Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 30

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 30
28 er sá eini í Danmörku sem notar þessa að- ferð að fullu. Námið lýsir sér þannig að allt frá upphafi eru nemendur látnir fást við viðfangsefni eða „case" úr raunveruleikanum. Notaðar eru lýsingar á sjúkdómstilfellum o. fl. sem tengist einstaklingum, hlutum sem iðju- þjálfinn þarf að takast á við í sínu starfi. Við sem nemendur höfum ekki nauðsynlegan bakgrunn til að leysa málin. Dæmin úr raunveruleikanum virka sem hvatning til að afla og tileinka okkur vitneskju svo við get- um unnið faglega með viðfangsefnin eða þann hluta þeirra sem tengjast námsefninu. Þetta er unnið með í svokölluðum PBL-hóp- um. 44 nemendum bekkjarins er skipt í 7-8 manna hópa sem vinna saman 1 ár í senn og oft 10-25 tíma á viku. Að lokinni PBL-hóp- vinnu sem getur tekið tvo daga og allt upp í nokkrar vikur, miðla allir hóparnir því sem þeir hafa fengist við, til hinna í bekknum. Takmarkið er að allir í bekknum fái eins breiða vitneskju um efnið og hægt er. Allan tímann höfum við kennara sem gefa ráð, handleiða og eru okkur til trausts og halds. Þess á milli fáum við kennslu í fyrirlestra- formi í því efni sem tengist hópvinnunni. Hópvinna er einkennandi fyrir námið. Það gerir meiri kröfur til okkar útlending- anna um fæmi í dönsku, þar sem tjáning og gagnkvæmur skilningur eru alfa og omega í samvinnunni. Það er erfitt að vinna í hópum en það verður eflaust ekki auðveldara sem starfandi iðjuþjálfi. Þetta er því ómetanleg reynsla sem nýtist okkur á mörgum sviðum. Af hverju PBL? Markmiðið með PBl-aðferð er að nemendur verði þjálfaðir í samvinnu og að þeir „læri að læra" Áður fyrr var reynslan sú að það sem kennt var úreltist á skömmum tíma. Nemendur áttu erfitt með að yfirfæra það sem þeir lærðu yfir á raunveruleg tilfelli. Einnig var námsefnið orðið það mikið að það var erfitt að komast yfir það á tilætluð- um tíma. Námið varð yfirborðskennt þar sem það einkenndist af utanbókarlærdómi og vantaði tengsl við hið raunverulega starf iðjuþjálfa. Reynslan að PBL-aðferð sýnir að nemendur verða sjálfstæðari, þjálfaðari í samvinnu og ábyrgðarmeiri. Jafnvel þó að hin fræðilega þekking okkar sé minni vegna aukinnar hópavinnu á kostnað fyrirlestra þá vitum við hvar og hvernig við öflum henn- ar. Það er gott vegarnesti fyrir starf í velferð- arkerfi sem tekur stöðugum breytingum og gerir sífellt meiri kröfur um auka faglega kunnáttu. Eða, eins og WHO orðar það: „.... að geta lært það sem maður á að vita á morgun." \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.