Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 15
13 þjálfun sem ég kem nálægt í formi frum ADL þjálfunar. Ég fæ mikið beiðnir um ADL mat og vitrænt mat. Einnig sinni ég heimilisathugun og ýmiskonar hjálp- artækjaþörfum. Það hefur komið fyrir að ég hef fengið beiðnir um einfaldar spelkur og þá helst til að létta á spasma. Ég hef nú í dag fengið svolítið úrval af hjálpartækjum. Gamla saumavél í borði fékk ég frá sauma- stofunni, sem var lögð niður á Borgarspítal- anum og er ég hæst ánægð með hana. Sitt lítið af hverju hefur síðan verið aflað til þess að geta byrjað með virkni. Það hafa verið erfiðleikar við sameining- una, þar sem takast á venjur sem eru og hafa verið á Landakoti og síðan nýjar hugmynd- ir. Á Landakoti hafði nýtnin verið í fyrir- rúmi. Kemur það fyrir í ýmsum myndum svo sem eins og vel stoppaðir sjúkrasokkar og lök. Sjúkrahúsið er lítið, þar sem allir þekktu alla og ákveðin tryggð ríkti. Mörg- um deildum hefur verið lokað og enn er ver- ið að loka deildum og annarskonar upp- bygging er í gangi. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessari uppbyggingu en hef samt sem áður skilning á þeirri ólgu sem fylgir breyt- ingunum. Það stendur til að byggja upp virka iðjuþjálfun hér með góðu rými til greiningar og endurhæfinga, þar sem hægt er að bjóða upp á fjölbreytni í þeim tilgangi að koma til móts við einstaklinginn. Mark- miðið í heildina er að á Landakoti verði nokkurskonar miðstöð fyrir aldraða þar sem tekið verði á sjúkdómum og vandamálum samfara þeim með virðingu, þannig að hinn aldraði geti haldið reisn sinni sem lengst. Samvinna mín við deildirnar á Landakoti er góð. Eins og er eru tvær langlegudeildir með hvíldarplássum og ein endurhæfinga- og greiningardeild þar. Sjúkraþjálfararnir, sem eru fjórir starfandi á Landakoti og hafa starfað þar undanfarin ár, hafa tekið mér mjög vel og reynst mér góður stuðningur. Það hefur verið mikil breyting fyrir þær að fá iðjuþjálfa í húsið þar sem þær hafa ekki reynslu af samstarfi við þá. Þær hafa því fram að þessu sinnt því starfi sem annars snýr að okkur, svo sem heimilisathuganir, hjálpartæki og fleira. Við þurfum því báðar stéttirnar að sína lipurð og skilning við þess- ar aðstæður. Þar sem báðir aðilar sýna áhuga á góðri samvinnu eru forsendurnar góðar. Félagsráðgjafi var ráðinn frá áramót- um, en enginn félagsráðgjafi hefur verið starfandi í húsinu í 2 til 3 ár. Þetta er því allt mjög mikið í mótun hér á Landakoti og ekki annað hægt að segja en að starfið sé spenn- andi. Ég er bjartsýn og komin yfir fyrsta ein- mannaleikann, þó að ég hafi stundum óskað að ég hefði annan iðjuþjálfa með mér. Samt vil ég taka það fram að í uppbyggingu iðju- þjálfunar á Landakoti stend ég ekki ein í orðsins fyllstu merkingu. Landakot er hluti af Sjúkrahúsi Reykjavíkur og því eru iðju- þjálfar með mikla reynslu bæði á Grensás og Borgarspítalanum sem ég get snúið mér til. Iðjuþjálfunin á Landakoti er ekki enn orðin sjálfstæð og heyrir eins og er undir iðju- þjálfunina á Borgarspítalanum. Uppbygg- ingin gerist mun hægar heldur en ég gerði mér grein fyrir í upphafi. Samtímis tel ég að hlutirnir geti ekki farið hraðar eins og aðstæður eru í dag. Ég held því áfram með þessi tvö bráðabirgðaherbergi og hef nú fengið aðstoðarmann í 50% starf. Við vinn- um nú í rólegheitum að uppbyggingu virkni á einni deild og á meðan við erum ekki fleiri starfandi á iðjuþjálfun Landakots höldum við okkur á floti og sinnum því nauðsynleg- asta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.