Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 21

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 21
19 grunnnám iðjuþjálfa í Bandaríkjunum þannig að nemendur kynnist þessum hugsunarhætti frá byrjun. Hann bað mig um að skrifa kafla um kenningarnar og hvernig sálræn einkenni af vefrænum toga hafa áhrif á framkvæmdafæmi. Til að skrifa annan kafla í bókinni sem fjallar um með- ferð, valdi hann iðjuþjálfa sem hefur einnig verið á námskeiði hjá mér. Sú heitir Kerry Ruvid og byggði hún mastersverkefni sitt, sem hún lauk frá Gainsville háskólanum í Florida í fyrra, á A-ONE matinu. Meðferðar- kafli bókarinnar verður því einnig skrifaður í sama anda. - Hefur pú hug á að halda áfram námi? Það hefur verið ýtt á mig að fara í dokt- orsnám og mér boðnir styrkir í tengslum við slíkt. Vissulega hef ég áhuga á frekara námi, en maður verður að velja og hafna. Frekara nám eins og ég hugsa mér það, krefst þess að ég flytjist erlendis eina ferðina enn. Það yrði í fjórða skiptið og ég hef ekki mikinn áhuga á því. Ég yrði auk þess að hætta ferðalögum til kennslu um tíma og þar með útbreiðslu á matinu. Það er ekki hægt að samræma alla þessa hluti og því verður maður að finna réttu áherslurnar hverju sinni. Gagnasöfnun og rannsóknir get ég hins vegar stundað án þess að fara endilega út í frekara nám og það er mjög brýnt verk. Hins vegar skortir mig í augnablikinu bæði tíma og fjármagn til að skipuleggja gagnasöfnun til rannsókna og til að vinna úr gögnunum. - Hver er pín framtíðarsýn varðandi náms- braut í iðjupjálfun og próun iðjupjálfunar á íslandi næstu 20 árin? Varðandi kennslu á íslandi er nú fyrst að sjá hvort námsbraut kemst á laggirnar. Ef námsbrautin verður að veruleika, þá þarf að leggja megin áherslu á að hún verði byggð á traustum grunni frá upphafi, því framtíð iðjuþjálfunar í landinu mun velta á þessu námi. Námið þarf að byggja á því besta sem völ er á varðandi grunnhugmyndir iðju- þjálfunar og að mínu mati er nauðsynlegt að leggja áherslu á að sjónarhorn iðjuþjálfans miðar alltaf út frá iðju eða athöfnum, eins og fram kemur í „Occupational Science" lík- aninu frá Suður-Kaliforníu háskóla, því maðurinn er athafnavera. Með slíku við- horfi má koma í veg fyrir of mikla skörun við aðrar stéttir. Hvað varðar þróun iðjuþjálfunar á ís- landi næstu tuttugu árin, fyndist mér æski- legt að leysa eitthvað af þeim málum, sem hafa verið til umræðu síðustu tuttugu árin. Þar má nefna samninga við Tryggingastofn- un ríkisins um greiðslur vegna iðjuþjálfunar í heimahúsum og á göngudeildum. Mikil- vægt er að iðjuþálfum fjölgi þannig að biðin eftir iðjuþjálfun styttist og fólk fái þar með þá tegund þjálfunar sem það þarf á að halda, en ekki eitthvað annað í staðinn. Fleiri iðjuþjálfa þarf til starfa í skólakerfinu og víðar. Til að þessi fjölgun geti átt sér stað er þörf á lausn í skólamálum. Stórauka má rannsóknir á sviði iðjuþjálf- unar og gæðakannanir ættu að verða sjálf- sagður þáttur í starfi iðjuþjálfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.