Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 45
43
ferlihjálpatækjum fyrir ung fötluð börn eru
strax nokkrar spurningar sem vakna, svo
sem: Hvort hið fatlaða barn eigi að fá
ferlihjálpartæki, hvaða tæki og hvenær
(Wright-Ott og Egilson, 1996).
Það er ekki alltaf einfalt að svara spum-
■ngunni hvort fatlað barn eigi aðfá ferlihjálpar-
tæki og stundum skortir á einingu um þessi
mál meðal fagmanna. Þetta á sérstaklega við
um notkun göngugrinda og rafknúinna
hjálpartækja. Og vissulega er að mörgu að
gæta.
Ef göngugrind hentar barni ekki nægi-
fega vel, þá er hætt við að það noti óæskileg-
ar hreyfingar til að knýja hana áfram. Slíkt
er gagnstætt meðferðarsjónarmiðum og get-
ur í vissum tilvikum seinkað eða dregið úr
hreyfiþroska og þar með framtíðarmögu-
feikum. í dag eru reyndar flestar göngu-
grindur með fjölbreytta stillimöguleika og
bjóða upp á betri stöðu en á árum áður.
Notkun ferlihjálpartækja getur sannanlega
ýtt undir aðra þroskaþætti hjá ungum
hreyfihömluðum börnum, s.s. sálfélagslega
feerni, málþroska og möguleika á samskipt-
um. Rannsóknir Paulsson (1984) og annarra
staðfesta engan veginn að notkun rafknú-
'nna hjálpartækja komi í veg fyrir eða seinki
hreyfifærni. Niðurstöður sýna, þvert á móti,
°ft aukna höfuðstjóm og meiri stöðugleika í
hol. Einnig sýna mörg böm aukinn áhuga á
líkamlegri þjálfun, sem og aukið þor og
sjálfstraust í hreyfingum.
- Hvenær ættu fótluð börn að byrja að nota
ferlihjálpartæki?
í dag er tilhneiging til að byrja fyrr en
áður var gert, þ.e. á sama aldursbili og þeg-
ar ófötluð börn byrja að fara um. Ýmsir
frasðimenn álíta að ef fötluð börn komast
ekkert um sjálf, þá eigi að huga að hjálpar-
t®kjum þegar á öðru aldursári. Með rann-
sóknum á þessu sviði hefur Butler (1988)
sýnt fram á að 17 mánaða börn geta komist
um örugglega í rafknúnum hjálpartækum.
Það er stundum erfitt fyrir þjálfara og
lækna að mæla með notkun ferlihjálpar-
tækja, sérstaklega hjólastóla, fyrir ung fötluð
börn. Foreldrar kunna að taka þessu sem
uppgjöf og vísbendingu um að bamið muni
aldrei geta farið um sjálft. Það sem ber þó
að hafa að leiðarljósi er að öll börn hafa þörf
fyrir að fara um sjálf og tilgangurinn með
tækinu er að auka sjálfstæði og fæmi barns-
ins þangað til og hvort sem það nær að fara
um sjálft síðar meir eða ekki.
- Hvaða tæki ber að velja?
Það er margt sem ber að athuga við val á
ferlihjálpartækjum fyrir ung fötluð börn. Til-
ganginn með notkun tækisins ræður að
sjálfsögðu miklu, en einnig þarf að huga vel
að líkamlegri og sálfélagsleg færni barnsins
og takmörkunum. Umhverfið þar sem nota
á tækið skiptir miklu. Það ber að vega og
meta kosti og galla tækisins miðað við fyrir-
hugaða notkun, hvernig notkun þess sam-
ræmist meðferðarsjónarmiðum og lokum að
athuga hvað tækið kostar í peningum miðað
við það sem við fáum í aðra hönd.
Þar sem ólík tæki gefa ólíka möguleika er
oft þörf fyrir fleiri en eitt ferlihjálpartæki.
Hvað sem verður fyrir valinu, í öllum tilvik-
um er þörf á góðri skipulagningu og náinni
samvinnu milli þeirra fagaðila sem með
barnið vinna og fjölskyldu þess.
Flokkun fatlana og áhrif þessa á
val á ferlihjálpartækjum
Við val á hjálpartækjum hér á landi hafa
hagkvæmnissjónarmið gjarnan verið ríkj-
andi, en minna verið hugað að þroskasjón-
armiðum. Hér er þó til staðar mikil klínísk
reynsla og þvi ætti að vera auðvelt að huga