Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 26

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Blaðsíða 26
24 mun fjölbreyttari en það sem þekkist hér á landi. Heimsókn I iðjuþjálfaskólann I Kaupmannahöfn, 6. nóvember 1995 Skólastjóri iðjuþjálfaskólans í Kaupmanna- höfn, Gitten Hammenberg, tók á móti okkur og sagði frá starfsemi skólans og uppbygg- ingu námsins og sýndi okkur húsakynni. Við höfðum þarna 4 klst. viðdvöl og fengum mikilvægar upplýsingar og ýmis gögn og greinar. Húsakynni þarna eru hentug og rúmgóð. Síðastliðið haust voru teknir upp nýir kennsluhættir sem kallast „Problem ba- seret læring". Þetta kennsluform byggir á virkri þátttöku nemanda, en minni áhersla er lögð á hefðbundna fyrirlestra og upplýs- ingamiðlun. Fyrirkomulag þetta ryður sér nú víða til rúms við menntun ólíkra fag- stétta. Allir iðjuþjálfaskólarnir í Noregi fylgja þessu líkani ýmist alveg eða að hluta og ýmsir af dönsku og sænsku skólunum. Heimsókn í iðjuþjálfaskólann í Álaborg, 7. nóvember 1995: í Álaborg tók á móti okkur skólastjórinn, Karen Plesner Christensen og auk hennar tveir af reyndustu kennurum skólans. Iðju- þjálfaskólinn í Álaborg er einn af minnstu og yngstu iðjuþjálfaskólunum í Danmörku. Aðstæður og fyrirkomulag kennslu er nokk- uð ólíkt því sem gerist í Kaupmannahöfn. Svipaður háttur var á þessari heimsókn okk- ar og hinni fyrri. Koma okkar var vel undir- búin og kennarar útveguðu okkur ýmis konar gögn, allt frá lýsingum á einstökum námskeiðum til rannsókna á kennsluhátt- um. Rætt var um fyrirkomulag kennslu og starfsnáms og húsakynni skoðuð. Við feng- um þær fréttir að þarna, eins og í Kaup- mannahöfn, væri áætlað að auka nemenda- fjölda og því þyrfti fljótlega að huga að nýj- um húsakynnum. COTEC fundur, 8. nóvember, 1995 COTEC samtökin voru stofnuð 1986. Hlut- verk þeirra er að þróa, samræma og bæta stöðu iðjuþjálfunar í löndum innan Evrópu- sambandsins. Fagið er í örum vexti og nú eru u.þ.b. 48.000 iðjuþjálfar í Evrópu og 158 iðjuþjálfaskólar. Á fundinum voru saman- komnir iðjuþjálfar víðs vegar að úr Evrópu. Aðalmál fundarins var fyrirhuguð stofnun ENOTHE næsta dag, en þau samtök eru ætl- uð fyrir menntunarstofnanir í iðjuþjálfun. Þátttaka okkar á fundinum varð til þess að sett var inn ákvæði í drög að lögum ENOT- HE sem heimilar þeim löndum, sem stefna að því að koma upp námi, að taka þátt í starfi samtakanna sem hálfgildir meðlimir. Auk þessa var á fundinum rætt um gæða- stjórnun í menntun og starfi og lagðar fram skýrslur frá aðildarfélögum. Stofnfundur ENOTHE, 9. nóvem- ber, 1995 Markmið ENOTHE er að efla samskipti milli menntastofnana í iðjuþjálfun í þeim til- gangi að bæta menntun og stuðla að faglegri þróun innan fagsins. Fluttir voru fyrirlestrar fyrir alla þátttakendur og einnig skipt í um- ræðuhópa sem fjölluðu um fyrirkomulag og uppbyggingu náms. Námið í Evrópu er ým- ist 3 eða 4 ár og víða er stefnt að því að koma því á B.S. stig. Þátttakendur voru sammála um það að yfirferðin væri of mikil miðað við 3ja ára nám. Víða eru þó tæknilegir örðug- leikar á lengingu, þar eð nám hjá skyldum stéttum er einnig 3 ár og lenging myndi kalla á kerfisbreytingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.