Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 14

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 14
12 fleira. Einu sinni í viku höfðum við hóp- virkni og var þá tekið upp á ýmsu til dæmis fengum okkur kaffi, ræddum saman, spil- uðum á spil eða jafnvel þrykktum. Hug- myndin með dagdeildinni var sú, að ef aðstæður leyfðu var sjúklingur útskrifaður fyrr af endurhæfingadeildinni. Hann kom síðan í þjálfun tvo eða þrjá hálfa daga í viku á dagdeildina. Þetta reyndist mjög vel. Á dagdeildinni starfaði einn iðjuþjálfi og einn sjúkraþjálfari með sinn hvorn aðstoðar- manninn og að auki einn sjúkraliði. Algengustu hjálpartækin voru til á lager á sjúkrahúsinu og voru þau afhent sjúkling- um við útskrift. Ef hins vegar var þörf á sér- tækari hjálpatækjum var skrifuð beiðni til tryggingastofnunar sem úrskurðaði um hvort þörf var á slíku eða ekki. Við útskrift sjúklings var minni ábyrgð lokið. Sendi ég þá allar upplýsingar, bæði skriflega og jafnvel símleiðis, til iðjuþjálfa á heilsugæslustöðinni í umdæmi sjúklingsins sem þar með yfirtók ábyrgðina. Samskipti mín og heilsugæsluiðjuþjálfa höfðu oft byrj- að fyrr sérstaklega ef um heimilisbreytingar var að ræða og ef einstaklingurinn gat ekki útskrifast fyrr en að þeim loknum. Félags- lega kerfið fannst mér virka ágætleg, það voru til lausnir fyrir einstaklingana og þær virkuðu og tel ég ástæðuna meðal annars vera góða samvinnu ólíkra fagaðila þar sem markmiðin voru skoðuð. Svíar eru komnir langt á veg hvað varðar útbreiðslu iðjuþjálf- unar í þjóðfélaginu. Möguleikar til breyt- inga á heimili fatlaðs einstaklings eru miklir og er góð samvinna við þá aðila sem halda utan um bæði skipulag og framkvæmd. Vorið 1995 flutti ég síðan til íslands. Það var ekki sjálfsagt að fá starf sem iðjuþjálfi þegar ég kom heim sólgin í að byrja að vinna eftir barnseignafrí, þar sem ráðninga- stopp ríkti á stærri sjúkrahúsunum. Ég hafði hug á að starfa með reyndum iðjuþjálfum. Ég fékk þó snemma um sumarið ráðningu við Borgaspítalann á þeim forsendum að ég færi á Landakot þegar þar yrði opnuð öldr- unarendurhæfingardeild þá um haustið. Tímann fram að því ætlaði ég að nota til þess að kynnast vinnubrögðum hér á landi. í október 1995 pakkaði ég niður til flutnings. Eina griptöng, eina sokkaífæru og skóhorn setti ég í bakpoka ásamt ýmsu fleiru sem komst fyrir og lagði af stað á Landakot. Ég hafði nú ekki alveg gert mér grein fyrir því hvað ég var að fara út í. Aðstæðurnar voru frumlegar og hálf einmannalegar, þar sem engin iðjuþjálfun hafði verið til staðar í hús- inu áður. Ég fékk til umráða tvö tóm bráða- birgðaherbergi og ekki um annað að ræða en að bretta upp ermar. Ég fékk leyfi til að fara yfir á lokaða deild uppi á 5. hæð sem var full af gömlum húsgögnum og taka það nauðsynlegasta. Þar fann ég meðal annars tvær gamlar sessur og uppblásna klósett- upphækkun sem ég tók traustataki, ekki veitti af því. Ég fékk síðan sitt lítið af hverju, bæði frá Borgarspítala og Grensás. Mér var tekið opnum örmum á Landakoti þar sem lengi hafði verið beðið eftir iðjuþjálfa í hús- ið. Skyldi ég nú standa undir væntingum? Ég uppgötvaði fljótt að ég hafði nóg að gera, því nú skildi nota iðjuþjálfann, loksins þeg- ar hann var kominn. Ég upplifði mig því mjög ófullnægjandi. Þetta var eins og að brjóta saman tau upp úr bala og halda að ég væri að ná botninum en svo fylltist hann óðar aftur. Ég veit ekki hvernig ég hefði far- ið að ef ég hefði ekki getað hringt upp á Borgarspítala eða Grensás og talað við iðju- þjálfana þar. Sagt er það sem við iðjuþjálfar eigum við að geta bjargað okkur við ólíkleg- ustu aðstæður. Til að mynda með það í huga hef ég því reynt að vinna eins skipulega og markvisst og hægt er. Vegna aðstæðna er sú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.