Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 10
8
ég sumarið 1976 með pompi og pragt, sann-
færð um að ég hefði valið rétt.
Þegar þetta var að gerast hjá mér í Dan-
mörku var mér aldeilis ókunnugt um að
uppi á íslandi leit dagsins ljós lítið félag
iðjuþjálfa; Iðjuþjálfafélag íslands. Sjö iðju-
þjálfar voru stofnfélagar.
Ég bjó í Danmörku til 1980 og fylgdist því
ekkert með fyrstu sporum félagsins en í
gömlu blaði (Fréttablað IÍ frá 79) sé ég að fé-
lagið fylgdist með sínu fólki. Þar les ég m. a.
að Margrét Sig., Sigrún Ásmunds. og Rósa
Hauks. séu komnar heim úr námi, Ingibjörg
Péturs. hafi starfað á Landspítalanum þá um
sumarið og Snæfríður sem sé við nám í Ósló
hafi starfað á Grensásdeild um sumarið.
Svo hafði Sigríður Jóns. eignast dóttur í
apríl. Já, stóri bróðir fylgist heldur betur
með.
í 1. tbl. Fréttblaðsins frá 1980 er kvartað
yfir slæmum heimtum á nemum sem luku
námi það árið. Nýrra iðjuþjálfa var beðið
með mikilli eftirvæntingu. Hvenær koma
þær, hvert fara þær?
Sjálf skilaði ég mér heim 1980 og réð mig
á Reykjalund.
Þá er loks komið að máli málanna.
Ég kynnstist framvarðarsveit íslenskra
iðjuþjálfa og starfsemi Iðjuþjálfafélagsins
þar sem Hope Knútsson var í fararbroddi
(Still going strong). Þá voru starfandi um 15
iðjuþjálfar, auk nokkurra útlendra farand-
iðjuþjálfa sem unnu hér tímabundið.
Iðjuþjálfarnir sem stóðu að stofnun Iðju-
þjálfafélagsins og þeir sem störfuðu fyrstu
árin voru eldhugar sem unnu afar óeig-
ingjart starf í þágu félagsins og stéttarinnar.
Mikið kynningarstarf hafði verið unnið og
árið 1980 var helgað kynningu á iðjuþjálfun
(Og enn erum við að ...).
Ýmis hefti og bæklingar höfðu varið út-
búin. Auk kynningarbæklinga má nefna
hefti með leiðbeiningum um réttar vinnu-
stellingar og leiðbeiningum um liðvernd.
Og framsýnar voru þær: í öðru tölublaði
Fréttablaðsins frá 1979 birtist greinargerð »
sem send var í heilbrigðisráðuneytið og fé-
lagsmálaráðuneytið og T. R. um iðjuþjálfun
sem þátt í betri og víðtækari heilbrigðisþjón-
ustu. Þessi greinargerð er aldeilis frábær og
mætti nota hana nánast óreytta í dag.
Á þessum árum nálgaðist það dauðasynd
að SKRÓPA á félagsfundum - það varð alla
vega að vera góð ástæða fyrir fjarveru. Eng-
inn komst hjá því að sitja í nefnd, einni eða
fleiri. Ætli nefndirnar hafi ekki verið um það
bil jafnmargar og félagsmenn sjálfir.
Þó brautryðjendurnir væru oft stórhuga
þá þurfti líka að huga að smáatriðum. Ég
áttaði mig á því þegar ég mætti á minn
fyrsta félagsfund. Þá var í 3 klst. rætt um
hvernig hausinn á bréfsefni Iðjuþjálfafélags-
ins ætti að vera. Þetta var hitafundur; deilt
var um stærð, þykkt, lit og lögun á bókstöf-
unum og sýndist sitt hverjum. Þetta gæti lík-
lega flokkast undir smættahyggju og svo
var líka með ýmislegt í meðferð. Mér eru t.
d. minnistæðar teikningar af breytingum á
hreyfifærni í II. fingri sjúklings með skerta
hreyfifærni. Þá hafði verið notaður pípu-
hreynsari, hann mótaður eftir fingrinum og
síðan var teiknað á blað á viku fresti svo
hægt væri að sjá framfarir .... Ekki veit ég
hvað Kielhofner segði um svona iðjuþjálfun.
En lífið var ekki bara alvara. Litla iðju-
þjálfafjölskyldan var líka samhent á gleði-
stundum. Það var farið í ferðlög, grillað,
sungið og spilað. Allir skemmtu sér hið
besta og hlógu mikið. Sjálfsagt þótti að eigi-
menn væru með í öllum ferðum og partý- '
um. Það fannst mér nýfrelsaðri rauð-
sokkunni megnasti óþarfi, enda átti ég þá
ekki eiginmann sem ég gat mætt með upp á
arminn.