Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 15
Janus Guðlaugsson 13 ÍÞRÓTTASKÓLI FYRIR BÖRN „ Skynhreyfí skóli“ Hvað er íþróttaskóli bamanna? Iþróttaskóli barnanna er staður þar sem börnum er gefínn kostur á fjöl- breyttu hreyfinámi við hæfi hvers og eins. Reynt er að gera umhverfið eins aðlaðandi og kostur er og skapa já- kvæðan og hlýlegan vinnuanda. Markmið skólans Aðalmarkmið skólans er að undirbúa börnin undir að standa á eigin fótum í skóla lífsins og skapa hjá þeim áhuga á hreyfíngu sem varir ævilangt. Önnur markmið sem skólinn hefur sett sér eru að koma til móts við óskir og þarfír hvers og eins, að barninu líði vel og að það fái verkefni við hæfí. Hreyfínámið skipar veglegan sess í námi barnsins og reynum við í íþrótta- skólanum að tengja hreyfínguna við hina ýmsu þroskaþætti barnsins eins og líkams- og hreyfiþroskann, mál- og vitsmunaþroskann,tilfinningaþroskann og félags- og siðgæðisþroskann. Reynslan hefur kennt okkur sem að þessari uppbyggingu starfa að það er oft erfitt að ná til eins hæfileika barnsins sérstaklega, heldur þurfi að vinna með einn hæfileika í gegnum annan. Hinir ýmsu hreyfileikir hafa hjálpað mikið til við að ná markmið- unum og í raun væri réttast að nefna skólann skynhreyfiskóla þar sem hreyfileikir eru þungamiðja námsins (sjá mynd um hreyfingu og leiki = Hreyfileiki, úr bókinni "Bewegungs- spiele fúr Kinder" P. Ehrlich, K. Hei- mann 1982). Svissneski sálfræðingur- inn Heinrich Pestalozzi kemst vel að orði þegar hann segir: "Frá náttúrunnar hendi er barn ein óaðskiljanleg heild með margslungn- um hæfíleikum hjartans, andans og líkamans. Náttúran vill að enginn þessara hæfíleika verði eftir á þroska- brautinni. Þroski eins hæfíleika er ekki einungis óaðskiljanlega tengdur þroska annars hæfíleika, heldur þroskast einn hæfileiki með öðrum og í gegnum annan."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.