Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 52
50
íþrótta- og útbreiðslusviðs íþróttasam-
bands fatlaðra), aðgengi (Sigurður Björns-
son, Landssamtökum Sjálfsbjargar) og
samgöngumál (? íslenskur fulltrúi). Þessi
hópur hittist reglulega hér heima undir
stjórn Margrétar Margeirsdóttur, deildar-
stjóra í Félagsmálaráðuneytinu. Helios II
samstarfsverkefnið er til lok árs 1996 og
allt er enn óljóst um framtíð verkefnisins.
• Fræðsludagur um Helios. Þann 7. febrúar
1996 var haldinn fræðsludagur hér á ís-
landi um Helios II verkefnið og komu þá
til landsins tveir fulltrúar frá Helios skrif-
stofunni í Brussel, framkvæmdastjóri
Helios II og framkvæmdastjóri sérfræð-
ingahóps Helios II. Var fræðsludagurinn
vel sóttur af um 140 manns og þar af mátti
sjá nokkra félagsmenn IÍ.
• Handynet. Hjálpartækjamiðstöð TR er
miðstöð íslands er tengist evrópska
Handynet upplýsingatölvukerfinu um
hjálpartæki, en hjálpartækjamiðstöðin
tengdist því starfi 1995. Það eru 18 lönd í
Evrópu sem tengist Handynet. Þarna er
að finna upplýsingar á geisladiski um
hjálpartæki framleidd í Evrópu, framleið-
endur og dreifingaraðila, þjónustu í lönd-
unum og hvaða lög og reglur gilda um
hjálpartæki í hverju landi. í dag er unnið
að þýðingu gagnagrunnsins á íslensku, en
nú eru upplýsingar í kerfinu á 10 mis-
munandi tungumálum. Verkefni fram-
undan hér heima er m.a. gagnasöfnun frá
íslandi í kerfið. Kerfið gerir kröfur um
nýjustu upplýsingar hverju sinni, en það
eru gefnir út 3 geisladiskar á ári. Geisla-
diskur er fyrir DOS- og Windows kerfi.
Reynt hefur verið að gefa smá innsýn í það
erlenda samstarf sem hjálpartækjamiðstöð
TR tengist. Frekari upplýsingar um ofan-
greind atriði eru fúslega veittar fyrir áhuga-
sama félagsmenn IÍ.
Björk Pálsdóttir erforstöðmaðnr
hjálpartækjamiðstöðvar TR. Hún lank námi í
iðjuþjálfun frá Skoleti for ego- og fysiterapeuter í
Hostebro í Danmörku 1980.
Lausar stöður
Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni
100% staða