Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 10
8 ég sumarið 1976 með pompi og pragt, sann- færð um að ég hefði valið rétt. Þegar þetta var að gerast hjá mér í Dan- mörku var mér aldeilis ókunnugt um að uppi á íslandi leit dagsins ljós lítið félag iðjuþjálfa; Iðjuþjálfafélag íslands. Sjö iðju- þjálfar voru stofnfélagar. Ég bjó í Danmörku til 1980 og fylgdist því ekkert með fyrstu sporum félagsins en í gömlu blaði (Fréttablað IÍ frá 79) sé ég að fé- lagið fylgdist með sínu fólki. Þar les ég m. a. að Margrét Sig., Sigrún Ásmunds. og Rósa Hauks. séu komnar heim úr námi, Ingibjörg Péturs. hafi starfað á Landspítalanum þá um sumarið og Snæfríður sem sé við nám í Ósló hafi starfað á Grensásdeild um sumarið. Svo hafði Sigríður Jóns. eignast dóttur í apríl. Já, stóri bróðir fylgist heldur betur með. í 1. tbl. Fréttblaðsins frá 1980 er kvartað yfir slæmum heimtum á nemum sem luku námi það árið. Nýrra iðjuþjálfa var beðið með mikilli eftirvæntingu. Hvenær koma þær, hvert fara þær? Sjálf skilaði ég mér heim 1980 og réð mig á Reykjalund. Þá er loks komið að máli málanna. Ég kynnstist framvarðarsveit íslenskra iðjuþjálfa og starfsemi Iðjuþjálfafélagsins þar sem Hope Knútsson var í fararbroddi (Still going strong). Þá voru starfandi um 15 iðjuþjálfar, auk nokkurra útlendra farand- iðjuþjálfa sem unnu hér tímabundið. Iðjuþjálfarnir sem stóðu að stofnun Iðju- þjálfafélagsins og þeir sem störfuðu fyrstu árin voru eldhugar sem unnu afar óeig- ingjart starf í þágu félagsins og stéttarinnar. Mikið kynningarstarf hafði verið unnið og árið 1980 var helgað kynningu á iðjuþjálfun (Og enn erum við að ...). Ýmis hefti og bæklingar höfðu varið út- búin. Auk kynningarbæklinga má nefna hefti með leiðbeiningum um réttar vinnu- stellingar og leiðbeiningum um liðvernd. Og framsýnar voru þær: í öðru tölublaði Fréttablaðsins frá 1979 birtist greinargerð » sem send var í heilbrigðisráðuneytið og fé- lagsmálaráðuneytið og T. R. um iðjuþjálfun sem þátt í betri og víðtækari heilbrigðisþjón- ustu. Þessi greinargerð er aldeilis frábær og mætti nota hana nánast óreytta í dag. Á þessum árum nálgaðist það dauðasynd að SKRÓPA á félagsfundum - það varð alla vega að vera góð ástæða fyrir fjarveru. Eng- inn komst hjá því að sitja í nefnd, einni eða fleiri. Ætli nefndirnar hafi ekki verið um það bil jafnmargar og félagsmenn sjálfir. Þó brautryðjendurnir væru oft stórhuga þá þurfti líka að huga að smáatriðum. Ég áttaði mig á því þegar ég mætti á minn fyrsta félagsfund. Þá var í 3 klst. rætt um hvernig hausinn á bréfsefni Iðjuþjálfafélags- ins ætti að vera. Þetta var hitafundur; deilt var um stærð, þykkt, lit og lögun á bókstöf- unum og sýndist sitt hverjum. Þetta gæti lík- lega flokkast undir smættahyggju og svo var líka með ýmislegt í meðferð. Mér eru t. d. minnistæðar teikningar af breytingum á hreyfifærni í II. fingri sjúklings með skerta hreyfifærni. Þá hafði verið notaður pípu- hreynsari, hann mótaður eftir fingrinum og síðan var teiknað á blað á viku fresti svo hægt væri að sjá framfarir .... Ekki veit ég hvað Kielhofner segði um svona iðjuþjálfun. En lífið var ekki bara alvara. Litla iðju- þjálfafjölskyldan var líka samhent á gleði- stundum. Það var farið í ferðlög, grillað, sungið og spilað. Allir skemmtu sér hið besta og hlógu mikið. Sjálfsagt þótti að eigi- menn væru með í öllum ferðum og partý- ' um. Það fannst mér nýfrelsaðri rauð- sokkunni megnasti óþarfi, enda átti ég þá ekki eiginmann sem ég gat mætt með upp á arminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.