Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Side 44

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Side 44
I 42 OPIÐ HÚS á vegum Háskóla íslands 21. mars 1993 ✓ x A vegum Iðjuþjálfafélags Islands voru í kynningarnefnd: Sigrún Olafsdóttir Þóra Leósdóttir Unnur Jóhannesdóttir Hlín Guðjónsdóttir Gunnhildur Gísladóttir Dorothea Schultzer Magnús Guðmundsson deildarstjóri upplýsingadeildar HÍ hafði samband við Hope bréfleiðis í janúar, og bauð II að taka þátt í kynningu á menntun á háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu. Ofangreindir iðjuþjálfar hittust síðan á sínum fyrsta fúndi í byrjun febrúar. Fundahöld voru meira og minna vikulega fram að kynningardeginum. Fyrstu fundir fóru í umræður um hvernig að þessu skyldi staðið, skil- greina markhópinn, ræða reynslu frá í fyrra og hvaða kynningarefni væri til í fórum félagsins. Verkum var skipt á milli hópmeðlima. Hope hafði viðrað við sjúkraþjálfara að við gætum verið í samfloti með þeim. Við byrjuðum á að hafa sam- band við Maríu Þorsteinsdóttur náms- brautarstjóra sjúkraþjálfunar. Einnig var haft samband við upplýsinga- deildina og þátttaka okkar staðfest. Úr varð að iðjuþjálfun yrði kynnt í Læknagarði ásamt sjúkraþjálfun, læknisfræði, tannlækningum, tann- smíði o.fl. Við fengum svo að segja að velja staðsetninguna í húsinu. Völdum við "anddyri" á þriðju hæð, í alfaraleið beint á móti lyftum hússins og við kaffisöluna. Við reiknuðum því með að við sæjumst örugglega. Samkvæmt reynslu síðasta árs þótti mikilvægast að kynna námið sem slíkt. Hafa greinagóðar upplýsingar um námsgreinar, inngönguskilyrði, vegg- spjöld yrðu auðskilin, almenns eðlis en ekki miklar upplýsingar um sér- hæfð starfssvið. Einnig að hafa lista yfir skóla og úrval af námsbókum til sýnis. Rætt var um að hafa bæklinga frá nokkrum skólum en okkur þótti það of erfitt viðfangs þar sem lítið er til af nýjustu bæklingum og kannski ekki rétt að velja úr ákveðin lönd. Einnig ákváðum við að nota þau kynningarmyndbönd sem félagið á en það eru tvær bandarískar myndir og ein dönsk. Ekki vorum við fullkom- lega ánægðar með að hafa erlendar kynningarmyndir en það sýndi sig að vera betra en ekkert. Það ber líka að nefna að Hjálpar- tækjabankinn lagði okkur lið með því að lána ýmis hjálpartæki sem við höfðum til sýnis og var það hið besta mál. Mappa félagsins frá 1986 lá frammi og er hún ágætis heimild um starfsemi Iðjuþjálfafélagsins (ber þó að kippa minningargreinum úr).

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.