrval af námsbókum til sýnis. Rætt var um að hafa bæklinga frá nokkrum skólum en okkur þótti það of erfitt viðfangs þar sem lítið er til af nýjustu bæklingum og kannski ekki rétt að velja úr ákveðin lönd. Einnig ákváðum við að nota þau kynningarmyndbönd sem félagið á en það eru tvær bandarískar myndir og ein dönsk. Ekki vorum við fullkom- lega ánægðar með að hafa erlendar kynningarmyndir en það sýndi sig að vera betra en ekkert. Það ber líka að nefna að Hjálpar- tækjabankinn lagði okkur lið með því að lána ýmis hjálpartæki sem við höfðum til sýnis og var það hið besta mál. Mappa félagsins frá 1986 lá frammi og er hún ágætis heimild um starfsemi Iðjuþjálfafélagsins (ber þó að kippa minningargreinum úr).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.