Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Page 15

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Page 15
Janus Guðlaugsson 13 ÍÞRÓTTASKÓLI FYRIR BÖRN „ Skynhreyfí skóli“ Hvað er íþróttaskóli bamanna? Iþróttaskóli barnanna er staður þar sem börnum er gefínn kostur á fjöl- breyttu hreyfinámi við hæfi hvers og eins. Reynt er að gera umhverfið eins aðlaðandi og kostur er og skapa já- kvæðan og hlýlegan vinnuanda. Markmið skólans Aðalmarkmið skólans er að undirbúa börnin undir að standa á eigin fótum í skóla lífsins og skapa hjá þeim áhuga á hreyfíngu sem varir ævilangt. Önnur markmið sem skólinn hefur sett sér eru að koma til móts við óskir og þarfír hvers og eins, að barninu líði vel og að það fái verkefni við hæfí. Hreyfínámið skipar veglegan sess í námi barnsins og reynum við í íþrótta- skólanum að tengja hreyfínguna við hina ýmsu þroskaþætti barnsins eins og líkams- og hreyfiþroskann, mál- og vitsmunaþroskann,tilfinningaþroskann og félags- og siðgæðisþroskann. Reynslan hefur kennt okkur sem að þessari uppbyggingu starfa að það er oft erfitt að ná til eins hæfileika barnsins sérstaklega, heldur þurfi að vinna með einn hæfileika í gegnum annan. Hinir ýmsu hreyfileikir hafa hjálpað mikið til við að ná markmið- unum og í raun væri réttast að nefna skólann skynhreyfiskóla þar sem hreyfileikir eru þungamiðja námsins (sjá mynd um hreyfingu og leiki = Hreyfileiki, úr bókinni "Bewegungs- spiele fúr Kinder" P. Ehrlich, K. Hei- mann 1982). Svissneski sálfræðingur- inn Heinrich Pestalozzi kemst vel að orði þegar hann segir: "Frá náttúrunnar hendi er barn ein óaðskiljanleg heild með margslungn- um hæfíleikum hjartans, andans og líkamans. Náttúran vill að enginn þessara hæfíleika verði eftir á þroska- brautinni. Þroski eins hæfíleika er ekki einungis óaðskiljanlega tengdur þroska annars hæfíleika, heldur þroskast einn hæfileiki með öðrum og í gegnum annan."

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.